Fréttir

25. september 2023
Bústjóri hjá Nautís

Fyrirtækið Nautís sem rekur einangrunarstöð fyrir Aberdeen Angus holdagripi að Stóra Ármóti Flóahreppi óskar að ráða bústjóra til að sjá um búið frá næstu áramótum

  • Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af kúabúskap eða umhirðu nautgripa, ásamt því að hafa búfræðipróf eða sambærilega menntun
  • Nauðsynlegt að búseta sé nærri holdanautabúinu
  • Umsóknarfrestur er til 1. október

Allar nánari upplýsingar gefur Sveinn Sigurmundsson í síma 894 7146

16. ágúst 2023
Endurmenntun frjótækna

Síðasta haust fóru 15 íslenskir frjótæknar á endurmenntunarnámskeið hjá Viking Genetics í Álaborg í Danmörku. Námskeiðið sem stóð í rúma 3 daga var í alla staði mjög vel heppnað.  Í 2 daga var verið í sláturhúsi og farið vel yfir líffæra og lífeðlisfræði legsins. Þá var 1 dagur með frjótækni um nærliggjandi sveitir.  Í haust er svo fyrirhugað að endurtaka leikinn og mun svipaður fjöldi frjótækna sækja námskeiðið. Þá er Davíð Bragason sem sinnt hefur afleysingum á Suðurlandi í rúmt ár með góðum árangri á grunnnámskeiði fyrir frjótækna nú í Álaborg. Námskeiðið hófst í byrjun ágúst og stendur í 12 mánuði

6. júlí 2023
Tilboð í holdagripi hjá Nautís

Þriðjudaginn 4. júlí voru tilboð í holdagripi hjá Nautís opnuð. Alls bárust tilboð frá 14 rekstraraðilum.

Tilboðin í nautin voru frá lágmarksverði og upp í kr 1.550.000,-

Tilboðin í kvígurnar voru frá lágmarksverði og upp í kr 750.000,-

Nautin eru til afhendingar um leið og sæðistöku lýkur en kvígurnar eru til afhendingar strax

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top