Fréttir

21. september 2018
Fósturvísainnlögn hjá Nautís

Í gær fimmtudaginn 20. september hófst fósturvísainnlögn með fósturvísa sem komu til landsins í byrjun ágúst. Fósturvísarnir eru 38 að tölu og eru 13 undan nauti nr 74043 Hovin Hauk, 12 undan nauti nr 74029 Horgen Eirie og svo 13 fósturvísar sem teknir voru vorið 2017 undan nauti nr 74039 eða Stóra Tígri. Í gær voru fósturvísar settir upp í fjórar kýr og í dag bætast aðrar 4 kýr við, restin verður svo sett upp um mánaðarmótin. Þær kýr sem halda bera þá væntanlega um mánaðarmótin júní júlí

Lesa meira

Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur

Búið er að opna fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur á Bændatorginu og er umsóknafrestur til 20. október n.k.  Skilyrði fyrir styrkveitingu eru fullnægjandi skil á jarðræktarskýrslu í Jörð (jord.is).  Búið er að einfalda umsóknarferlið nokkuð frá því í fyrra og helsta breytingin er að bóndi skilar einni umsókn inn í Bændatorgið, sem er með öllum upplýsingum sem hann skráði í  skýrsluna á jord.is.  Lesa meira

10. september 2018
Fréttir frá Nautís Stóra Ármóti

Kýrin Dallilja nr 374 bar í nótt tveimur kvígukálfum sem voru nefndar 0003 Steina sem var 35 kg og 0004 Sveina sem var 29 kg. Burðurinn gekk vel og heilsast öllum vel. Kvígurnar eru undan Stóra Tígri 74039 og Letti av Nordstu 532. Fyrir eru albræður þeirra 0001 Vísir og 0002 Týr. Þá er hafin undirbúningur fyrir næstu fóstuvísainnlögn sem verður nú um 20. september og í byrjun október en 38 kýr eru undirbúnar fyrir það. Næstu daga er svo von á 8 kálfum í viðbót.

Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top