Fréttir

2. október 2019
Fyrsta vigtun holdakálfa sem fæddust 2019 hjá Nautís

Í septemberlok voru holdakálfarnir sem fæddust í sumar settir í einangrun þar sem þeir verða næstu 9 mánuðina. Þeir voru flestir orðnir þriggja mánaða eða alveg að verða það. Um leið voru þeir vigtaðir. Þyngstur var Haukur 0013 en hann vóg 208 kg 93 daga gamall. Það gerir þungaaukningu upp á 1710 gr á dag.  Meðalþynging allra kálfana var 1433 gr. á dag sem er umtalsvert meiri þynging en hjá kálfunum sem fæddust í fyrra miðað við sama aldur.

Fósturvísainnlögn á þeim 41 fósturvísi sem fluttir voru inn nú fyrir skömmu er lokið. Fósturvísarnir eru undan Emil av Lillebakken 74028 en hann er með 135 í kynbótaeinkunn fyrir vaxtarhraða og kjöteiginleika. Fyrstu kálfarnir gætu fæðst í byrjun júní á næsta ári.

Á myndinni má sjá nautin Eirík 0020 og Hauk 0013 en þeir eru undan Horgen Erie og Hovin Hauk

16. september 2019
Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur 1. október

Jarðræktarstyrkur er greiddur út á endurræktun á túnum, nýræktir, kornrækt, grænfóðurrækt til sláttar og beitar og útiræktun á grænmeti.  Síðasta haust var jarðræktarstyrkur tæpar 38.000,- kr á ha. Landgreiðslur eru greiddar á tún sem ætluð eru til fóðuröflunar en þó ekki á land sem eingöngu er nýtt til beitar.  Greiddar voru rúmar 3.300,- kr á ha síðasta haust. Skýrsluhald í jarðrækt í forritinu Jörð.is er forsenda fyrir styrkjunum.  Ráðunautar RML aðstoða bændur eftir þörfum eða taka að sér skráningar sé þess óskað.  Mikilvægt er að huga að skráningu sé hún ekki búinn og ljúka við umsókn sem fyrst.

9. september 2019
Angus holdakálfarnir farnir til eigenda sinna

Föstudaginn  6. september lauk sæðistöku úr Angus holdakálfunum. Miðað við aldur kálfanna verður ekki annað sagt en að sæðistakan hafi gengið vel. Alls náðust 2571 skammtur úr þremur nautum.

Baldur 0011 gaf 1236 sk, Draumur 0009 gaf 1205 sk og Vísir 130 sk.  Að sæðistöku lokinni voru nautin afhent eigendum sínum. Á myndinni má sjá Vísi 0001 sem er kominn í sittt nýja hlutverk að Nýjabæ undir Eyjafjöllum

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top