Fréttir

6. febrúar 2025
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2025

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 5. mars að Hótel Dyrhólaey og hefst hann kl 11:00 að venju. Á fundinum eru venjuleg aðalfundarstörf  og kosið um 2 fulltrúa á Búnaðarþing sem verður dagana 20. og 21. mars og um stjórnarmenn úr Skaftafellssýslum

20. desember 2024
Að lokinni sæðistökuvertíð 2024

Í dag 20. desember lauk sæðistökuvertíðinni þetta haustið. Hún hófst með því að tæpir 800 skammtar voru djúpfrystir í nóvember en útsending á fersku sæði hófst 1. des. Mesta útsendingin var 10. des en þá var sent út sæði í 1.700 ær. Alls var sent út sæði í liðlega 21 þúsund ær og það gætu orðið um 13.500 ær sæddar með því. Heilt yfir gekk sæðistaka vel sem og koma sæðinu á áfangastað. Engin sending misfórst vegna veðurs.  Mest af sæði var sent úr Faldi 23-937 frá Ytri Skógum eða í 1.770 ær. Þá kom Hlekkur 24-959 frá Mýrum með sæði í 1.625 ær, Arfur 24-954 frá Raftholti með sæði í 1.235 ær, Pálmi 24-946 frá Kiðafelli með sæði í 1.170 ær, Gunnsteinn 24-975 frá Hólabæ með sæði í 1.150 ær og Dufgus 24-967 frá Sauðafelli með sæði í 1.145 ær. Að lokum er bændum þakkað ánægjulegt samstarf og óskað gleðilegra jóla. Myndin er af Faldi frá Ytri-Skógum.

21. nóvember 2024
Vel heppnaðir hrútafundir

Fyrir skömmu voru haldnir kynningarfundir um hrútakostinn á Sauðfjársæðingastöðinni í haust. Það var Eyþór Einarsson sauðfjárræktarráðunautur RML sem gerði það og auk þess ræddi hann um, erfðagalla, innleiðingu verndandi arfgerða, útkomuna á lambadómum í haust, nýjungar í Fjárvís ofl. Sveinn Sigurmundsson fjallaði um sæðingavertíðina sem framundan er. Fanney Ólöf Lárusdóttir ráðunautur RML fór yfir lambadóma á Suðurlandi og í framhaldi af því voru veitt verðlaun fyrir 5 efstu lambhrútana í hverri sýslu.  Fundirnir voru vel sóttir um 150 manns sem sóttu þá. Kaffiveitingar voru í boði Sláturfélags Suðurlands og verðlaunapeningarnir í boði Fóðurblöndunnar og eru þessum fyrirtækjum hér með færðar bestu þakkir fyrir. Á myndinni eru eigendur efstu lambhrútana í Árnessýslu

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top