Fréttabréf

Búnaðarsamband Suðurlands gaf út fréttabréf um árabil.  Um áramótin 2012/2013 var útgáfu hætt í framhaldi af flutningi starfsemi ráðunautaþjónustunnar yfir til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.  Fréttabréfinu var dreift í dreifbýli á Suðurlandi og fagstofnunum landbúnaðarins endurgjaldslaust. Aðrir fengu það sent gegn vægu gjaldi. 

 

Fréttabréf BSSL kom út í  8-10 tölublöðum á ári. Hægt er að nálgast vefútgáfur af fréttabréfunum frá 2004 hér á síðunni.

Síðasta ritstjórn bréfsins var skipuð Guðmundi Jóhannessyni  og Margréti Ingjaldsdóttur .

Ábyrgðarmaður Fréttabréfs BSSL er Sveinn Sigumundsson, framkvæmdastjóri, sveinn@bssl.is .

Fréttabréf BBSL hefur alþjóðlega tímaritsnúmerið ISSN 1605-7546.

back to top