Fréttir

1. júlí 2019
Angus kálfar eftir aðra fósturvísainnlögn fæðast

Þann 29. júní bar kýrin Gylta nr 640 Angus nautkálfi undan Hovin Hauk 74043 og Mose av Grani. Kálfurinn vóg 48,6 kg og er óvenju bollangur. Kálfurinn hefur hlotið heitið Haukur nr 0013.  Í gær fæddist svo kvígukálfur undan Stóra Tígri og Letti av Nordstu og er hún alsystir Vísis, Týs og fleiri kálfa sem fæddust síðasta haust. Hún hefur hlotið nafnið Systa 0014. Næstu daga og vikur bera svo aðrar 9 kýr.

 

 

11. júní 2019
Angus nautkálfarnir seldir

Tilboð í Angus nautkálfana voru opnuð í morgun. Alls bárust 12 tilboð en þau voru í alla kálfana.

Dýrasti kálfurinn fór á 2.065 þúsund kr og sá sem var ódýrastur fór 1.350 þúsund kr. Alls voru kálfarnir seldir fyrir 8.952 þúsund kr og meðalverð því 1.790 þúsund kr. Allar tölur eru án vsk.

 

24. maí 2019
Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá 1. júní

Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár verða óheimil frá og með 1. júní 2019 í samræmi við breytingar á búvörulögum sem samþykkt voru á Alþingi 15. maí sl.

Við tekur innlausnarfyrirkomulag sem búnaðarstofa Matvælastofnunar mun annast, í samræmi við endurskoðun á sauðfjársamningi sem samþykktur var í upphafi ársins af stjórnvöldum og sauðfjárbændum

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top