Kynbótastöð Suðurlands

Þorleifskot

Þorleifskot

 

Röðull S 226

Röðull S 226

Kynbótastöð Suðurlands hóf starfsemi sína 1. janúar 1958. Keypt voru reynd og góð naut víða um héraðið og sætt með fersku sæði. Þátttaka meðal bænda varð strax mjög góð og fljótlega voru flestir bændur að Jökulsá á Sólheimasandi orðnir félagsmenn. Síðast komu bændur austan sands eða árið 1970. Farið var að djúpfrysta nautasæði 1972 en árið 1978 var sæðistöku hætt en gengið til samstarfs við Nautastöð Bændasamtaka Íslands sem þá var á Hvanneyri. Vorið 2009 flutti Nautastöð BÍ starfsemi sína í nýja nautastöð að Hesti og þar fer öll sæðistaka og dreifing nautasæðis á landinu fram.

Þátttaka í sæðingum er mjög góð og yfir 95% sunnlenskra kúa er sæddar. Árlega eru 9.500-10.000 kýr og kvígur sæddar fyrstu sæðingu á Suðurlandi. Fangprósenta (mæld sem kýr sem ekki koma til endursæðinga 60 dögum eftir fyrstu sæðingu) liggur til jafnaðar á bilinu 66-68%.

Við Kynbótastöð Suðurlands starfa 7 fastráðnir frjótæknar sem hafa fengið þjálfun í fangskoðunum. Þessir frjótæknar sjá um sæðingar nautgripa á Suður- og Austurlandi. Auk fastráðinna frjótækna eru 5 afleysingamenn.
Kynbótastöðin býður einnig upp á klaufskurð og hefur til þess sérhannaðan klaufskurðarbás og þjálfaða menn.

Sæðingar eru framkvæmdar alla daga ársins fyrir utan stórhátíðardaga, sem eru nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní og jóladagur.


Kynbótastöð ehf.
Austurvegi 1 – 800 Selfoss
Kennitala: 521216-0340
VSK-nr.: 127777

back to top