Fréttir

26. mars 2019
Fræðslu og kynningarfundir um heyverkun

Fyrirhugaðir eru fræðslu og kynningarfundir um heyverkun undir yfirskriftinni Gætir þú náð meiri gæðum í heyin ? Það er Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir Dýralæknamiðstöðinni Hellu sem stendur fyrir fundunum en ásamt honum mun Henk Van Bergen bóndi og sérfræðingur í heyverkun verða með erindi. Fundirnir verða sem hér segir;

Hótel Varmahlíð, Skagafirði þriðjudaginn 2. apríl kl 13:30

Hótel KEA, Akureyri, miðvikudaginn 3. apríl kl 13:30

Hótel Stracta, Hellu, fimmtudaginn 4. apríl kl 13:30

20. mars 2019
Afsláttur á raforkuverði til félagsmanna BSSL

Eins og fram hefur komið undirrituðu Búnaðarsamband Suðurlands og Orkusalan samning um 15% afslátt til félagsmanna BSSL frá raforkuverði nú í lok janúar.

Til að virkja kjörin þarf að hafa samband við Orkusöluna í síma 4221000 eða senda póst á orkusalan@orkusalan.is  og taka fram að viðkomandi sé félagsmaður í Búnaðarsambandi Suðurlands. Einnig er hægt að senda póst á thjonusta@orkusalan.is.

Eða send mail á: haflidi@orkusalan.is  – Hafliði Ingason eða fridrik@orkusalan.is  – Friðrik Valdimar Árnason

12. mars 2019
BÆNDAHÁTÍÐ Á HÓTEL ÖRK

Bændahátíð á Hótel Örk hefst kl. 20.00 – miðapantanir neðst á síðunni

 

Skemmtiatriði: 
Sólmundur Hólm
Tónlistaratriði
Hjörtur Benediktsson fer með gamanmál
Ballhljómsveitin Allt í einu

Þriggja rétta máltíð á Hótel Örk

Matseðill
Forréttur Léttsteiktur humar á salatbeði,
marineraðir tómatar og sítrónusósa

Aðalréttur Hægeldaður lambahryggvöðvi,
kartöfluterrine, bakað rótargrænmeti og
jurtasósa

Eftirréttur Skyrostakaka, bláber, hafrar og
sítrónusorbet

Veislustjóri er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.

Aðgöngumiði á bændahátíð kostar 8.900 kr. fyrir félagsmenn BÍ. Fullt verð 11.900 kr. Miðapantanir í síma 563-0300 og með því að fylla út formið neðst á þessari slóð: http://www.bondi.is/efst-a-baugi/arsfundur-bi-15-mars—radstefna-og-baendahatid/2714?fbclid=IwAR2w32sd9BVepa_GQxQRLqWu2OE4ILy97xUt3r4PafLt0clBe-axgt-tTwg

Greiðsla fer fram á Hótel Örk þegar fólk fær afhenta miða. Frestur til að panta miða er til og með 12. mars.

Upplýsingar um hótel- og gistirými í Hveragerði er að finna á vefnum www.hveragerdi.is.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top