Fréttir

14. júlí 2021
Nýir hrútar á sauðfjársæðingastöð

Nýlega var farið í Austur-Skaftafellssýslu og náð í 2 nýja hrúta fyrir sauðfjársæðingastöðvarnar.  Báðir hrútarnir eru fæddir 2017, Svartur frá Hvammi í Lóni er undan Kletti 13-962 og er með 120 í kynbótaeinkunn fyrir gerð, 112 fyrir fitu, 108 fyrir frjósemi og 110 fyrir mjólkurlagni. Hinn hrúturinn Herkúles frá Hestgerði grár að lit og gefur m.a. tvílit og mórautt er undan Kornelíusi 10-945. Kynbótaeinkunnir hans eru; 117 fyrir gerð, 102 fyrir fitu, 106 fyrir frjósemi og 112 fyrir mjólkurlagni

6. júlí 2021
Angus nautin hjá Nautís boðin til sölu

Angus nautin 3 hjá Nautís frá 2020 verða nú boðin til sölu. Sæðistaka er hafin úr þeim  og fljótlega verður sæði úr þeim sem gefa nothæft sæði  til dreifingar. Myndin er af Eðali 20403 en hin nautin eru Emmi 20401 og Erpur 20402. Nánari lýsingar á nautunum ásamt útboðsreglum og eyðublaði til að bjóða í nautin fylgir með hér á eftir

Lýsing nauta 20401-20403

Tilboð í Angus naut 2021- Excel skjal til útf. og útpr

Tilb í naut – reglur v. útboð 2021

Tilboð í Angus naut 2021- Excel skjal til útf. og útpr

5. júlí 2021
Sæðistaka úr Angus nautunum frá 2020 hafin

Sæðistaka úr Angus nautunum 3 sem eru búin að vera 9 mánuði í einangrun hófst í byrjun júlí. Nautin sem um ræðir eru Emmi 20401, Erpur, 20402 og Eðall 20403. Þau eru ársgömul og vega um eða yfir 600 kg.  Öll eru undan Emil av Lillebakken 74028 sem er eitt af betri Angus nautum í Noregi um þessar mundir. Á myndinni má sjá Sveinbjörn framkvæmdastjóra NBÍ vígreifan með fyrsta sæðiskammtinn þetta sumarið og er hann úr Eðali 20403.  Um leið og endanlegar niðurstöður úr blóðsýnatöku liggja fyrir verður hafin dreifing úr þeim nautum sem nothæft sæði næst úr

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top