Fréttir

20. febrúar 2024
Egill Sigurðsson Berustöðum

Látinn er Egill Sigurðsson Berustöðum í Ásahreppi. Hann fæddist að Stokkalæk á Rangárvöllum en hóf búskap ásamt konu sinni Guðfríði Erlu Traustadóttur að Berustöðum 1979.  Egill tók virkan þátt í félagsmálum bænda og sveitastjórnarmálum. Eg­ill var í stjórn Mjólk­ur­bús Flóa­manna 2003-2005,  í stjórn MS-Auðhumlu frá 2005 til 2018, þar af sem stjórn­ar­formaður Auðhumlu frá 2007 og Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar frá 2008. og sat á Búnaðarþingi í mörg ár. Hann var kosinn í stjórn Búnaðarsambandsins árið 2000 og sat í 12 ár eða til ársins 2012, lengst af sem varaformaður. Hann var alltaf mjög virkur, fljótur að setja sig inn í mál og lét gjarnan til sín taka. Það var mikill styrkur fyrir Búnaðarsambandið að hafa hann í stjórn og hann kom mörgum góðum málum til leiðar sem Búnaðarsambandið er þakklátt fyrir. Samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, barna, aðstandenda og annara.

5. febrúar 2024
Hækkun sæðingagjalda

Búnaðarþing og búgreinaþing kúabænda  2022 lögðu til að tekin yrði upp ein gjaldskrá og kostnaður við sæðingar jafnaður til fulls. Á síðasta ári var því unnið að því að leggja mat á sæðingakostnað á landinu með það að markmiði að allir bændur á landinu greiði sama gjald fyrir sæðinguna og að sama gjaldskrá gildi yfir landið.  Niðurstaða rekstraraðila kúasæðinganna var að taka upp gripagjaldið sem hefur verið notað á Suðurlandi um áratugaskeið. Í lok ársins var svo reglugerð nr 348 um stuðning í nautgriparækt breytt, þannig að meira fjármagn rennur á þau svæði þar sem sæðingarnar eru dýrari vegna meiri aksturs. Þess vegna og vegna almennra verðhækkana hækka sæðingagjöld á Suðurlandi um 1.000 kr á grip á ári eða úr 5.500 kr/grip í 6.500 kr/grip. Gripagjaldið stundum nefnt áskriftargjald er fundið út frá fjölda árskúa um áramót að viðbættum 25 % fyrir kvígur. Þannig er bú með 50 árskýr að greiða af 62,5 gripum. Ársgjaldið er því 406.250 kr án vsk sem þýðir 67.708 kr á 2ja mánaða fresti og hækkun um 62.500 kr á ársgrunni eða um rúmar 5.000 kr á mánuði

2. febrúar 2024
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn þriðjudaginn 5. mars að Hótel Fljótshlíð Smáratúni. Á fundinum verða tekin fyrir hefðbundin aðalfundarstörf. Þá þarf að kjósa 2 fulltrúa á Búnaðarþing sem verður 14-15. mars á Hótel Natura og um stjórnarmenn og varamenn þeirra úr Rangárvallasýslu

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top