Fréttir

8. febrúar 2020
Til sölu fósturvísar undan Angus kvígum hjá Nautís

Á myndinni má sjá Tjerand Lunde norskan dýralækni skoða fósturvísa

Hjá Nautís eru 39 fósturvísar undan dætrum Li‘s Great Tigre 74039 og Draumi 18402 til sölu. Hver fósturvísir kostar kr 25.000,-  án vsk og að auki innheimt kr 100 þús án vsk fyrir fæddan kálf. Nautís setur skilyrði að þeir sem annist fóstuvísainnlögnina hjá bændum hafi fengið tilsögn eða hafi reynslu. Bændur sæki um kaup á fósturvísum á netfangið sveinn@bssl.is fyrir 25 febrúar nk. Nautís áskilur sér rétt til að ráðstafa fósturvísunum meðal umsækjanda út frá landfræðilegri dreifingu og hámarks árangri.

6. febrúar 2020
Fósturvísaskolun úr Angus kvígunum á Stóra Ármóti

Norskur dýralæknir Tjerand Lunde hefur verið þessa viku á Stóra Ármóti og aðstoðað okkur við skolun á fósturvísum úr 7 Angus kvígum sem fæddar voru haustið 2018. Alls náðust 46 fósturvísar og var 7 af þeim komið fyrir í kúm á Stóra Ármóti en hinir 39 voru frystir. Fósturvísarnir verða boðnir bændum en nú er stjórnarinnar að ákveða með hvað hætti það verður gert. Þá var Tjerand Lunde með fund fyrir þá dýralækna og frjótækna sem reiknað er með að komi að fósturvísainnlögninni. Allar kvígurnar eru undan Li’s Great Tigre 74039 en Draumur 18402 var notaður á þær

 

8. janúar 2020
Rafstöðvakaup

Búnaðarsamband Eyjafjarðar ákvað að kanna hjá sínum félagsmönnum hversu margir hefðu áhuga á rafstöðva kaupum. Fleiri búnaðarsambönd á Norðurlandi ásamt LK og BÍ veltu einnig upp þessum hugmyndum og var ákveðið að kanna hvort möguleiki væri á að vinna sameiginlega að þessu á landsvísu. Nálægt 50 bændur eru þegar búnir að lýsa áhuga á að vera með ef vel gengur.

Sunnlenskum bændum er velkomið að vera með í þessarri verðkönnun og þeir bændur sem áhuga hafa á rafstöðvarkaupum bent á að hafa samband við Svein eða Gunnar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í síma 480-1800 eða netföngin sveinn@bssl.is eða gunnar@bssl.is.

Meirihluti þeirra sem hafa óskað eftir að vera með í rafstöðvakaupum vilja að rafallinn verði dráttarvélaknúinn. Þær stöðvar eru umtalsvert ódýrari og einfaldari í viðhaldi, ekki síst ef notkun er lítil. Kannað hefur verið hjá mörgum innflutnings aðilum hvort þeir hafi áhuga á að selja bændum rafstöðvar. Flestir eru búnir að hafa samband og lýsa áhuga á sölu rafstöðva og næstu skref verða unnin í samráði við fagmenn.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top