Fréttir

8. janúar 2020
Rafstöðvakaup

Búnaðarsamband Eyjafjarðar ákvað að kanna hjá sínum félagsmönnum hversu margir hefðu áhuga á rafstöðva kaupum. Fleiri búnaðarsambönd á Norðurlandi ásamt LK og BÍ veltu einnig upp þessum hugmyndum og var ákveðið að kanna hvort möguleiki væri á að vinna sameiginlega að þessu á landsvísu. Nálægt 50 bændur eru þegar búnir að lýsa áhuga á að vera með ef vel gengur.

Sunnlenskum bændum er velkomið að vera með í þessarri verðkönnun og þeir bændur sem áhuga hafa á rafstöðvarkaupum bent á að hafa samband við Svein eða Gunnar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í síma 480-1800 eða netföngin sveinn@bssl.is eða gunnar@bssl.is.

Meirihluti þeirra sem hafa óskað eftir að vera með í rafstöðvakaupum vilja að rafallinn verði dráttarvélaknúinn. Þær stöðvar eru umtalsvert ódýrari og einfaldari í viðhaldi, ekki síst ef notkun er lítil. Kannað hefur verið hjá mörgum innflutnings aðilum hvort þeir hafi áhuga á að selja bændum rafstöðvar. Flestir eru búnir að hafa samband og lýsa áhuga á sölu rafstöðva og næstu skref verða unnin í samráði við fagmenn.

21. desember 2019
Sauðfjársæðingar 2019

Í dag 21. desember lauk 52 sæðistökuvertíðinni hjá Sauðfjársæðingastöð/Kynbótastöð ehf. Þátttaka er svipuð og í fyrra en óveðrið 10.  til 12. desember dró verulega úr þátttöku einkum um norðanvert landið.   Heildarútsending var 16030 skammtar af hrútasæði og miðað við 70 % nýtingu þýðir það að rúmar 11000 ær hafi verið sæddar. Sæðistakan gekk þokkalega en hrútarnir eru að venju misgjöfulir á sæði. Mest af sæði var sent úr Velli 18-835 frá Snartarstöðum í Núpasveit eða í 1755 ær, Stapa 16-829 frá Kirkjubæjarklaustri í 1565 ær, Glæponi 17-809 frá Hesti í 1260 ær og Glámi 16-825 frá Svartárkoti í  1075 ær.  Af kollóttum hrútum var mest sent út úr Vidda 16-820 frá Fremri Gufudal í 925 ær. Að lokum þakkar starfsfólk Sauðfjársæðingastöðvar fjárbændum um allt land ánægjulegt samstarf. Myndin er af Velli frá Snartarstöðum og meðfylgjandi er tafla yfir notkun hrútana eftir dögum.

Lesa meira

25. nóvember 2019
Vel heppnaðir haustfundir um sauðfjárrækt

Góð mæting var á haustfundi sauðfjárræktarinnar sem haldnir voru í síðustu viku.  Alls mættu um 150 manns á þessa 4 fundi en einn fundur var fyrir hverja sýslu. Veitt voru verðlaun í boði Fóðurblöndunnar og Jötunn Véla fyrir hrútana sem voru með hæstu kynbótaeinkunnir og efstu lambhrútana við lambaskoðun í haust. Kaffi var í boði Sláturfélagsins og Búnaðarsambandsins.

Flutt voru erindi um starfsemi sauðfjársæðingastöðvarinnar, hrútakostinn þar í haust, ræktunarstarfið  og hauststörfin  í sauðfjárrækt hjá RML

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top