Fréttir

3. júlí 2020
Sæðistaka úr Angus nautunum og væntanlegt útboð

Sæðistaka hófst í lok júní úr þeim 4 nautum sem fæddust síðasta sumar. Allir hafa þegar gefið sæði og það er gott að eiga við gripina enda var lögð meiri  vinna í að temja þá en fyrri hóp. Nautin eru róleg og geðgóð. Þau verða boðin til sölu og verður lýsing á þeim á heimasíðu Búnaðarsambandsins og í Bændablaðinu sem kemur út 16. júlí. Þau verða ekki afhent nýjum eigendum sínum fyrr en nægjanlegu magni af sæði hefur verið safnað úr þeim. Nautin hafa vaxið og dafnað vel og er meðal þungaaukning þeirra tæp 1580 g á dag fyrstu 11 mánuðina. Myndin er af Val 0017

Tilboð í Angus naut 2020 – PDF skjal til útprentunar

Tilboð í Angus naut 2020 – Excel skjal til útf. og útpr.

Tilb í naut – reglur v. útboð

Lýsing nauta 19401-19404 (004)

Burði lokið hjá Nautís

Nú í vor fæddust 6 Angus kálfar á einangrunarstöð Nautís á Stóra Ármóti undan Emil av Lillebakken 74028. Hann er með 120 í kynbótaeinkunn og gefur sérlega mikinn vaxtarhraða og kjötgæði. Það fæddust 3 kvígur og 3 naut. Fæðingarþungi á kvigunum var um og yfir 40 kg en nautin voru þyngri og upp undir 50 kg. Þá hafa fæðst 12 Angus naut frá upphafi og 17 kvígur

23. júní 2020
Fréttir frá Nautís

Nú fæðast kálfar undan Emil av Lillebakken sem er eitt af bestu Angus nautunum sem eru í boði í Noregi. Þegar hafa fæðst  3 kvígur og eitt naut.  Kálfarnir frá því í fyrra eru að verða ársgamlir og hafa þrifist vel.  Meðalþungi frá fæðingu 1362 gr. Nautin þyngjast eðlilega meira og Haukur 0013 með 1835 gr frá fæðingu.  Hann var 684 kg þegar hann var 346 daga gamall sem gæti þýtt a.m.k 350 kg fall. Kálfarnir undan Hovin Hauk sýna áberandi mikinn vaxtarhraða en kálfarnir undan Horgen Erie eru með mikla vöðvafyllingu.

Kvígurnar sem fæddar eru 2018 hafa verið sæddar með Jens av Grani og svo virðist sem 6 kvígur af 7 hafi haldið við fyrstu sæðingu og munu þær bera um miðjan febrúar.

Sæðistaka úr nautunum 4 hefst á morgun en útboð á þeim verður fljótlega.

Myndin er af Hauki 0013 en þarna er hann 200 daga gamall og vóg 427 kg.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top