Fréttir

9. apríl 2024
Stofnfundur Kornræktarfélags Suðurlands

Stofnfundur Kornræktarfélags Suðurlands verður haldinn í Frægarði Gunnarsholti miðvikudaginn 24. apríl og hefst kl 13:30. Tilgangurinn er að ná öllum þeim sem rækta korn og eða hafa áhuga á kornrækt og framgangi kornræktar saman í einn félagsskap.  Stefnt er að stofnun kornsamlags síðar á árinu. Á fundinn mætir Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri LbhÍ og fer yfir það helsta sem er verið að vinna að í rannsóknum á kornyrkjum og fleiru sem snýr að kornrækt.

6. mars 2024
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn í Hótel Fljótshlíð Smáratúni  þriðjudaginn 5. mars.  Fram kom að staða Búnaðarsambandsins og dótturfyrirtækja þess er góð og var í heild rekstrarafgangur upp á rúmar 24 milljónir sem skapast m.a af góðum rekstri dótturfyrirtækja og sterkri eiginfjárstöðu. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti forstöðumaður Lands og Skóga, Ágúst Sigurðsson erindi um hið nýstofnaða fyrirtæki og helstu markmið þess sem er að vernda og bæta gróður landsins. Björgvin Harðarson fór yfir það helsta sem undirbúningshópur um stofnun kornsamlags á Suðurlandi hefur lagt til en það er m.a. að endurvekja Kornræktarfélag Suðurlands sem er til en hefur verið óvirkt. Í framhaldi af því var þessi tillaga samþykkt.

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Fljótshlíð 5. mars 2024 hvetur Búnaðarsamband Suðurlands og stjórn þess til að styðja við endurvakningu Kornræktarfélags Suðurlands og halda utan um félagið.

Afurðahæsta kýrin á Suðurlandi 2023

Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi fyrir skömmu veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2023. Það var Droplaug 875 í Dalbæ í Flóa sem mjólkaði 13.999 kg með 3,14 % prótein og 3,51% fitu. Droplaug er undan nautinu Dropa 10077 frá Fossi í Hrunamannahreppi en gaf m.a. háfættar kýr með góða júgur og spenagerð. Hæsta dagsnyt Droplaugar voru 55,1 kg. Á myndinni má sjá Bryndísi Evu Óskarsdóttur í Dalbæ veita verðlaunum viðtöku

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top