Fréttir

16. september 2019
Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur 1. október

Jarðræktarstyrkur er greiddur út á endurræktun á túnum, nýræktir, kornrækt, grænfóðurrækt til sláttar og beitar og útiræktun á grænmeti.  Síðasta haust var jarðræktarstyrkur tæpar 38.000,- kr á ha. Landgreiðslur eru greiddar á tún sem ætluð eru til fóðuröflunar en þó ekki á land sem eingöngu er nýtt til beitar.  Greiddar voru rúmar 3.300,- kr á ha síðasta haust. Skýrsluhald í jarðrækt í forritinu Jörð.is er forsenda fyrir styrkjunum.  Ráðunautar RML aðstoða bændur eftir þörfum eða taka að sér skráningar sé þess óskað.  Mikilvægt er að huga að skráningu sé hún ekki búinn og ljúka við umsókn sem fyrst.

9. september 2019
Angus holdakálfarnir farnir til eigenda sinna

Föstudaginn  6. september lauk sæðistöku úr Angus holdakálfunum. Miðað við aldur kálfanna verður ekki annað sagt en að sæðistakan hafi gengið vel. Alls náðust 2571 skammtur úr þremur nautum.

Baldur 0011 gaf 1236 sk, Draumur 0009 gaf 1205 sk og Vísir 130 sk.  Að sæðistöku lokinni voru nautin afhent eigendum sínum. Á myndinni má sjá Vísi 0001 sem er kominn í sittt nýja hlutverk að Nýjabæ undir Eyjafjöllum

Nám fyrir frjótækna

Námið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að læra handbrögð frjótækna. Endurmenntun LbhÍ heldur námskeiðið sem er einkum ætlað búfræðingum og er haldið í samstarfi við Nautastöð BÍ og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Takmarkanir eru á fjölda þátttakenda.

Nám fyrir verðandi frjótækna skiptist í tvennt, annarsvegar bóklegt lotunám sem kennt er hjá LbhÍ á Hvanneyri með sýnikennslu hjá Nautastöð BÍ á Hesti og hinsvegar verklega þjálfun sem Nautastöð BÍ sér um. Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top