Jaki 23402 Angus naut hjá Nautís til sölu

Ákveðið hefur verið að bjóða til kaups nautið Jaka 23402. Hann er í eigu Nautís en var fluttur í vor að Hesti í Borgarfirði ásamt nautinu Lunda 23403. Hugmyndin var sú að taka sæði úr þeim þar og verði af kyngreiningaráformum NBÍ í haust að kyngreina sæðið úr þeim. En nú er komið í ljós  Continue Reading »

Burður hjá Nautís 2024

Þær 22 holdakýr sem eru í eigu Nautís eru bornar. Það komu 23 kálfar en fyrsta kýrin sem bar var með naut og kvígu og var kvígan dauðfædd. Þá var önnur kýr sem kom með dauðan kálf en hún fékk litla sótt. En 21 kálfur á búinu í dag, 10 naut og 11 kvígur og  Continue Reading »

Niðurstöður útboðs holdagripa hjá Nautís

Þann 9. júlí sl fór fram útboð á 10 holdagripum hjá Nautís. Þar af 7 naut og 3 kvígur. Tilboð komu frá 13 rekstraraðilum. Gripirnir seldust á 13.200.000,- og því meðalverð 1.320.000,-. Kvígurnar seldust á 851 þús. að jafnaði en nautin á 1521 þús. Stjórn Nautís óskar nýjum eigendum til hamingju með gripina og vonar  Continue Reading »

Ágúst Sigurðsson frá Birtingaholti

Ágúst í Birtingaholti var kjörinn í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands 1987 og af stjórninni sem formaður. Þar tók hann við af Stefáni Jasonarsyni sem hafði verið formaður frá 1969. Hann sóttist ekki eftir embættum en þetta verkefni tók hann að sér þrátt fyrir að sýnt væri að mörg krefjandi mál væru framundan. Búnaðarsambandið var að flytja  Continue Reading »

SALA Á 10 HOLDAGRIPUM HJÁ NAUTÍS

Hér eru upplýsingar og lýsingar á þeim 10 Angus gripum sem eru til sölu hjá Nautís ásamt tilboðsblöðum og reglum um tilboðið. Um er að ræða 7 naut og 3 kvígur sem eru að verða 14 mánaða.   Gripirnir verða afhentir að loknu útboði nema nautin sem eru í sæðistöku sem verða afhent þegar nægjanlegt magni  Continue Reading »

Aðalfundur Nautís

Aðalfundur Nautís verður haldinn fimmtudaginn 23. maí að Stóra Ármóti Flóahreppi og hefst kl 13:30 Dagskrá; Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra Reikningar Kosningar Önnur mál Á fundinn mætir Jón Hjalti Eiríksson LbhÍ og fjallar um skyldleikann í Nautís stofninum. Að fundi loknum er opið hús hjá Nautís

Stofnfundur Kornræktarfélags Suðurlands

Stofnfundur Kornræktarfélags Suðurlands verður haldinn í Frægarði Gunnarsholti miðvikudaginn 24. apríl og hefst kl 13:30. Tilgangurinn er að ná öllum þeim sem rækta korn og eða hafa áhuga á kornrækt og framgangi kornræktar saman í einn félagsskap.  Stefnt er að stofnun kornsamlags síðar á árinu. Á fundinn mætir Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri LbhÍ og fer  Continue Reading »

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn í Hótel Fljótshlíð Smáratúni  þriðjudaginn 5. mars.  Fram kom að staða Búnaðarsambandsins og dótturfyrirtækja þess er góð og var í heild rekstrarafgangur upp á rúmar 24 milljónir sem skapast m.a af góðum rekstri dótturfyrirtækja og sterkri eiginfjárstöðu. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti forstöðumaður Lands og Skóga, Ágúst Sigurðsson erindi um hið  Continue Reading »

Afurðahæsta kýrin á Suðurlandi 2023

Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi fyrir skömmu veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2023. Það var Droplaug 875 í Dalbæ í Flóa sem mjólkaði 13.999 kg með 3,14 % prótein og 3,51% fitu. Droplaug er undan nautinu Dropa 10077 frá Fossi í Hrunamannahreppi en gaf m.a. háfættar kýr með góða júgur  Continue Reading »

Afurðahæsta kúabúið 2023

Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2023. Það var kúabúið Stóru Mörk 1 sem er í eigu Aðalbjargar Rúnar Ásgeirsdóttur og Eyvindar Ágústssonar. Afurðirnar voru 8.903 kg eftir árskú og var það jafnframt mestar afurðir yfir landið.  Þessi frábæri árangur næst m.a. með frábæru og einsleitu  Continue Reading »

Egill Sigurðsson Berustöðum

Látinn er Egill Sigurðsson Berustöðum í Ásahreppi. Hann fæddist að Stokkalæk á Rangárvöllum en hóf búskap ásamt konu sinni Guðfríði Erlu Traustadóttur að Berustöðum 1979.  Egill tók virkan þátt í félagsmálum bænda og sveitastjórnarmálum. Eg­ill var í stjórn Mjólk­ur­bús Flóa­manna 2003-2005,  í stjórn MS-Auðhumlu frá 2005 til 2018, þar af sem stjórn­ar­formaður Auðhumlu frá 2007  Continue Reading »

Hækkun sæðingagjalda

Búnaðarþing og búgreinaþing kúabænda  2022 lögðu til að tekin yrði upp ein gjaldskrá og kostnaður við sæðingar jafnaður til fulls. Á síðasta ári var því unnið að því að leggja mat á sæðingakostnað á landinu með það að markmiði að allir bændur á landinu greiði sama gjald fyrir sæðinguna og að sama gjaldskrá gildi yfir  Continue Reading »

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn þriðjudaginn 5. mars að Hótel Fljótshlíð Smáratúni. Á fundinum verða tekin fyrir hefðbundin aðalfundarstörf. Þá þarf að kjósa 2 fulltrúa á Búnaðarþing sem verður 14-15. mars á Hótel Natura og um stjórnarmenn og varamenn þeirra úr Rangárvallasýslu

Sæðistökuvertíð 2023 lokið í Þorleifskoti

Útsent sæði frá Kynbótastöð ehf var í 23.270 ær og miðað við 65% nýtingu þá eru sæddar ær rúmlega 15 þúsund ær og því  líklega um eða yfir 30 þúsund ær sæddar þetta árið á landinu öllu. Efstu hrútar með útsent sæði er Birkiland í 1730 ær, Gimsteinn í 1530 ær, Fannar 1485 ær, Kátur  Continue Reading »

Styrkir vegna sauðfjársæðinga – hvati til notkunar á verndandi hrútum

Ákveðið hefur verið að greiða styrki til bænda sem nota hrúta með verndandi og/eða mögulega verndandi arfgerðir. Styrkirnir eru hugsaðir til að hvetja til notkunar á hrútum með þessar arfgerðir og þar með hvetja til innleiðingar á verndandi arfgerðum m.t.t. riðumótstöðu. Matvælaráðuneytið leggur fram fjármagn og mun ráðuneytið einnig sjá um að greiða út styrkina  Continue Reading »

Hæst stiguðu lambhrútarnir á Suðurlandi

Á meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir efstu lambhrútana á Suðurlandi í lambhrútaskoðun hjá RML. En efsti hrúturinn yfir svæðið er frá Hannesi Þór Ottesen Dísarstöðum. Hann er undan Fróða 18-880 og hlaut í heildareinkunn 91,5 stig. Á myndinni má sjá eigendur 5 efstu lambhrútana í Árnessýslu Efstu-bu-2023

Djúpfrysting á hrútasæði

Djúpfrysting á hrútasæði hófst um miðjan nóvember og að 6 sæðistökudögum liðnum höfðu náðst nærri 1900 skammtar. Sæðisgæði voru mikil og sæðið þoldi frystingu mun betur en fyrri ár. Ástæður eru m.a. nýr blöndunarvökvi sem er að reynast vel. Lambhrútarnir sem eru 17 að tölu reyndust allir góðir í sæðistöku en svo á eftir að  Continue Reading »

Vel heppnaðir hrútafundir

Vel heppnaðir hrútafundir voru haldnir 20. og 21. nóvember og mættu alls 130 manns á þá. Veitt voru verðlaun fyrir 5 efst lambhrútana í hverri sýslu og voru verðlaunaplattarnir í boði Líflands. Sláturfélagið gaf kaffiveitingarnar og eru þessum aðilum þakkað mikið vel fyrir. Eyþór Einarsson fór yfir hrútakost stöðvarinnar í Þorleifskoti og var hrútaskránni dreift  Continue Reading »

Hrútafundir

Fundir um ræktunarstarf í sauðfjárrækt, hrútakostinn á sauðfjársæðingastöðinni auk verðlaunaveitinga fyrir efstu lambhrútana í hverri sýslu verða sem hér segir Mánudaginn 20. nóvember Stracta Hótel Hellu kl 20:00 fyrir Árnes- og Rangárvallasýslur Þriðjudaginn 21. nóvember Hótel Klaustri kl 12:00 fyrir Vestur-Skaftafellssýslu Þriðjudaginn 21. nóvember Hrollaugsstaðir kl 20:00 fyrir Austur-Skaftafellssýslu Á myndinni má sjá Atlas 23-924  Continue Reading »

Hrútaskráin er komin á netið

Mánudaginn 13 nóvember tókst að koma hrútaskránni í prentun og þar með er hægt að nálgast hana á netinu.  Lýsingar og umsagnir hrúta hafa skrifað þeir Árni Brynjar Bragason, Fanney Ólöf Lárusdóttir og Eyþór Einarsson. Myndir í skránni eru eftir Höllu Eyglóu Sveinsdóttur og Anton Torfa Bergsson. Greinar í skránni eru eftir þau Eyþór Einarsson,  Continue Reading »

back to top