Fréttir

19. febrúar 2021
Fréttir frá Nautís

Aðalfundur Nautís var haldinn 12. febrúar. Þar voru lagðir fram til afgreiðslu reikningar síðustu tveggja ára ásamt skýrslu stjórnar. Baldur Helgi Benjamínsson flutti erindi sem fjallaði um af hverju Aberdeen Angus kynið varð fyrir valinu sem m.a. er vegna þess að kynið kemur vel út í samanburði við önnur holdanautakyn í umræðunni um loftslagsmál. Angus gripir eru góð beitardýr, nýta gróffóður vel, gefa léttan burð og eru kollóttir. Sigurður Loftsson Steinsholti sem verið hefur stjórnarformaður frá upphafi gaf ekki kost á sér í stjórn og eru honum hér með færðar bestu þakkir fyrir vel unnið brautryðjandastarf. Jón Örn Ólafsson holdanautabóndi Nýjabæ kom nýr inn í stjórn en Gunnar Kr Eiríksson var kjörinn formaður.  Í einangrun eru nú 3 naut og 3 kvígur sem orðin eru 7 mánaða. Nautin eru að vaxa um og yfir 1500 gr/dag og vega liðlega 400 kg á fæti.  Kvígurnar eru eðlilega minni en þroskast vel. Kálfarnir eru góðir í umgengni og temjast vel. Á myndinni má sjá afturpartinn á þeim bræðrum talið frá vinstri, Emmi, Erpur og Eðall en þeir ásamt kvígunum eru undan Emil av Lillebakken.

17. febrúar 2021
Tollamál og tollvernd landbúnaðarins

Búnaðarsamband Suðurlands hefur fengið Ernu Bjarnadóttur hagfræðing og verkefnastjóra Mjólkursamsölunnar til að flytja erindi um tollamál og tollasamninga sem varða landbúnað og svara spurningum í hádeginu föstudaginn 19. febrúar. Fundurinn hefst kl 12:00. Hlekkur til að tengjast fundinum

 

15. febrúar 2021
Aðalfundur Félags Kúabænda á Suðurlandi

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi árið 2021 verður haldinn í fjarfundi
fimmtudaginn 25. febrúar og hefst kl. 10:00

Vegna skipulagningar verða þeir sem ætla að taka þátt í fundinum að senda tölvupóst á
netfangið hallieinars@gmail.com og fá þá senda slóð til að tengjast inn á fundinn.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf :
Skýrsla stjórnar.
Reikningar félagsins lagðir fram.
Kosinn formaður félagsins. Núverandi formaður Rafn Bergsson gefur ekki kost á sér.
Kjósa skal 9 fulltrúa í félagsráð og 3 varamenn.
Kjósa skal 2 skoðunarmenn og 2 til vara.
Einnig verða kosnir 6 fulltrúar á aðalfund LK. 9.-10. apríl
2. Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður Landssambands kúabænda fer yfir starf
samtakanna
3. Oddný Steina Valsdóttir kynnir tillögur um breytingar á félagskerfinu.
4. Búnaðarsamband Suðurlands veitir viðurkenningar fyrir afurðahæsta sunnlenska kúabúið,
afurðahæstu kúna og þyngsta nautið árið 2020.
5. Önnur mál.
Skipuð hefur verið kjörnefnd til undirbúnings kosninga.
Þeir sem vilja gefa kost á sér, eða koma á framfæri uppástungum um fólk til þessara
trúnaðarstarfa er bent á að setja sig í samband við nefndina en frestur til þess er til
sunnudags 21. febrúar.
Nefndina skipa:
Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð S:8481510, netfang: elinhv@simnet.is
Þorsteinn Logi Einarsson Egilstaðakoti S:8674104, netfang: thorsteinn82@simnet.is
Bóel Anna Þórisdóttir Móeiðarhvoli S:8658839, netfang: boelanna@simnet.is

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top