Fyrsta vigtun holdakálfa sem fæddust 2019 hjá Nautís

Í septemberlok voru holdakálfarnir sem fæddust í sumar settir í einangrun þar sem þeir verða næstu 9 mánuðina. Þeir voru flestir orðnir þriggja mánaða eða alveg að verða það. Um leið voru þeir vigtaðir. Þyngstur var Haukur 0013 en hann vóg 208 kg 93 daga gamall. Það gerir þungaaukningu upp á 1710 gr á dag.   Continue Reading »

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur 1. október

Jarðræktarstyrkur er greiddur út á endurræktun á túnum, nýræktir, kornrækt, grænfóðurrækt til sláttar og beitar og útiræktun á grænmeti.  Síðasta haust var jarðræktarstyrkur tæpar 38.000,- kr á ha. Landgreiðslur eru greiddar á tún sem ætluð eru til fóðuröflunar en þó ekki á land sem eingöngu er nýtt til beitar.  Greiddar voru rúmar 3.300,- kr á  Continue Reading »

Angus holdakálfarnir farnir til eigenda sinna

Föstudaginn  6. september lauk sæðistöku úr Angus holdakálfunum. Miðað við aldur kálfanna verður ekki annað sagt en að sæðistakan hafi gengið vel. Alls náðust 2571 skammtur úr þremur nautum. Baldur 0011 gaf 1236 sk, Draumur 0009 gaf 1205 sk og Vísir 130 sk.  Að sæðistöku lokinni voru nautin afhent eigendum sínum. Á myndinni má sjá  Continue Reading »

Nám fyrir frjótækna

Námið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að læra handbrögð frjótækna. Endurmenntun LbhÍ heldur námskeiðið sem er einkum ætlað búfræðingum og er haldið í samstarfi við Nautastöð BÍ og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Takmarkanir eru á fjölda þátttakenda. Nám fyrir verðandi frjótækna skiptist í tvennt, annarsvegar bóklegt lotunám sem kennt er hjá LbhÍ á Hvanneyri með  Continue Reading »

Réttir á Suðurlandi haustið 2019

Fyrstu réttir haustsins á Suðurlandi, verða sunnudaginn 8. september, en þann dag er réttað á 3 stöðum, í Haldrétt og Þóristungurétt í  Holtamannaafrétti, Rangárvallasýslu og Laugarvatnstétt, Árnessýslu.  Á vef Bændsblaðsins er listi yfir allar fjár- og stóðréttir haustsins, sjá bbl.is Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í listann og því alltaf best  Continue Reading »

Einar Þorsteinsson Sólheimahjáleigu er látinn

Einar Þorsteinsson ráðunautur frá Sólheimahjáleigu er látinn. Búnaðarsamband Suðurlands fyrir hönd sunnlenskra bænda vottar eftirlifandi eiginkonu Einars sem og aðstandendum hans samúð sína. Hann fæddist 31.ágúst 1928 að Holti í Dyrhólahreppi. Einar nam búfræði við Tune búnaðarskólann í Danmörku og svo síðar við Búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn þar sem hann lauk búfræðikandidatsprófi 1956. Hann var ráðunautur  Continue Reading »

Umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna framkvæmda á yfirstandandi ári á Bændatorginu þann 2. september nk. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. október n.k. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur. Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018 geta sótt um jarðræktarstyrk og landgreiðslur. Skilyrði fyrir  Continue Reading »

Sæði úr Angus kálfum

Í morgun 15. ágúst gáfu Angus nautin Draumur 18402 og Baldur 18403 sæði sem verður til dreifingar frá Nautastöð BÍ Hesti. Baldur gaf 214 skammta og Draumur 173 skammta. Vonandi tekst að ná sæði úr hinum nautunum næstu daga en nautin eru einungis rúmlega 11 mánaða. Þá komu til landsins í dag 41 fósturvísir sem  Continue Reading »

Sæðistaka úr Angus nautum

Undirbúningur fyrir sæðistöku úr Angus nautkálfunum hófst snemma í júlí en í lok júlí lágu fyrir niðurstöður úr sýnatöku úr nautunum og þar sem öll sýni voru hrein má hefja sæðistöku og dreifingu á sæði úr þeim þegar það næst. Kálfarnir eru, eða að verða 11 mánaða. Í dag 7. ágúst náðust fyrstu sæðiskammtarnir úr  Continue Reading »

Hækkun sæðingagjalda

Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur ákveðið að hækka gjald fyrir kúasæðingar.  Ástæður eru launahækkanir, aukin kostnaður við sæði og sæðingavörur, m.a vegna kostnaðar við Sperm Vital sæði og hallarekstur á síðasta ári.  Árgjald á grip hækkar úr 3.500 kr í 4.500 kr og hækkun á grip kr 1000,- Þá hefur verið ákveðið að innheimta sæðingagjöldin á  Continue Reading »

Fréttir frá einagrunarstöðinni Stóra Ármóti

Einangruninni sem kálfarnir hafa verið í lauk 4. júlí en þá voru þeir búnir að vera í 9 mánuði í einangrun. Sýnatöku sem og greiningu á þeim er lokið. Öll sýnin voru laus við þá sjúkdóma sem skimað var fyrir og að lokinni yfirferð og samþykki frá Mast er frjálst að afhenda þá hvert sem  Continue Reading »

Angus kálfar eftir aðra fósturvísainnlögn fæðast

Þann 29. júní bar kýrin Gylta nr 640 Angus nautkálfi undan Hovin Hauk 74043 og Mose av Grani. Kálfurinn vóg 48,6 kg og er óvenju bollangur. Kálfurinn hefur hlotið heitið Haukur nr 0013.  Í gær fæddist svo kvígukálfur undan Stóra Tígri og Letti av Nordstu og er hún alsystir Vísis, Týs og fleiri kálfa sem  Continue Reading »

Angus nautkálfarnir seldir

Tilboð í Angus nautkálfana voru opnuð í morgun. Alls bárust 12 tilboð en þau voru í alla kálfana. Dýrasti kálfurinn fór á 2.065 þúsund kr og sá sem var ódýrastur fór 1.350 þúsund kr. Alls voru kálfarnir seldir fyrir 8.952 þúsund kr og meðalverð því 1.790 þúsund kr. Allar tölur eru án vsk.  

Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá 1. júní

Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár verða óheimil frá og með 1. júní 2019 í samræmi við breytingar á búvörulögum sem samþykkt voru á Alþingi 15. maí sl. Við tekur innlausnarfyrirkomulag sem búnaðarstofa Matvælastofnunar mun annast, í samræmi við endurskoðun á sauðfjársamningi sem samþykktur var í upphafi ársins af stjórnvöldum og sauðfjárbændum

Tilboð í Angus nautkálfana

Í Bændablaðinu sem kom út 16. maí sl. er lýsing á Angus nautkálfunum sem boðnir eru til sölu frá Nautís. Hér má finna eyðublað til útfyllingar fyrir þá sem ætla að gera tilboð í kálfana ásamt lýsingu á þeim og reglum um útboðið. Tilboðum skal skila inn í síðasta lagi 31. maí merkt Nautgriparæktarmiðstöð Íslands,  Continue Reading »

Útboð á Angus nautkálfunum hjá Nautís

Í næsta Bændablaði sem kemur út 16. maí verða lýsingar á Angus nautkálfunum 5 sem boðnir verða til sölu ásamt upplýsingum um útboðsferlið. Nautin sem boðin verða til sölu eru; Vísir 18400 og Týr 18401. Þeir eru albræður  undan Lis Great Tigre og Letti av Nordstu. Draumur 18402 undan First Boyd fra Li og Lita  Continue Reading »

Kosning til Búnaðarþings

Á aðalfundi BSSL sem var haldinn á Hótel Dyrhólaey 12. apríl sl voru eftirtaldir aðilar kosnir til Búnaðarþings og ársfundar BÍ 2020-2021 Aðalmenn á Búnaðarþing til næst tveggja ára: Magnús Örn Sigurjónsson, Eystri Pétursey, Oddný Steina Valsdóttir, Butru, Ragnar M. Lárusson, Stóra-Dal, Trausti Hjálmarsson,   Austurhlíð, Jóhann Nikulásson, Hildisey, Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti. Gunnar Kr Eiríksson Túnsbergi  Continue Reading »

Aðalfundur BSSL

Aðalfundur Búnaðarsambandsins var haldinn á Hótel Dyrhólaey 12. apríl sl.  Á fundinn mættu 32 fulltrúar frá 25 aðildarfélögum. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var kosið til næstu þriggja ára um stjórnarmann og varamann hans úr Vestur-Skaftafellssýslu. Kosnir voru Björn Helgi Snorrason Kálfafelli sem aðalmaður og Magnús Örn Sigurjónsson Eystri-Pétursey sem varamaður. Stjórnin skipti með sér verkum og  Continue Reading »

Búum vel

Erindi sem fjalla um heilsu og vinnuvernd bænda. Fundur haldinn mánudaginn 15. apríl kl. 20.00 í Félagsheimilinu Brautarholti, Skeiðum. Dagskrá: Guðmundur Hallgrímsson:                     verkefnið „Búum vel“. Pétur Skarphéðinsson, læknir:              fjallar um vinnuumhverfi bænda. Hugrún Vignisdóttir, sálfræðingur.      þunglyndi og kvíði, byrjunareinkenni og hvað er til varnar. Kvenfélögin bjóða upp á veitingar í hléi. Hvetjum alla til  Continue Reading »

Draumur kominn yfir 400 kg

Aberdeen Angus kálfarnir í einangrunarstöðinni á Stóra Ármóti þroskast vel. Í dag 4. apríl fór  nautkálfurinn Draumur  í 402 kg þyngd en hann verður 7 mánaða um miðjan mánuðinn. Hann hefur þyngst um 1760 gr á dag frá fæðingu.  Næstur í þunga er Vísir með 383 kg og þyngsta kvígan er Birna sem er 323  Continue Reading »

back to top