Fréttir

15. nóvember 2018
Haustfundir BSSL 2018 í sauðfjárrækt

Hrútafundir eða haustfundir í sauðfjárrækt fara að bresta á og þá er verður Hrútaskráin 2018 komin í hús, en í henni eru lýsingar á hrútunum skrifaðar af sauðfjárráðunautum RML.

Fundirnir verða haldnir sem hér segir:

Miðvikudagur 21. nóvember Icelandair Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri kl. 13:30
Miðvikudagur 21. nóvember Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum kl. 20.00
Fimmtudagur 22 .nóvember í Félagslundi Flóahrepp  kl. 13:30
Fimmtudagur 22. nóvember Hótel Smáratún í Fljósthlíð kl. 20:00

Lesa meira

Hrútaskrá 2018-2019 vefútgáfa

Hrútaskráin 2018-2019 er nú aðgengileg á heimasíðunni. Haustfundir sauðfjárræktarinnar verða í næstu viku og verður Hrútaskránni dreift þar, ritstjóri eins og undanfarin ár er Guðmundur Jóhannesson ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Nú fer líka að líða að sauðfjársæðingavertíðinni sem hefst á jólaföstunni, en útsending sæðis frá sauðfjársæðingastöðvunum hefst 1. desember n.k. og mun standa til 20. desember eða samfleytt í þrjár vikur.

Slóð á Hrútaskrá 2018-2019

5. október 2018
Kálfar hjá Nautís komnir í einangrun

Fimmtudaginn 4. október var einangrunarhluti Nautís á Stóra Ármóti tekinn í notkun. Þeir 12 kálfar sem fæddust í haust voru færðir þar inn, 7 kvígur og 5 naut. Einangrunartíminn er 9 mánuðir og lýkur því 4. júlí 2019. Í leiðinni voru kálfarnir vigtaðir og var 0001 Vísir þyngstur eða 91 kg og hafði hann þá vaxið um 1460 gr á dag frá fæðingu. Flestir kálfanna voru að þyngjast um 1200 til 1300 gr á dag.

Fara í fréttalista
back to top