Fréttir

16. október 2020
Innheimta vegna skila á haustskýrslum

Samkvæmt lögum um búfjárhald nr 84/2019 ber umráðamanni búfjár að skila haustskýrslu með rafrænum hætti í BÚSTOFNI sem er gagnagrunnur sem inniheldur m.a. tölur um fjölda búfjár eigi síðar en 20. nóvember ár hvert. Að beiðni Atvinnuvegaráðuneytis (sem þessi mál heyra nú undir) skráði starfsmaður BSSl þær upplýsingar sem vantaði fyrir árið 2019 eftir að hafa m.a. tengt saman upplýsingar sem fyrir voru í heimarétt þeirra sem ekki skiluðu skýrslu á tilsettum tíma í Worldfeng við gagnagrunninn BÚSTOFN. Nú hefur Búnaðarsambandið sent út reikninga vegna þeirrar vinnu en samkvæmt gjaldskrá sem ANR samþykkti er það 3500 án vsk kr fyrir hverja skýrslu.

Bréf með nánari skýringum fylgir hér á eftir.

Haustskyrslur-2019-rukkun-skyringar.docx

 

 

1. október 2020
Angus kálfar í einangrun hjá Nautís

Síðasta dag septembermánaðar voru þeir 6 Angus kálfar sem fæddust í sumar teknir undan kúnum og settir í einangrun þar sem þeir verða næstu 9 mánuðina. Kálfarnir voru fæddir seinni hluta júní mánaðar og því rúmlega 3ja mánaða. Þeir eru undan Emil av Lillebakken 74028 sem er eitt besta Angus nautið í Noregi í dag. Kvígurnar eru 3 og heita  Emelía, Endurbót og Etna. Nautin eru líka 3 og heita Emmi, Erpur og Eðall. Kálfarnir voru vigtaðir og höfðu þyngst um 1445 gr/dag sem er ívið meira en kálfarnir í fyrra.  Nautin þyngjast eðlilega meira en naut nr 28 Erpur var orðinn 212 kg sem gerir 1663 gr/dag í þungaaukningu.  Nýbreytni er að nú er fyrirhugað að viðra kálfana í útigerði af og til.  Á myndinni má sjá þær Emelíu og Endurbót en þær voru fljótar að grípa í hey.

21. september 2020
Opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í AFURÐ

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna framkvæmda á yfirstandandi ári í Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins, Afurd.is ( afurd.is > Umsóknir > Landgr & Jarðrækt > Skrá umsókn) Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. október n.k. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur.

Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018 geta sótt um jarðræktarstyrk og landgreiðslur. Skilyrði og forsenda fyrir veitingu stuðnings eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í Jörð. Ráðunautar RML veita aðstoð við jarðræktarskýrsluhaldið.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top