Fréttir

10. september 2018
Fréttir frá Nautís Stóra Ármóti

Kýrin Dallilja nr 374 bar í nótt tveimur kvígukálfum sem voru nefndar 0003 Steina sem var 35 kg og 0004 Sveina sem var 29 kg. Burðurinn gekk vel og heilsast öllum vel. Kvígurnar eru undan Stóra Tígri 74039 og Letti av Nordstu 532. Fyrir eru albræður þeirra 0001 Vísir og 0002 Týr. Þá er hafin undirbúningur fyrir næstu fóstuvísainnlögn sem verður nú um 20. september og í byrjun október en 38 kýr eru undirbúnar fyrir það. Næstu daga er svo von á 8 kálfum í viðbót.

Lesa meira

30. ágúst 2018
Fyrsti Angus kálfurinn fæddur

Í morgun 30. ágúst kl 5:13 fæddist fyrsti kálfurinn úr innfluttum fósturvísum af Aberdeen Angus kyni frá Noregi í einangrunarstöð Nautís á Stóra Ármóti.

Nautkálfur sem hefur hlotið nafnið Vísir og er undan Stóra Tígri 74039. Á næstu dögum munu 10 kýr bera hreinræktuðum Angus kálfum.

Þá verða settir upp þeir 42 fósturvísar sem til eru nú í september og er búið að safna 38 kúm til að setja þá í.

Lesa meira

Réttir á Suðurlandi haustið 2018

Fyrstu réttir haustsins á Suðurlandi, verða föstudaginn 7. september, en þá verður réttað í Fossrétt á Síðu, í Vestur-Skaftafellssýslu.  Á vef Bændsblaðsins er listi yfir allar fjár- og stóðréttir haustsins, sjá bbl.is. Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í listann og því alltaf best að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að fá staðfestingu á réttri dag- og tímasetningu.  Hér fyrir neðan má sjá listann yfir Suðurland. Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top