Fréttir

30. janúar 2023
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 8. mars

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 8. mars á Hótel Selfossi og hefst kl 11.00

Á fundinum verður kosið um 2 fulltrúa á Búnaðarþing og um stjórnarmenn úr Árnessýslu auk hefðbundinna aðalfundarstarfa

10. janúar 2023
Málefni sauðfjárræktarinnar – fundir

Búgreinaþing BÍ verður haldið dagana 22-23. febrúar. Deild sauðfjárbænda mun í aðdraganda þingsins halda opna fjarfundi fyrir félagsmenn þar sem farið verður yfir ýmis málefni.
10. janúar _ Framleiðsla og sala & Framundan í félagsstarfinu.
17. janúar _ Búvörusamningar – Áherslur í endurskoðun
24. janúar _ Framgangur verkefna – Áherslur í starfinu
Alli fundir hefjast klukkan 20:00 og fara fram á Teams.
Hér er tengill á fundinn sem verður 10. janúar http://bit.ly/3jYbNlh

23. desember 2022
Sauðfjársæðingar 2022

Sauðfjársæðingar gengu vel til 16. desember en þá versnaði heldur betur færð og veður og sendingar misfórust. Þátttaka var prýðileg framan af en minnkaði verulega í lokin. Alls var sent út sæði í 17.000 ær og ætla má miðað við nýtingu fyrri ára að um 11.000 ær hafi verið sæddar frá stöðinni. Mest notkun var á Fróða 18-880 frá Bjargi í Miðfirði en sæði í 2.130 ær var sent úr honum. Kraftur 19-883 frá Skarði með útsent sæði í 1.415 ær, Angi 18-882 frá Borgarfelli með útsent sæði í 1.215 ær, Askur 19-884 frá Kirkjubæjarklaustri með útsent sæði í 1.065 ær og Gullmoli 22-902 frá Þernunesi með útsent sæði í 1.045 ær. Ekki tókst að anna eftirspurn eftir sæði úr Anga og Gullmola. Lítil eftirspurn eftir mörgum af eldri hrútunum og áberandi meiri spenningur fyrir nýju hrútunum og segir okkur að ekki má slaka á að fá nýja hrúta á stöð og huga vel að endurnýjun. Sauðfjársæðingastöðin þakkar fjárbændum nær og fjær fyrir samstarfið og óskar þeim gleðilegra jóla. Myndin er af Fróða frá Bjargi.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top