Fréttir

16. maí 2019
Tilboð í Angus nautkálfana

Í Bændablaðinu sem kom út 16. maí sl. er lýsing á Angus nautkálfunum sem boðnir eru til sölu frá Nautís. Hér má finna eyðublað til útfyllingar fyrir þá sem ætla að gera tilboð í kálfana ásamt lýsingu á þeim og reglum um útboðið. Tilboðum skal skila inn í síðasta lagi 31. maí merkt Nautgriparæktarmiðstöð Íslands, Pósthólf 35, 802 Selfoss. Myndin hér er af yngsta nautinu Bæti 18404

Tilboð í naut – til útfyllingar og útprentunar

Tilboð í naut – til útprentunar

Tilboð í naut – reglur varðandi útboð

Tilboð í naut – lýsing á nautum

14. maí 2019
Útboð á Angus nautkálfunum hjá Nautís
Baldur 18403

Í næsta Bændablaði sem kemur út 16. maí verða lýsingar á Angus nautkálfunum 5 sem boðnir verða til sölu ásamt upplýsingum um útboðsferlið. Nautin sem boðin verða til sölu eru;

Vísir 18400 og Týr 18401. Þeir eru albræður  undan Lis Great Tigre og Letti av Nordstu.
Draumur 18402 undan First Boyd fra Li og Lita av Höystad.
Baldur 18403 og Bætir 18404. Þeir eru albræður undan Lis Great Tigre og Lara av Höystad.

Hér á síðunni verður hægt að nálgast eyðublaðið til að bjóða í kálfana og útboðsreglur. Myndin er af Baldri 18403.

17. apríl 2019
Kosning til Búnaðarþings

Á aðalfundi BSSL sem var haldinn á Hótel Dyrhólaey 12. apríl sl voru eftirtaldir aðilar kosnir til Búnaðarþings og ársfundar BÍ 2020-2021

Aðalmenn á Búnaðarþing til næst tveggja ára:

Magnús Örn Sigurjónsson, Eystri Pétursey, Oddný Steina Valsdóttir, Butru, Ragnar M. Lárusson, Stóra-Dal, Trausti Hjálmarsson,   Austurhlíð, Jóhann Nikulásson, Hildisey, Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti. Gunnar Kr Eiríksson Túnsbergi formaður Búnaðarsambandsins er sjálfkjörin.

 

Varamenn til næstu tveggja ára:

Berglind Guðgeirsdóttir, Skarði, Páll Eggertsson, Arngeirsstöðum, Hulda Brynjólfsdóttir, Tyrfingsstöðum, Ágúst Ingi Ketisson, Brúnastöðum, Sverrir Gíslason, Kirkjubæjarklaustri, Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki, Sæunn Káradóttir, Norðurhjáleigu

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top