Hverning þíða á fryst hrútasæði

Sauðfjársæðingastöð Suðurlands hefur fryst hrútasæði í tveimur gerðum stráa. Annars vegar í svokölluðum „mini“-stráum, 0,25 ml, (grönn strá) og hins vegar í „medium“-stráum, 0,5 ml (sver strá). Frá árinu 2009 eru notuð „medium“-strá.
Stráin er þídd á sitt hvorn mátann eins og sjá má hér fyrir neðan:

 

 

Gerð Í notkun Rúmmál Hitastig Tími
„Medium“-strá frá og með 2009 0,5 ml 50°C 14 sek.
„Mini“-strá til 2009 0,25 ml 35°C 15 sek.

 

Þíðing á sæðisstráum

 

  • Stráinu þarf að koma eins fljótt og hægt er úr köfnunarefninu í vatnsbað með réttu hitastigi, sjá hér að ofan.
  • Mæla þarf hitastig vatnsins reglubundið (helst fyrir hverja uppþýðingu). Nauðsynlegt er að hafa hitabrúsa með sjóðandi eða mjög heitu vatni við hendina til þess að stilla hitastig vatnsins sem þítt er í. Í köldum fjárhúsum kólnar vatnið hratt.
  • Þíðið aldrei nema eitt strá í einu.
  • Mæla má tímann með því að telja 1001, 1002, 1003 o.s.frv. ef klukka með sekúnduvísi er ekki við hendina.
  • Þurrkið af stráinu með hreinum pappír eftir þýðingu. Vatn drepur sæðisfrumurnar.
  • Þídd strá skal nota samstundis.
  • Hitið sæðingatækið, t.d. innanklæða, í 20-25 °C áður en stráið er sett í.
  • Passið að sæðingatækið sé þurrt.
  • Eftir að stráið hefur verið sett í sæðingatækið hafið það innanklæða þar til sætt er til þess að verja sæðið fyrir hitasveiflum.
  • Gætið ítrasta hreinlætis og farið varlega í kringum fljótandi köfnunarefni.

 

 

back to top