Fréttir

15. mars 2023
Nýr Klaufsnyrtibás

Kynbótastöðin keypti klaufsnyrtibás frá Hydra Klov í Danmörku nú í febrúar. Gamli básinn hafði verið í notkun frá árinu 2006 og þurfti endurnýjunar við. Klaufsnyrtirinn Birkir Þrastarson fór auk þess á endurmenntunarnámskeið í Danmörku á dögunum og var dag með reyndum klaufsnyrti. Á myndinni má sjá nýja básinn og Birki Þrastarson að snyrta klaufir.

14. mars 2023
Skýrsla um eflingu kornræktar kynnt á opnum fundi 15. mars

Opinn kynningarfundur um skýrslu um eflingu kornræktar verður haldinn á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík miðvikudaginn 15. mars kl. 11. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun setja fundinn.

Mikilvægi innlendrar kornræktar hefur aukist verulega í takti við aukið vægi fæðuöryggis síðustu misseri og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kemur fram að unnin verði aðgerðaáætlun um eflingu kornræktar á kjörtímabilinu. Matvælaráðherra ákvað því síðastliðið sumar að semja við Landbúnaðarháskóla Íslands um að vinna drög að slíkri áætlun.

Markmið verkefnisins var einnig að kanna fýsileika kornsamlags og skilgreina þarfir á lágmarksbirgðum kornvöru í landinu. Við vinnslu áætlunarinnar voru tekin viðtöl við nokkra tugi sérfræðinga og bænda á Íslandi og í nágrannalöndunum og samráð haft við alla helstu kaupendur á korni auk þess sem haldnir voru opnir bændafundir.

 

9. febrúar 2023
Hækkun sæðingagjalda

Nú um áramótin hækka sæðingagjöld á grip úr 5.100 kr/ári í 5.520 kr/grip á ári. Ástæður eru verðlagshækkanir m.a. á sæði og sæðingavörum og ekki síst launahækkanir. Bú sem er með 50 gripi borgar því 276.000 kr/ári í sæðingagjöld sem er hækkun um 21.000 kr/ári eða 3.500 kr við innheimtu sem er annan hvern mánuð.  Gripafjöldi á búi er endurskoðaður út frá fjölda árskúa á hverju búi um áramót að viðbættum 25 % vegna mögulegra kvígusæðinga. Bú með 40 árskýr reiknast því með 50 gripi og gjaldið reiknað út frá því.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top