Fréttir

21. september 2020
Opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í AFURÐ

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna framkvæmda á yfirstandandi ári í Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins, Afurd.is ( afurd.is > Umsóknir > Landgr & Jarðrækt > Skrá umsókn) Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. október n.k. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur.

Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018 geta sótt um jarðræktarstyrk og landgreiðslur. Skilyrði og forsenda fyrir veitingu stuðnings eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í Jörð. Ráðunautar RML veita aðstoð við jarðræktarskýrsluhaldið.

11. september 2020
Angus kálfarnir sem fæddust í sumar hjá Nautís

Í júní mánuði fæddust 6  hreinræktaðir Angus kálfar undan Emil av Lillebakken 74028, 3 naut og 3 kvígur. Fljótlega fara þeir í 9 mánaða einangrun en eftir hana má selja þá út af stöðinni.

Kálfarnir sem hafa gengið undir kúnum í sumar eru bæði fallegir og þroskamikilir. Næsta vor fæðast svo fleiri kálfar tilkomnir úr fósturvísum undan Emil av Lillebakken sem er þekktur fyrir að gefa kálfa með mikinn vaxtarhraða. Á myndinni má sjá nautið Emma 0027.

Angus kvígurnar hjá Nautís sæddar

Í vor voru Angus kvígurnar  frá 2018 sæddar með Jens av Grani 74061. Það hefur verið staðfest fang í þeim en 5 kvígur af 7 héldu við fyrstu sæðingu. Í september hófust svo sæðingar á kvígunum sem fæddar eru 2019. Þær eu þroskamiklar og vóg ein þeirra 538 kg tæplega ársgömul. Nú eru þær 14 mánaða og á myndinni sem fylgir hér með raða þær sér upp. Það er því von á 13 kálfum undan Jens av Grani næsta ár festi þessar kvígur fang.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top