Fréttir

13. ágúst 2020
Aðalfundi enn frestað

Aðalfundur Búnaðarsambandsins var fyrirhugaður 12. apríl sl. En vegna Covid veirunnar var honum frestað en stefnt að því að halda hann í lok ágúst.

Stjórn Búnaðarsambandsins tók þá ákvörðun í gær að fresta honum og freista þess að ástandið verði betra í október og halda hann þá

 

7. ágúst 2020
Angus nautin hjá Nautís seld

 

Í dag föstudaginn 7. ágúst voru opnuð tilboð í Angus nautin sem auglýst voru til sölu í Bændablaðinu 16. júlí. Alls bárust 44 tilboð frá 11 búum. Myndin er af Mætti 19404

Hæstu boð sem staðið er við í eftirtalin naut voru;

 

Máttur 19404 kr 2.522.000,-

Haukur 19401 kr 2.430.000,-

Eiríkur 19403 kr 2.167.777,-

Valur 19402    kr 2.110.000,-

 

3. júlí 2020
Sæðistaka úr Angus nautunum og væntanlegt útboð

Sæðistaka hófst í lok júní úr þeim 4 nautum sem fæddust síðasta sumar. Allir hafa þegar gefið sæði og það er gott að eiga við gripina enda var lögð meiri  vinna í að temja þá en fyrri hóp. Nautin eru róleg og geðgóð. Þau verða boðin til sölu og verður lýsing á þeim á heimasíðu Búnaðarsambandsins og í Bændablaðinu sem kemur út 16. júlí. Þau verða ekki afhent nýjum eigendum sínum fyrr en nægjanlegu magni af sæði hefur verið safnað úr þeim. Nautin hafa vaxið og dafnað vel og er meðal þungaaukning þeirra tæp 1580 g á dag fyrstu 11 mánuðina. Myndin er af Val 0017

Tilboð í Angus naut 2020 – PDF skjal til útprentunar

Tilboð í Angus naut 2020 – Excel skjal til útf. og útpr.

Tilb í naut – reglur v. útboð

Lýsing nauta 19401-19404 (004)

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top