Fréttir

26. nóvember 2020
Hrútaskráin komin til dreifingar

Lokið var við að prenta hrútaskránna fyrir 2020-2021 í gær og er hún því komin í hús hér hjá Búnaðarsambandinu að Austurvegi 1 Selfossi. Einnig verður hægt að nálgast hana í þeim sveitaverslunum og þjónustustöðum sem gefa leyfi fyrir því að hún liggi frammi. Frjótæknarnir verða með hana í bílunum amk fyrst um sinn og svo munu þau Fanney Ólöf Klaustri og Pétur Halldórsson Hvolsvelli hafa hana hjá sér

20. nóvember 2020
Hrútaskráin komin á vefinn

Hrútaskráin fyrir komandi sæðistökuvertíð er komin á vefinn. Mikið og gott úrval af hrútum. Hyrndir hrútar eru 14, kollóttir eru 7 og einn ferhyrndur, einn forystu hrútur og feldhrútur. Sauðfjársæðingarnar byrja 1. desember og standa til 21. sama mánaðar. Einungis 2 hrútar neðar en 113 í kynbótaeinkunn fyrir gerð en það eru Móri frá Bæ og Blossi frá Teigi sem eru afburða ærfeður.

Hrútaskrá

11. nóvember 2020
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 18. nóvember með ZOOM fjarfundarbúnaði og hefst fundurinn kl 13:00. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun formaður Bændasamtakanna Gunnar Þorgeirsson verða á fundinum og flytja ávarp. Oddný Steina Valsdóttir varaformaður BÍ mun fjalla um uppstokkun á félagskerfi bænda. Ársrit Búnaðarsambandsins fyrir 2019 er komið út og hér fyrir neðan er tengill inn á ársritið en þar m.a. að finna reikninga sambandsins.

Ársrit Búnaðarsambands Suðurlands 2019

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top