Túnkortagerð

tunkortBúnaðarsamband Suðurlands býður upp á gerð túnkorta fyrir bændur og aðra landeigendur. Túnkortin eru unnin á litaloftmyndir samkvæmt samningi Bændasamtaka Íslands og búnaðarsambandanna við fyrirtækið Loftmyndir ehf.  Túnkortin eru unnin á stafrænan hátt sem gerir það auðvelt að halda þeim við hafi þau einu sinni verið unnin. Með þessari tækni er vinnsla myndanna orðin bæði hröð og einföld.  Framsetning kortanna er einföld og skýr eins og sjá má á túnkortinu á Stóra-Ármóti hér til hliðar.

 

back to top