Heimsmet í hveitiuppskeru?

Mike Solari, bóndi á Nýja-Sjálandi, telur sig hafa sett nýtt heimsmet í hveitiuppskeru með 15,36 tonnum á hektara. Um var að ræða hveitiyrkið Savannah og heildarstærð akranna tveggja var 14,5 ha. Heimsmetið hefur ekki verið staðfest að heimsmetabók Guinness.
Mike Solari býr í Southland sem er syðst á Suðureyju Nýja-Sjálands. Núverandi heimsmet, þ.e. þar til heimsmet Mike verður staðfest, á Chris Dennison sem árið 2003 náði uppskeru upp á 15,015 tonn á hektara.


back to top