Búnaðarsamband Suðurlands er þátttakandi í KOMPÁS þekkingarsamfélaginu

Við hjá BSSL erum stoltir þátttakendur í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu. KOMPÁS er öflugur samstarfsvettvangur fjölda fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga, háskóla, stéttarfélaga, fræðsluaðila og fleiri um miðlun og gerð hagnýtrar þekkingar. Með samstarfinu er búið að byggja upp verkfærakistu atvinnulífs og skóla. Verkfærakista sem fer sífellt stækkandi og inniheldur nú yfir 3.200 skjöl, reiknivélar, eyðublöð, gátlista, verkferla, handbækur  Continue Reading »

Snemma beygist krókurinn

Næstu daga verða þeir 16 Angus kálfar sem eru til á Nautís fluttir í 9 mánaða einangrun.  Til eru 6 naut og 10 kvígur. Elstu kálfarnir fæddust í lok febrúar og er því orðið tímabært að taka þá undan. Yngstu kálfarnir eru um mánaðargamlir  og munu þeir verða fluttir með mæðrum sínum í einangrunina.  Á  Continue Reading »

Umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur 2021

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna ræktunar á árinu 2021 í Afurð (www.afurd.is), greiðslukerfi landbúnaðarins (sjá Umsóknir). Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. október n.k.

Kynbótastöðin kaupir rafbíl

Kynbótastöðin hefur keypt rafbíl til að nota í sæðingum. Tesla Y fjórhjóladrifinn jepplingur með allt að 507 km drægni. Bílinn verður staðsettur á Hvolsvelli og mun Hermann Árnason og afleysingamenn nota bílinn. Hleðslustöð með sér notkunarmæli verður sett upp. Það verður fróðlegt að sjá rekstrarkostnað rafbílsins borið saman við sparneytnu jepplingana sem hafa komið út  Continue Reading »

Samræmingarnámskeið í lambadómum á Stóra Ármóti

Nú styttist í að hauststörfin hjá RML í lambadómum hefjist en í dag 30. ágúst er lömbum og fé smalað saman á Stóra Ármóti og lambadómarar og mælingamenn mæta þar á samræmingarnámskeið en ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi þess. Ekki er ástæða til að ætla annað en að lömb komi vel undan  Continue Reading »

Allar Angus kvígurnar hjá Nautís bornar

Um helgina bar síðasta Angus kvígan fædd 2019 og átti hún fallegt naut. Þá hafa 16 lifandi kálfar fæðst frá því í febrúar á þessu ári. Af þeim eru 13 undan Jens av Grani, 6 naut og 7 kvígur. Þá er að auki 3 kvígur undan Emil av Lillebakken sem fæddust í vor þannig að  Continue Reading »

Angus nautið Emmi 20401 óseldur

Þann 10 ágúst voru tilboðin í  Angus nautin opnuð.  Tilboð barst frá 2 bændum  og tóku þeir nautin Erp 20402 og Eðal 20403. Nautið Emmi 20401 er því óselt. Tilboðsfrestur í hann hefur verið framlengdur til 24. ágúst. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 30. ágúst kl 11:00. Möguleiki er á að senda inn tilboð á tölvupósti  Continue Reading »

Nýir hrútar á sauðfjársæðingastöð

Nýlega var farið í Austur-Skaftafellssýslu og náð í 2 nýja hrúta fyrir sauðfjársæðingastöðvarnar.  Báðir hrútarnir eru fæddir 2017, Svartur frá Hvammi í Lóni er undan Kletti 13-962 og er með 120 í kynbótaeinkunn fyrir gerð, 112 fyrir fitu, 108 fyrir frjósemi og 110 fyrir mjólkurlagni. Hinn hrúturinn Herkúles frá Hestgerði grár að lit og gefur  Continue Reading »

Angus nautin hjá Nautís boðin til sölu

Angus nautin 3 hjá Nautís frá 2020 verða nú boðin til sölu. Sæðistaka er hafin úr þeim  og fljótlega verður sæði úr þeim sem gefa nothæft sæði  til dreifingar. Myndin er af Eðali 20403 en hin nautin eru Emmi 20401 og Erpur 20402. Nánari lýsingar á nautunum ásamt útboðsreglum og eyðublaði til að bjóða í  Continue Reading »

Sæðistaka úr Angus nautunum frá 2020 hafin

Sæðistaka úr Angus nautunum 3 sem eru búin að vera 9 mánuði í einangrun hófst í byrjun júlí. Nautin sem um ræðir eru Emmi 20401, Erpur, 20402 og Eðall 20403. Þau eru ársgömul og vega um eða yfir 600 kg.  Öll eru undan Emil av Lillebakken 74028 sem er eitt af betri Angus nautum í  Continue Reading »

Sumarlokun á skrifstofu BSSl

Vegna sumarleyfa! Frá mánudeginum 5. júlí til og með föstudagsins 23. júlí, er skrifstofan lokuð . Við bendum á eftirfarandi símanúmer og heimasíður ef á þarf að halda: Búnaðarsamband Suðurlands bssl.is sumarlokun þessar vikur. Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins rml.is  Sími 516-5000 rml@rml.is Hafrannsóknastofnun, hafogvatn.is   Magnús sími 575-2620/840-6320. Benóný sími 575-2622/868-7657 Skógræktin, skogur.is, 470-2000 Moli tölvur og tækni,  Continue Reading »

Ræktum Ísland – Þingborg 14. júní

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur fundi um land allt fyrri hluta júnímánaðar til að ræða Ræktum Ísland! umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland við bændur og hagaðila og verður Með í för verða þau Björn Bjarnason og Hlédís H. Sveinsdóttir, sem mynda verkefnastjórn um landbúnaðarstefnu. Fleiri starfsmenn ráðuneytisins munu einnig taka þátt í fundunum.

Námskeið fyrir kúabændur á Suðurlandi.Beiðslisgreining og frjósemi mjólkurkúa

Námskeiðið er haldið af Búnaðarsambandi Suðurlands/Kynbótastöð ehf og verður á Stóra Ármóti fimmtudaginn 27.maí Kennari er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir Á námskeiðinu er fjallað um æxlunarlíffræði mjólkurkúa, skýrt út hvernig sæðing gengur fyrir sig, hvaða hormón stýra æxlunarferlinu, hvernig eggjastokkarnir breytast í gegnum gangferilinn. Gerð er grein fyrir hvernig frjósemi mjólkurkúa er háttað við íslenskar aðstæður,  Continue Reading »

Klaufsnyrting og góð klaufhirða

Birkir Þrastarson sér um klaufsnyrtingu fyrir sunnlenska kúabændur á vegum Kynbótastöðvar ehf. sími hans er 897-4482. Góð klaufhirða bætir almenna líðan kúnna og eykur jafnframt nyt þeirra. Víða erlendis hafa rannsóknir sýnt fram á aukningu í nyt um 5 – 8% og enginn vafi talinn á fjárhagslegum ávinningi af reglulegri klaufsnyrtingu. Í Þýskalandi hefur t.d. verið  Continue Reading »

Verðlaun fyrir afurðahæsta búið og afurðamestu kúna á Suðurlandi 2020

Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi þann 25. febrúar veitti Búnaðarsambandið verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2020 sem var hjá Fanneyju og Reyni Hurðarbaki  en meðalafurðir voru 8.445 kg/árskú Einnig fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020 sem var Ösp 1280, Birtingaholti 4 hjá Fjólu og Sigurði en hún mjólkaði 14.062 kg Þá voru veitt  Continue Reading »

Páskafrí frjótækna

Frjótæknar eru í fríi á stórhátíðardögum en þeir eru m.a. föstudagurinn langi og páskadagur sem nú eru 2. og 4. apríl. Aðrir stórhátíðardagar eru nýársdagur, hvítasunnudagur,  17. júní og jóladagur.

Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í nautgriparækt í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1252/2019, VIII. kafla. Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2020-2021 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 31. mars. Skilyrði fyrir veitingu fjárfestingastuðnings er að finna í 26. gr. reglugerðarinnar og eru vegna: Nýframkvæmda Endurbóta á eldri  Continue Reading »

Mjaltaþjónn á Stóra Ármót

Ákveðið var af stjórn Stóra Ármóts ehf að athuga með kaup á mjaltaþjóni fyrir kúabúið á Stóra Ármóti Gengið var til samninga við Landstólpa ehf um kaup á Fullwood Merlin2 mjaltaþjóni. Á myndinni má sjá Eirík Arnarsson sölustjóra Landstólpa og Svein Sigurmundsson framkvæmdastjóra Stóra Ármóts ehf með sitthvort samningseintakið um kaupin en mjaltaþjóninn er væntanlegur  Continue Reading »

Angus kvígurnar hjá Nautís farnar að bera

Angus kvígurnar frá árinu 2018 eru farnar að bera á einangrunarstöðinni á Stóra Ármóti. Fæddir eru 3 kálfar tvær kvígur og eitt naut og von á fleirum næstu daga. Kvígurnar voru sæddar með innfluttu sæði úr úrvalsnautinu Jens av Grani 74061. Burður gekk vel og hratt fyrir sig. Kálfarnir eru sprækir en fremur smáir enda  Continue Reading »

Fréttir frá Nautís

Aðalfundur Nautís var haldinn 12. febrúar. Þar voru lagðir fram til afgreiðslu reikningar síðustu tveggja ára ásamt skýrslu stjórnar. Baldur Helgi Benjamínsson flutti erindi sem fjallaði um af hverju Aberdeen Angus kynið varð fyrir valinu sem m.a. er vegna þess að kynið kemur vel út í samanburði við önnur holdanautakyn í umræðunni um loftslagsmál. Angus  Continue Reading »

back to top