Fréttir

10. júní 2021
Ræktum Ísland – Þingborg 14. júní

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur fundi um land allt fyrri hluta júnímánaðar til að ræða Ræktum Ísland! umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland við bændur og hagaðila og verður Með í för verða þau Björn Bjarnason og Hlédís H. Sveinsdóttir, sem mynda verkefnastjórn um landbúnaðarstefnu. Fleiri starfsmenn ráðuneytisins munu einnig taka þátt í fundunum.

Lesa meira

12. maí 2021
Námskeið fyrir kúabændur á Suðurlandi.Beiðslisgreining og frjósemi mjólkurkúa

Námskeiðið er haldið af Búnaðarsambandi Suðurlands/Kynbótastöð ehf og verður á Stóra Ármóti fimmtudaginn 27.maí

Kennari er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir

Á námskeiðinu er fjallað um æxlunarlíffræði mjólkurkúa, skýrt út hvernig sæðing gengur fyrir sig, hvaða hormón stýra æxlunarferlinu, hvernig eggjastokkarnir breytast í gegnum gangferilinn.

Gerð er grein fyrir hvernig frjósemi mjólkurkúa er háttað við íslenskar aðstæður, hvernig beiðslisgreiningin tekst og hver árangur sæðinganna er.

Gangferlinum er lýst og hvernig kýrnar haga sér á gangmálum.

Rætt er um hvenær er rétt að sæða kýrnar þegar þær sjást beiða.

Hvenær er rétt að byrja að sæða eftir burðinn og hvað gæti verið besta bilið á milli burða og hvernig því verður náð.

Kynnt eru hjálpartæki sem geta komið að gagni til að finna og greina beiðsli og frjósemishluti skýrsluhaldsforritsins Huppu er kynntur. Boðið er upp á að skoða lauslega hvernig ástandið er á einstökum búum með því að skoða stöðuna skv. Huppu.

Skýrt er út hvernig þau lyf sem dýralæknar geta gripið til virka.

Námskeiðslengdin miðar við að vera á milli mála, byrja kl 10:30 og ljúka kl 16:30 með eðlilegum hléum. Skráning hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í síma 480-1800

7. apríl 2021
Klaufsnyrting og góð klaufhirða

Birkir Þrastarson sér um klaufsnyrtingu fyrir sunnlenska kúabændur á vegum Kynbótastöðvar ehf. sími hans er 897-4482.

Góð klaufhirða bætir almenna líðan kúnna og eykur jafnframt nyt þeirra. Víða erlendis hafa rannsóknir sýnt fram á aukningu í nyt um 5 – 8% og enginn vafi talinn á fjárhagslegum ávinningi af reglulegri klaufsnyrtingu. Í Þýskalandi hefur t.d. verið notuð sú þumalfingursregla að 1 kg. mjólkur fáist aukalega á dag úr hverri kú þar sem klaufhirðan er í góðu lagi. Einnig hafa rannsóknir sýnt meiri beiðsliseinkenni hjá klaufsnyrtum kúm og þar með betri frjósemi. Ofvöxtur og misvöxtur klaufa veldur því að kýrin verður sárfætt sem síðan veldur óróa við mjaltir, aukinni hættu á spenastigum og þar með júgurbólgu, kýrin liggi meira og þar með minnki át og fleira mætti eflaust nefna. Í fljótu bragði mætti halda að minni þörf væri á klaufsnyrtingum í lausagöngufjósum en í básafjósum. Svo reynist þó ekki. Rétt er því að hvetja til reglulegra klaufsnyrtinga kúnna ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Aldrei er þó hægt að taka allar kýrnar í sömu ferðinni því ekki er ráðlegt að meðhöndla kýr sem eru að nálgast burð, eða eru að jafna sig eftir burð.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top