Túnkortagerð – verð

Verð fyrir túnkort getur verið mjög mismunandi og fer það mest eftir stærð og legu þess lands sem kortleggja ásamt þeim tíma sem fer í verkið.  Greiða þarf Loftmyndum ehf. sérstakt leyfisgjald til að mega nota myndir fyrirtækisins í þessum tilgangi eða um 16.141 kr. án vsk. á hverja jörð sem túnkort er teiknað fyrir 1.júní 2016-31.maí 2017. Gjaldið til Loftmynda ehf. er aðeins greitt í fyrsta sinn sem túnkort er unnið en ekki fyrir síðari breytingar. Við leigugjaldið til Loftmynda ehf. bætist tímagjald starfsmanns BSSL sem vinnur túnkortið. Útseld vinna starfsmanns er 10.000 kr/klst. án vsk, en 30% afsláttur er til félagsmanna í BSSL.  Án ábyrgðar má reikna með að túnkortagerð og prentun getið tekið að jafnaði 4-10 klst.á bú ef undirliggjandi mynd er góð og heimsókn er ekki nauðsynleg til að átta sig betur á aðstæðum. Miðað við framansagt má reikna með að hefðbundið túnkort kosti á bilinu 50.000-90.000 krónur án vsk. á árinu 2016.

Góð túnkort eru þarfaþing við skipulagningu ræktunar og gerð markvissra áburðar- og beitaráætlana. Túnkort eru þar með grunnstoð við stýringu á stærstu kostnaðarliðum í búrekstrinum.

 

back to top