Í dagsins önn

 

i_dagsins_onn_300pxÍ dagsins önn
Heimildarmynd um forna búskaparhætti í sunnlenskum sveitum

 

Á héraðsþingi Skarphéðins í janúar 1956 kom fram tillaga um að tekin yrði heimildarkvikmynd um forn vinnubrögð á Suðurlandi. Skipuð var 3ja manna nefnd til þess að undirbúa málið. Kvikmyndun hófst sumarið 1960 og lauk 1973. Kvikmyndatöku og klippingu annaðist Vigfús Sigurgeirsson. Dr. Haraldur Matthíasson á Laugarvatni og Þórður Tómason safnvörður í Skógum sviðsettu myndina og flytja texta. Framkvæmdanefndina skipuðu lengst af Stefán Jasonarson Vorsabæ, Ólafur H Guðmundsson Hellatúni og Jón Guðmundsson Fjalli.

 

Fyrsta útgáfa var gerð 1973. Endurútgefið með íslensku og ensku tali 2012.

 

Mynd á kápu gerði Jón Kristinsson í Lambey og einnig texta í upphafi hvers þáttar.
Tónlist: Atli Sævar Guðmundsson og Dóra Gígja Þórhallsdóttir
Útgefandi: Búnaðarsamband Suðurlands

Myndin er á 3 DVD-diskum, lengd samtals um 175 mínútur.

Diskur I – Mótekja, þúfnasléttun, túngarður, flag, kaupstaðarferðir, vegagerð, plæging
Diskur II – Vorverk, vorsmölun, ullarþvottur, heyskapur
Diskur III. – Mjólk í mat, ull í fat, koparsmíði, vorverk, skán, fjallaferð, haustsmölun, réttir

Fullnaðarfrágang myndarinnar annaðist Kvik hf.

Þessir aðilar styrktu myndina á sínum tíma:
Búnaðarfélag Íslands, Ríkissjóður, Sláturfélag Suðurlands, Samband íslenskra samvinnufélaga, Samvinnutryggingar, Stéttarsamband bænda, Árnessýsla, Rangárvallasýsla, Mjólkurbú Flóamanna, Búnaðarsamband Suðurlands, Kaupfélag Árnesinga, Kaupfélag Rangæinga, Héraðssambandið Skarphéðinn, Kaupfélagið Þór, Hestamannafélagið Sleipnir, Þjóðhátíðarnefnd 1974, Framkvæmdastofnun ríkisins og Hestamannafélagið Geysir.

Verð: 6.000 kr.

Myndin fæst m.a. hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og Sunnlenska bókakaffinu.

back to top