Fréttir

20. september 2021
Snemma beygist krókurinn

Næstu daga verða þeir 16 Angus kálfar sem eru til á Nautís fluttir í 9 mánaða einangrun.  Til eru 6 naut og 10 kvígur. Elstu kálfarnir fæddust í lok febrúar og er því orðið tímabært að taka þá undan. Yngstu kálfarnir eru um mánaðargamlir  og munu þeir verða fluttir með mæðrum sínum í einangrunina.  Á meðfylgjandi mynd má sjá fjögurra mánaða nautkálf Jansen nr 39 sýna góða tilburði.

17. september 2021
Umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur 2021

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna ræktunar á árinu 2021 í Afurð (www.afurd.is), greiðslukerfi landbúnaðarins (sjá Umsóknir). Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. október n.k. Lesa meira

9. september 2021
Kynbótastöðin kaupir rafbíl

Kynbótastöðin hefur keypt rafbíl til að nota í sæðingum. Tesla Y fjórhjóladrifinn jepplingur með allt að 507 km drægni. Bílinn verður staðsettur á Hvolsvelli og mun Hermann Árnason og afleysingamenn nota bílinn. Hleðslustöð með sér notkunarmæli verður sett upp. Það verður fróðlegt að sjá rekstrarkostnað rafbílsins borið saman við sparneytnu jepplingana sem hafa komið út með liðlega 22 kr/km án afskrifta þegar best lætur. Með hleðslustöðinni kostar bíllinn um 8 milljónir.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top