Fréttir

22. apríl 2022
Félag kúabænda á Suðurlandi boðar til opins fundar í Hvolnum Hvolsvelli þann 27.apríl kl 13.

Gestir fundarins verða frá Bændasamtökum Íslands: Gunnar Þorgeirsson formaður, Vigdís Häsler framkvæmdastjóri, Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður kúabændadeildar og aðrir stjórnarmenn BÍ og BÍ kúabændur.

Efni fundarins er starf Bændasamtaka Íslands í þágu bænda í nýju félagskerfi, auk þess sem fulltrúar BÍ standa fyrir svörum við því sem brennur á bændum er snýr að þeirra starfi.

Stjórn félags kúabænda á Suðurlandi

19. apríl 2022
Plæginganámskeið Stóra Ármóti 3. maí

Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands verður með verklegt námskeið í plægingum á Stóra-Ármóti, þriðjudaginn 3. maí kl. 14-17.

Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vinna við jarðrækt hverskonar og vilja bæta plægingartækni og læra að stilla saman plóg og dráttarvél.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að stilla saman dráttarvél og plóg. Auk þess er farið yfir allar helstu stillingar og atriði sem skipta máli í þessu sambandi.

Kennari er Haukur Þórðarson leiðbeinandi við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Skráning og nánari upplýsingar: https://endurmenntun.lbhi.is/plaegingar-verklegt-sudurlandi/

5. apríl 2022
Fagfundur sauðfjárræktarinnar 2022

Fagráð í sauðfjárrækt í samstarfi við BÍ, RML og LbhÍ boða til Fagfundar sauðfjárræktarinnar 2022 sem haldinn verður fimmtudaginn 7. apríl á Hvanneyri og verður sendur út í beinu streymi. Daginn fyrir fagfundinn verður haldinn rafrænn fundur um Alþjóðlegar rannsóknir tengdar riðu og og útrýmingu hennar á Íslandi, miðvikudaginn 6. apríl. Fundurinn er öllum opinn. Fyrirlestrar fara fram á ensku, en verða þýddir jafnóðum. Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top