Fréttir

11. júní 2019
Angus nautkálfarnir seldir

Tilboð í Angus nautkálfana voru opnuð í morgun. Alls bárust 12 tilboð en þau voru í alla kálfana.

Dýrasti kálfurinn fór á 2.065 þúsund kr og sá sem var ódýrastur fór 1.350 þúsund kr. Alls voru kálfarnir seldir fyrir 8.952 þúsund kr og meðalverð því 1.790 þúsund kr. Allar tölur eru án vsk.

 

24. maí 2019
Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá 1. júní

Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár verða óheimil frá og með 1. júní 2019 í samræmi við breytingar á búvörulögum sem samþykkt voru á Alþingi 15. maí sl.

Við tekur innlausnarfyrirkomulag sem búnaðarstofa Matvælastofnunar mun annast, í samræmi við endurskoðun á sauðfjársamningi sem samþykktur var í upphafi ársins af stjórnvöldum og sauðfjárbændum

16. maí 2019
Tilboð í Angus nautkálfana

Í Bændablaðinu sem kom út 16. maí sl. er lýsing á Angus nautkálfunum sem boðnir eru til sölu frá Nautís. Hér má finna eyðublað til útfyllingar fyrir þá sem ætla að gera tilboð í kálfana ásamt lýsingu á þeim og reglum um útboðið. Tilboðum skal skila inn í síðasta lagi 31. maí merkt Nautgriparæktarmiðstöð Íslands, Pósthólf 35, 802 Selfoss. Myndin hér er af yngsta nautinu Bæti 18404

Tilboð í Angus naut – til útfyllingar og útprentunar (003)

Tilboð í Angus naut – til útprentunar 2

Tilboð í naut – reglur varðandi útboð

Tilboð í naut – lýsing á nautum

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top