Fréttir

30. maí 2023
Dómar á holdagripum hjá Nautís

Þær Ditte Clausen og Linda Margrét Gunnnarsdóttir RML komu í heimsókn til Nautís til að dæma og meta þá holdagripi sem eru í einangrun þar. Um er að ræða 5 naut og 11 kvígur en nautin og amk 7 kvígur verða boðnar til kaups fljótlega. Þær stöllur fóru til Noregs á dögunum til að læra að meta holdagripi hjá Kristian Heggelund sem er ræktunarsérfræðingur hjá Tyr í Noregi. Einangrunartímabilinu lýkur í lok júní og verða sölugripirnir kynntir fljótlega í Bændablaðinu

5. apríl 2023
Stofnun kornsamlags á Suðurlandi

Búnaðarsamband Suðurlands boðar kornbændur á Suðurlandi til fundar í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi miðvikudaginn 26. apríl nk. kl. 14.

Undirbúningsvinna hefur verið í höndum Orkideu sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi ásamt nokkrum kornbændum.

 

Á dagskrá er eftirfarandi:

  • Stofnun kornsamlags. Farið yfir kosti starfsemi kornsamlags fyrir greinina, t.d. samræmdar gæðareglur o.fl.
  • Stofnun undirbúningsfélags fyrir miðlæga kornþurrkun (og hugsanlega frekari vinnslu) á Suðurlandi. Matvælaráðuneytið hefur hvatt til stofnunar miðlægrar kornþurrkunar á hverju kornræktarsvæði sbr. skýrslu um kornrækt sem kom út nýlega. Ráðuneytið hefur hvatt bændur til að taka frumkvæði að stofnun slíkra vinnslna og er með í athugun að veita fjárfestingarstyrki til að koma þessum verkefnum af stað.
15. mars 2023
Nýr Klaufsnyrtibás

Kynbótastöðin keypti klaufsnyrtibás frá Hydra Klov í Danmörku nú í febrúar. Gamli básinn hafði verið í notkun frá árinu 2006 og þurfti endurnýjunar við. Klaufsnyrtirinn Birkir Þrastarson fór auk þess á endurmenntunarnámskeið í Danmörku á dögunum og var dag með reyndum klaufsnyrti. Á myndinni má sjá nýja básinn og Birki Þrastarson að snyrta klaufir.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top