Fréttir

15. ágúst 2019
Sæði úr Angus kálfum

Í morgun 15. ágúst gáfu Angus nautin Draumur 18402 og Baldur 18403 sæði sem verður til dreifingar frá Nautastöð BÍ Hesti. Baldur gaf 214 skammta og Draumur 173 skammta. Vonandi tekst að ná sæði úr hinum nautunum næstu daga en nautin eru einungis rúmlega 11 mánaða. Þá komu til landsins í dag 41 fósturvísir sem eru undan nautinu Emil av Lillebakken en fyrr í sumar fæddust 2 nautkálfar undan Hovin Hauk og 2 nautkálfar undan Horgen Eirie. Þá fæddust 7 kvígukálfar í viðbót við þær 7 kvígur sem fæddust síðasta haust. Það eru því til 14 hreinræktaðar Angus kvígur á búinu. Á myndinni má sjá 8 angus kálfa sem fæddust fyrr í sumar.

7. ágúst 2019
Sæðistaka úr Angus nautum

Undirbúningur fyrir sæðistöku úr Angus nautkálfunum hófst snemma í júlí en í lok júlí lágu fyrir niðurstöður úr sýnatöku úr nautunum og þar sem öll sýni voru hrein má hefja sæðistöku og dreifingu á sæði úr þeim þegar það næst. Kálfarnir eru, eða að verða 11 mánaða. Í dag 7. ágúst náðust fyrstu sæðiskammtarnir úr tveimur nautum. Sæðisgæði voru vel viðunandi miðað við að um fyrstu skammta er að ræða.  Þetta sæði er þó ekki til dreifingar. Á myndinni má sjá þá Baldur Sveinsson og Sveinbjörn Eyjólfsson kampakáta með fyrsta sæðisdropann sem var úr Draumi 009

4. ágúst 2019
Hækkun sæðingagjalda

Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur ákveðið að hækka gjald fyrir kúasæðingar.  Ástæður eru launahækkanir, aukin kostnaður við sæði og sæðingavörur, m.a vegna kostnaðar við Sperm Vital sæði og hallarekstur á síðasta ári.  Árgjald á grip hækkar úr 3.500 kr í 4.500 kr og hækkun á grip kr 1000,- Þá hefur verið ákveðið að innheimta sæðingagjöldin á tveggja mánaða fresti sem þýðir að þá er innheimt 750 kr á grip. Bú sem greiðir af 50 gripum greiðir því 225.000,- kr. í sæðingagjöld á ári og  37.500,- kr á tveggja mánaða fresti. Ef 2 sæðingar þarf á grip er kostnaður sem bóndi greiðir 2.250 kr á sæðingu sem er með ódýrustu sæðingagjöldum á landinu.

 

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top