Fréttir

18. febrúar 2019
Opinn fagráðsfundur – Fagfundur sauðfjárræktarinnar í Bændahöllinni 1. mars frá kl 12:30 til 17:00

Dagskrá

Af vettvangi fagráðs Gunnar Þórarinsson, form. fagráðs

Úr ræktunarstarfinuEyþór Einarsson, RML

Framtíðar áherslur í sauðfjárrækt – sýn bænda

  • Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti
  • Jón Gíslason, Hofi
  • Bjarki og Sigþór Sigurðssynir, Skarðaborg

Rekstur sauðfjárbúa Eyjólfur Ingvi Bjarnason og María Svanþrúður Jónsdóttir, RML

Áhrifaþættir á haustþunga lamba Jóhannes Sveinbjörnsson, Lbhí

Vanhöld lamba, burðarerfiðleikar og skyldleikarækt Emma Eyþórsdóttir, Lbhí

Samanburður á verkunaraðferðum og þróun kjötmats Guðjón Þorkeslsson, Matís

Frá fjalli að gæða matvöru – Óli Þór Hilmarsson, Matís og Eyþór Einarsson, RML

Lungnaormar í sauðfé Hrafnkatla Eiríksdóttir

Öndunarfærasjúkdómar hjá sauðfé Charlotta Oddsdóttir, Keldum

Verðlaunafhending sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföðurinn og besta reynda kynbótahrútinn.

11. febrúar 2019
Afsláttur á raforkuverði til félagsmanna BSSL

Í dag var undirritaður samningur milli Orkusölunnar og Búnaðarsambands Suðurlands um afslátt á raforkuverði til félagsmanna Búnaðarsambandsins. Afslátturinn er 15% frá orkutaxta auk þess sem fyrsti mánuður samningsins er endurgjaldslaus. Fyrir bú eins og Stóra Ármót þýðir þetta nærri 150 þúsund krónur á ári. Þar sem félagsmenn Búnaðarsambandsins eru rúmlega 1200 er ljóst að um umtalsverðar fjárhæðir í heild sinni að ræða. Samningurinn mun taka gildi 1.mars n.k. Á myndinni má sjá formann BSSL Gunnar Kr. Eiríksson og Hafliða Ingvarsson Orkusölunni takast í hendur út af samningnum.

7. febrúar 2019
Vigtun hjá Nautís 7. febrúar

Aberdeen Angus kálfarnir hjá Nautís eru vigtaðir hálfsmánaðarlega og eru yfirleitt að þyngjast að meðaltali um 1,5 kg á dag.  Nautkálfurinn 09 Draumur hefur mikinn vaxtarhraða og er nú flest tímabil að vaxa um og yfir 2 kg. Frá fæðingu er meðalþynging hjá honum 1716 gr á dag. Meðalþynging allra kálfa frá fæðingu er 1341 gr. Einangrunartímabilinu lýkur í byrjun júlí og fljótlega úr því má fara að taka sæði úr nautunum sem síðan verður dreift frá Nautastöð BÍ. Hér má sjá aftan á Vísi sem vóg 283 kg þegar hann er rúmlega 5 mánaða.

Copy of Þungi kálfa hjá Nautís

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top