Fréttir

18. október 2021
Búnaðarsamband Suðurlands er þátttakandi í KOMPÁS þekkingarsamfélaginu

Við hjá BSSL erum stoltir þátttakendur í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu. KOMPÁS er öflugur samstarfsvettvangur fjölda fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga, háskóla, stéttarfélaga, fræðsluaðila og fleiri um miðlun og gerð hagnýtrar þekkingar.

Með samstarfinu er búið að byggja upp verkfærakistu atvinnulífs og skóla. Verkfærakista sem fer sífellt stækkandi og inniheldur nú yfir 3.200 skjöl, reiknivélar, eyðublöð, gátlista, verkferla, handbækur og myndbönd, er styður við faglega stjórnun og starfsmannamál.

Þátttaka í þessu einstaka þekkingarsamfélagi felur í sér fullan aðgang að verkfærakistu KOMPÁS á www.kompás.is og eru Sveinn, Helga, Gunnar, Óli, Björg og Páll Eggertsson með aðgang fyrir hönd BSSL. Lesa meira

20. september 2021
Snemma beygist krókurinn

Næstu daga verða þeir 16 Angus kálfar sem eru til á Nautís fluttir í 9 mánaða einangrun.  Til eru 6 naut og 10 kvígur. Elstu kálfarnir fæddust í lok febrúar og er því orðið tímabært að taka þá undan. Yngstu kálfarnir eru um mánaðargamlir  og munu þeir verða fluttir með mæðrum sínum í einangrunina.  Á meðfylgjandi mynd má sjá fjögurra mánaða nautkálf Jansen nr 39 sýna góða tilburði.

17. september 2021
Umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur 2021

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna ræktunar á árinu 2021 í Afurð (www.afurd.is), greiðslukerfi landbúnaðarins (sjá Umsóknir). Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. október n.k. Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top