Fréttir

5. október 2018
Kálfar hjá Nautís komnir í einangrun

Fimmtudaginn 4. október var einangrunarhluti Nautís á Stóra Ármóti tekinn í notkun. Þeir 12 kálfar sem fæddust í haust voru færðir þar inn, 7 kvígur og 5 naut. Einangrunartíminn er 9 mánuðir og lýkur því 4. júlí 2019. Í leiðinni voru kálfarnir vigtaðir og var 0001 Vísir þyngstur eða 91 kg og hafði hann þá vaxið um 1460 gr á dag frá fæðingu. Flestir kálfanna voru að þyngjast um 1200 til 1300 gr á dag.

3. október 2018
Íslenskur landbúnaður 2018

Stór landbúnaðarsýning verður í Laugardalshöll dagana 12. – 14. október næstkomandi.  Þar verða tæplega 100 sýnendur og fjöldin allur af alls kyns nýjungum og fyrirlestrar verða á laugardag og sunnudag.
Sýningin hefst með opnunarhófi kl. 13.00 föstudaginn 12. okt. Þann dag er opnunartími 14.00–19.00, á laugardag 13. okt. 10.00–18.00 og sunnudag 14. okt. 10.00–17.00.

Miðar gilda alla helgina en miðaverð er kr. 1.000 og frítt fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Félagsmenn í Bændasamtökum Íslands fá senda boðsmiða á sýninguna sem gilda alla sýningardagana. Tímarit Bændablaðsins kemur út vikuna fyrir sýningu og mun þjóna sem sýningarblað.  Lesa meira

21. september 2018
Fósturvísainnlögn hjá Nautís

Í gær fimmtudaginn 20. september hófst fósturvísainnlögn með fósturvísa sem komu til landsins í byrjun ágúst. Fósturvísarnir eru 38 að tölu og eru 13 undan nauti nr 74043 Hovin Hauk, 12 undan nauti nr 74029 Horgen Eirie og svo 13 fósturvísar sem teknir voru vorið 2017 undan nauti nr 74039 eða Stóra Tígri. Í gær voru fósturvísar settir upp í fjórar kýr og í dag bætast aðrar 4 kýr við, restin verður svo sett upp um mánaðarmótin. Þær kýr sem halda bera þá væntanlega um mánaðarmótin júní júlí

Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top