Fréttir
Síðasti dagur til að skila inn tilboði í Angus gripi hjá Nautís

Í dag miðvikudaginn 29. júní er síðasti dagur til að póstleggja tilboð í þá Aberdeen Angus gripi hjá Nautís sem boðnir eru til kaups. Tilboðin verða opnuð 5. júlí. Það eru 7 naut og 5 kvígur sem eru til sölu og þar af eru 2 kvígurnar kálffullar og bera í nóvember. Allar upplýsingar um gripina er að finna í síðasta Bændablaði og á heimasíðu BSSl. Á myndinni má sjá norska Angus nautið Jens av Grani en flestir gripirnir eru undan honum.
Sala á 12 Angus gripum hjá Nautís

Hér eru upplýsingar og lýsingar á þeim 12 Angus gripum sem eru til sölu hjá Nautís. Um er að ræða 7 naut það yngsta verður ársgamalt í lok ágúst en sá elsti er orðinn 19 mánaða. Þá eru einnig 5 kvígur til sölu og af þeim tvær sem eru kelfdar og bera í byrjun nóvember. Gripirnir verða afhentir að loknu útboði nema nautin sem eru í sæðistöku sem verða afhent þegar nægjanlegt magni af sæði hefur náðst úr þeim. Útboðið verður opnað 5. júlí nk. Á myndinni má sjá nautið Jeremías nr 31 sem er undan úrvalsnautinu Jens av Grani.
Tilboð í Angus nautgripi júní 2022
Erindi á aðalfundi Nautís 23. maí 2022

Aðalfundur Nautís verður mánudaginn 23. maí og hefst kl 10:00 með hefðbundnum aðalfundarstörfum. Erindum sem hefjast klukkan 12.00 verður streymt og má nálgast hlekkinn hér https://fb.me/e/7DDyb58cD
Hvetjum við alla áhugasama um að fylgjast með áhugaverðum erindum, sem verða í þessari röð:
- Svein Eberhardt Ostmöe Höystad. Holdanautabúskapur í Noregi
- Kristian Heggelund ræktunarsérfræðingur hjá Tyr. Ræktunarstarf holdagripa í Noregi
- Jón Örn Ólafsson Nýjabæ. Ræktunarstarf í Nýjabæ