Fréttir

25. nóvember 2019
Vel heppnaðir haustfundir um sauðfjárrækt

Góð mæting var á haustfundi sauðfjárræktarinnar sem haldnir voru í síðustu viku.  Alls mættu um 150 manns á þessa 4 fundi en einn fundur var fyrir hverja sýslu. Veitt voru verðlaun í boði Fóðurblöndunnar og Jötunn Véla fyrir hrútana sem voru með hæstu kynbótaeinkunnir og efstu lambhrútana við lambaskoðun í haust. Kaffi var í boði Sláturfélagsins og Búnaðarsambandsins.

Flutt voru erindi um starfsemi sauðfjársæðingastöðvarinnar, hrútakostinn þar í haust, ræktunarstarfið  og hauststörfin  í sauðfjárrækt hjá RML

14. nóvember 2019
Hrútaskrá 2019-2020 vefútgáfa

Hrútaskráin 2019-2020 er nú komin vefinn.  Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingastöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson RML, en efni í skrána er að mestu skrifað af Árna B. Bragasyni, Eyjólfi I. Bjarnasyni, Eyþóri Einarssyni og Lárusi Birgissyni sem allir starfa hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.

Hrútafundirnir eru haldnir 20. og 21. nóvember og þá verður prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar dreift og efni hennar kynnt, auk þess verða kaffiveitingar í boði Sláturfélags Suðurlands og verðlaun veitt af Fóðurblöndunni og Jötunn.  Sjá nánar um fundina hér neðar á síðunni.

Hér má nálgast Hrutaskrá 2019-2020 pdf

Lesa meira

12. nóvember 2019
Heimsókn norskra holdanautabænda

Síðustu helgina í október komu 27 norskir holdanautabændur  ásamt starfsmönnum og framkvæmdastjóra Tyr sem er félagsskapur holdanautabænda í heimsókn til Nautís til að kynna sér innflutninginn á Aberdeen Angus gripunum og heimsækja holdanautabændur.  Á fögrum haustdegi var farið með hópinn austur að Sandhóli í Meðallandi þar sem m.a er rekið holdanautabú. Þá var á bakaleiðinni komið við á Þorvaldseyri og Nýjabæ. Þeir holdanautabændur sem hafa lagt til erfðaefnið sem flutt hefur verið inn voru flestir með í för og afar áhugasamir um framvindu verkefnisins. Við fengum ábendingu um nýtt úrvalsnaut til að nota við innflutning á næsta erfðaefni. Nautið heitir Jens av Grani undan áströlsku nauti sem er óskylt öðrum  Angus nautum í Noregi og auk þess glæsilega kynbótaeinkunn eða 119.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top