Fréttir

7. apríl 2021
Klaufsnyrting og góð klaufhirða

Birkir Þrastarson sér um klaufsnyrtingu fyrir sunnlenska kúabændur á vegum Kynbótastöðvar ehf. sími hans er 897-4482.

Góð klaufhirða bætir almenna líðan kúnna og eykur jafnframt nyt þeirra. Víða erlendis hafa rannsóknir sýnt fram á aukningu í nyt um 5 – 8% og enginn vafi talinn á fjárhagslegum ávinningi af reglulegri klaufsnyrtingu. Í Þýskalandi hefur t.d. verið notuð sú þumalfingursregla að 1 kg. mjólkur fáist aukalega á dag úr hverri kú þar sem klaufhirðan er í góðu lagi. Einnig hafa rannsóknir sýnt meiri beiðsliseinkenni hjá klaufsnyrtum kúm og þar með betri frjósemi. Ofvöxtur og misvöxtur klaufa veldur því að kýrin verður sárfætt sem síðan veldur óróa við mjaltir, aukinni hættu á spenastigum og þar með júgurbólgu, kýrin liggi meira og þar með minnki át og fleira mætti eflaust nefna. Í fljótu bragði mætti halda að minni þörf væri á klaufsnyrtingum í lausagöngufjósum en í básafjósum. Svo reynist þó ekki. Rétt er því að hvetja til reglulegra klaufsnyrtinga kúnna ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Aldrei er þó hægt að taka allar kýrnar í sömu ferðinni því ekki er ráðlegt að meðhöndla kýr sem eru að nálgast burð, eða eru að jafna sig eftir burð.

26. mars 2021
Verðlaun fyrir afurðahæsta búið og afurðamestu kúna á Suðurlandi 2020

Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi þann 25. febrúar veitti Búnaðarsambandið verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2020 sem var hjá Fanneyju og Reyni Hurðarbaki  en meðalafurðir voru 8.445 kg/árskú

Einnig fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020 sem var Ösp 1280, Birtingaholti 4 hjá Fjólu og Sigurði en hún mjólkaði 14.062 kg

Þá voru veitt verðlaun fyrir þyngsta ungneytið á Suðurlandi 2020 sem var Limousin og Angus blendingur nr. 2369 hjá Berglindi og Arnari í Gunnbjarnarholti  en fallið var 515,7 kg

Á myndinni má sjá þau Fanneyju og Reyni með viðurkenningu fyrir afurðahæsta búið,  Fjólu í Birtingaholti fyrir afurðahæstu kúna og Svein Búnaðarsambandinu sem veitt viðurkenningarnar.

24. mars 2021
Páskafrí frjótækna

Frjótæknar eru í fríi á stórhátíðardögum en þeir eru m.a. föstudagurinn langi og páskadagur sem nú eru 2. og 4. apríl. Aðrir stórhátíðardagar eru nýársdagur, hvítasunnudagur,  17. júní og jóladagur.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top