Bændur græða landið
„Bændur græða landið” er samstarfsverkefni Landgræðslu ríkisins og bænda um uppgræðslu heimalanda. Landgræðslan auglýsir nú eftir umsóknum bænda um þátttöku í verkefninu . Þátttakendur í verkefninu fá fjárhagslegan stuðning við uppgræðslu sinna heimalanda og ráðgjöf um hvernig best verði staðið að viðkomandi uppgræðsluverkefni.
Mjólkurframleiðsla dýr á Íslandi
Kostnaður við rekstur kúabúa á Íslandi er mjög mikill og mun meiri en hjá bændum í nágrannalöndunum. Þetta segir Runólfur Sigursveinsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands.
Runólfur segir að full ástæða sé til að lækka kostnað við mjólkurframleiðslu hér á landi. Afurðaverðið sé hærra hér en í Danmörku. Íslenskir bændur fái rúmar 47 krónur fyrir mjólkurlítrann en danskir kollegar þeirra 21 krónu minna.
Beint frá býli – heimavinnsla og sala afurða
Komin er út handbókin „Heimavinnsla og sala afurða“ sem er afsprengi samstarfshóps um verkefnið „Beint frá býli“. Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráðherra, var afhent fyrsta eintakið af handbókinni síðast liðinn þriðjudag á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri sem einkum er þekktur af því að nota íslenskt hráefni úr sinni heimabyggð.
Eru erlend lán fýsileg fyrir bændur?
Útibú Kaupþings á Selfossi og á Hellu stóðu í gær (22.feb.) fyrir fræðslufundi um erlendar lántökur í Árhúsum á Hellu. Fundurinn var vel sóttur en um 50-60 bændur víða af Suðurlandi mættu og greinilegur áhugi á málefninu meðal þeirra. Á fundinum urðu ágætar umræður um framsöguerindi.
Nýtt hesthús risið á Hólum
Við Hólaskóla, háskólann á Hólum, er nú risið eitt glæsilegasta hesthús landsins og verður það væntanlega tekið í notkun á veglegri opnunarhátíð hinn 23. mars næstkomandi. Það er félagið Hesthólar ehf. sem byggir húsið og mun síðan reka það en leigir skólanum til afnota. Að sögn stjórnarformanns félagsins er gert ráð fyrir að byggingarkostnaður verði 250 til 300 milljónir króna. Verið er að leggja lokahönd á verkið þessa dagana.
Háskólafélag Suðurlands
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands vinnur nú að stofnun Háskólafélags Suðurlands sem hugsað er sem ígildi háskólaumhverfis á svæðinu. Atvinnuþróunarfélagið hefur gert samning við Primordia -ráðgjöf ehf.um að kanna möguleika á að koma þessu Háskólafélagi af stað. Verkefnið tekur mið af Vaxtarsamningi Suðurlands og ákvæði hans um uppbyggingu klasa á Suðurlandi í tengslum við háskólastarfsemi.
Fjármál fjölskyldunnar
Í Morgunblaðinu í dag (19.feb.) er áhugaverð grein eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur blaðamann Morgunblaðsins þar sem hún fær ýmis ráð vegna íbúðarlána hjá Vilhjálmi Bjarnasyni, formanni Félags fjárfesta og húsbyggjanda. Greinin nefnist „Tekur íbúðarlán í svissneskum frönkum“. Þó greinin fjalli fyrst og fremst um húsnæðislán til íbúðarkaupa á hún erindi við alla sem eru að velta fyrir sér muninum á lánum í íslenskri eða erlendri mynt. Grein Jóhönnu fer hér orðrétt á eftir:
KS fær styrk úr minningarsjóði dr. Halldórs Pálssonar
Á Fræðaþingi landbúnaðarins í gær (15.feb.) var Kaupfélagi Skagfirðinga veittur 3ja milljóna króna styrkur úr minningarsjóði dr. Halldórs Pálssonar fyrrverandi búnaðarmálastjóra. Styrkinn fær KS fyrir þróunarstarf sitt í kjötmati með aðstoð tölvutækninnar en búnaðinn flutti KS inn frá Ástralíu á liðnu ári og var hann prófaður hjá kjötafurðastöð KS í síðustu sláturtíð. Búnaðinum er ætlað að meta kjötskrokka á samræmdan hátt og minnka þar með líkur á misjöfnu kjötmati sem alla tíð hefur byggst á huglægu mati kjötskoðunarmanna.
Fyrr mun vora á Íslandi að öld liðinni
Hugsanleg 3 stiga meðalhlýnun hér á landi á næstu hundrað árum eða svo hefur bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar fyrir gróður á Íslandi. Hlýnunin mun hafa þau áhrif að fyrr vorar og seinna haustar, semsagt að veturinn styttist en sumarið lengist. Þessi hlýnun í báða enda sumarsins, verði hún að veruleika, mun þýða að vaxtartímabil fyrir korn mun lengjast.
Fimm bændur í mál við MS
Fimm bændur undirbúa nú sameiginlega málssókn á hendur MS og fara fram á hærri greiðslur en þeir fengu úr séreignarsjóði samsölunnar. Bændurnir fengu, ásamt um 600 öðrum, greiðslu úr séreignarsjóði mjólkurframleiðenda í júní 2002. Með þessu voru þeir borgaðir út úr sjóðnum. Þetta eru þeir ósáttir við og hefðu viljað eiga áfram inni í sjóðnum.
Komu í veg fyrir stórtjón í bruna í Holtum
Slökkviliðsmönnum af öllum Rangárvöllum tókst í nótt að koma í veg fyrir að stórtjón yrði að bænum Meiri-Tungu í Holtum þegar eldur blossaði þar upp í vélaskemmu sem gjöreyðilagðist.
Þar inni voru meðal annars gaskútar en svo vel tókst til að þeir sprungu ekki. Yfir 30 kýr, sem voru í áföstu fjósi, var hleypt út í frostið þegar reyk lagði þar inn. Þær sakaði ekki og voru vistaðar í reiðskemmu á næsta bæ.
Matvöruverðið í Draumalandinu
Í dag (9.feb.) skrifar Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Bónus boðar lægri álagningu á landbúnaðarvörur“ þar sem hún ræðir um auglýsingar Bónus um matvöruverð í „Draumalandinu“. Grein hennar fer hér á eftir:
Námskeiðið Vaxtarsprotar byrjar vel
Impra nýsköpunarmiðstöð hóf námskeið sitt í átaksverkefninu „Vaxtarsprotar“ þriðjudagskvöldið 6. febrúar sl. á Stóra-Ármóti. Aðsókn að námskeiðinu var afar góð en ríflega 30 nemendur mættu á þennan fyrsta fund þar sem G.Ágúst Pétursson ásamt starfsmönnum Impru kynntu nemendum þá möguleika sem í verkefninu felast og aðstoðuðu við hugmyndavinnu.
Í mjólkurbað til að mótmæla lágu afurðaverði
Bresk kona, Isla Arendell hefur tekið upp nýstárlegar aðferðir til að mótmæla lágu afurðaverði á mjólk til bænda þar í landi. Hér baðar hún sig í mjólk fyrir framan breska þinghúsið en með mótmælaaðferðinni vill hún koma þeim skilaboðum á framfæri að mjólk er álíka dýr (eða ódýr) úti í búð og vatn á flöskum.
Aukið hagrænt gildi skotveiðihlunninda
Búnaðarsamtök Vesturlands hafa haldið úti verkefninu „Aukið hagrænt gildi skotveiðihlunninda“ frá haustinu 2005. Marmið verkefnisins er eins og felst í heiti þess að auka hagrænt gildi skotveiðihlunninda og standa um leið vörð um hagsmuni landeigenda. Ráðinn var starfsmaður í 50% starf til að vinna að verkefninu í samstarfi við Árna Snæbjörnsson hlunnindaráðunaut BÍ og Má Pétursson lögfræðing BÍ. Verkefnið er styrkt af Bændasamtökum Íslands og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
Rannsókn á veiruskitu
Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur veitt Landbúnaðarstofnun og Tilraunastöðinni á Keldum styrk til rannsóknar á orsök og eðli veiruskitu í kúm. Að rannsókninni standa Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur á Keldum, Eggert Gunnarsson dýralæknir og bakteríufræðingur á Keldum og Auður Lilja Arnþórsdóttir dýralæknir og faraldsfræðingur á Landbúnaðarstofnun.
Hlutfall dauðfæddra kálfa lækkar milli ára
Lokahnykkurinn í uppgjöri skýrsluhalds nautgriparæktarinnar stendur nú yfir. Meðal þeirra niðurstaðna sem úr skýrsluhaldinu er að finna eru afdrif kálfa á s.l. ári. Hér á Suðurlandi eru alls skráðir fæddir 8.477 kálfar, 4.524 naut (53,4% og 3.953 kvígur (46.6%). Af þessum 8.477 kálfum eru 1.101 skráðir fæddir dauðir eða 13,0% sem er tveimur prósentustigum minna en á árinu 2005.
Meðalbúið stækkar mikið milli ára
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarfélaganna fyrir árið 2006 eru nú komnar á vefinn. Á árinu 2006 skiluðu alls 234 bú skýrslum og hefur þeim fækkað um sex milli ára. Þátttaka í skýrsluhaldi eykst samt hutfallslega og er nú 90,1% miðað við magn innlagðrar mjólkur en var 88,5% árið áður. Fjöldi kúa á skýrslu eykst þó nokkuð og t.d. fjölgar árskúm úr 7.571,9 í 8.185,8 og heilsárskúm fjölgar í 5.124 í 5.570.
Bóndi dæmdur í 30 daga fangelsi
Frændur okkar Danir fara engum silkihönskum um bændur sem uppvísir verða að vanrækslu í búskapnum. Dómsvöld þar í landi hafa svipt 44 ára gamlan bónda frá Mors leyfi til að halda húsdýr og jafnframt dæmt hann í 30 daga fangelsi fyrir vanrækslu. Hann missir auk þess réttinn til að vinna með dýr yfirleitt.
Sektir vegna mikillar mjólkurframleiðslu
Danir eru í annarri aðstöðu en við um þessar mundir hvað varðar framleiðslu mjólkur. All útlit er fyrir að þeir fari vel fram yfir landskvótann og verði því að borga sektir til ESB. Tveim mánuðum fyrir lok kvótaársins var framleiðslan 29 milljónum lítra meiri en kvótinn en venjulega dregur úr framleiðslunni í lok kvótaársins.