Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 8. mars

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 8. mars á Hótel Selfossi og hefst kl 11.00 Á fundinum verður kosið um 2 fulltrúa á Búnaðarþing og um stjórnarmenn úr Árnessýslu auk hefðbundinna aðalfundarstarfa

Málefni sauðfjárræktarinnar – fundir

Búgreinaþing BÍ verður haldið dagana 22-23. febrúar. Deild sauðfjárbænda mun í aðdraganda þingsins halda opna fjarfundi fyrir félagsmenn þar sem farið verður yfir ýmis málefni. 10. janúar _ Framleiðsla og sala & Framundan í félagsstarfinu. 17. janúar _ Búvörusamningar – Áherslur í endurskoðun 24. janúar _ Framgangur verkefna – Áherslur í starfinu Alli fundir hefjast  Continue Reading »

Sauðfjársæðingar 2022

Sauðfjársæðingar gengu vel til 16. desember en þá versnaði heldur betur færð og veður og sendingar misfórust. Þátttaka var prýðileg framan af en minnkaði verulega í lokin. Alls var sent út sæði í 17.000 ær og ætla má miðað við nýtingu fyrri ára að um 11.000 ær hafi verið sæddar frá stöðinni. Mest notkun var  Continue Reading »

Hrútaskráin 2022-2023 er komin á vefinn

Hrútaskráin 2022-2023 er komin vefinn.  Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingastöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson RML.  Hægt verður að nálgast Hrútaskránna á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands um miðja næstu viku, en einnig minnum við á Haustfundi Sauðfjárrækarinnar sem eru sem hér segir: Mánudagur 21. nóvember Hótel Smáratún, Fljótshlíð kl. 13:30 Mánudagur 21. nóvember Hótel Selfoss  kl.  Continue Reading »

Haustfundir BSSL í sauðfjárrækt

Búnaðarsamband Suðurlands í samstarfi við RML og Sláturfélag Suðurlands heldur loksins aftur haustfundi í sauðfjárrækt, eftir óviðráðanlegt hlé síðustu ár.  Hrútaskráin 2022 verður þá komin í hús, þar sem ráðunautar RML lýsa kostum hrútanna. Fundirnir verða eins og undanfarin ár fjórir og mun Sláturfélag Suðurlands bjóða upp á veitingar á fundunum. Eyþór Einarsson frá Ráðgjafarmiðstöð  Continue Reading »

Tækifæri í kornrækt á Íslandi

Endurmenntun LBHÍ verður með námskeið um kornrækt 19. nóvember 2022 á Hvanneyri Umræða um aukna kornrækt hér á landi verður sífellt háværari. Endurmenntun LBHÍ býður því upp á námskeið sem hentar þeim sem vilja hefja kornrækt eða bæta við sig þekkingu á kornrækt og hafa reynslu af jarðvinnslu. Um er að ræða bóklegt námskeið þar  Continue Reading »

Samtal um öryggi

Samtal um öryggi er yfirskrift bændafunda sem Bændasamtök Íslands halda um allt land og byrjar ferðin í Borgarnesi 22. ágúst og endar 26. ágúst á Flúðum kl.16.00.  Þar gefst bændum tækifæri á að ræða stöðuna í landbúnaði, komandi búvörusamninga, afkomu, horfur og annað sem brennur á bændum.  Léttur hádegisverður verður í boði á hádegisfundunum og  Continue Reading »

Sæðistöku hjá Nautís 2022 lokið

Sæðistaka úr Angus holdanautunum frá 2021 hefur staðið yfir frá því í júní.  Tvö nautanna voru góð í sæðistöku og náðust rúmlega 3000 skammtar úr þeim. Þetta eru nautin Jóakim 21403 en úr honum náðust 1600 skammtar og Jenni 21405 sem gaf 1750 skammta. Dreifing á þessu sæði er hafin. Á myndinni má sjá Jóakim  Continue Reading »

Vel heppnuð Nök ráðstefna á Selfossi

Dagana 24 júlí til 27 júlí var haldin  ráðstefna á Hótel Selfossi í félagsskap sem hefur skammstöfunina NÖK en það stendur fyrir nordisk ökonomisk kvægavl. Þessi félagsskapur varð til í Falkenberg í Svíþjóð 1948 og hefur það markmið að styrkja norrænt samstarf í nautgriparækt og var þetta 37. ráðstefnan sem haldin er. Mikið hefur verið  Continue Reading »

Verðtilboð í einstaka gripi í útboðinu hjá Nautis

Angus tilboð 5. júlí 2022 Hér er yfirlit yfir tilboð í einstaka gripi. Hver aðili má einungis fá eitt naut og eina kvígu. Tilboðshafar buðu alltaf í fleiri en einn grip og var gefinn kostur á að segja sig frá tilboðum og geta þannig fengið ódýrari gripi ef þeir óskuðu svo.

Tilboð í Angus gripi hjá Nautís opnuð

Í morgun þriðjudaginn 5. júlí voru opnuð tilboð í þá 12 gripi hjá Nautís sem boðnir voru til kaups.  Alls bárust 18 tilboð. Allir gripirnir seldust og var meðalverð á nautunum 1.435 þúsund krónur, meðalverð á kálffullu kvígunum var 1.227 þúsund og ársgömlu kvígurnar seldust á 653 þúsund að meðaltali. Sæðistaka úr nautunum hefst í  Continue Reading »

Síðasti dagur til að skila inn tilboði í Angus gripi hjá Nautís

Í dag miðvikudaginn 29. júní er síðasti dagur til að póstleggja tilboð í þá Aberdeen Angus gripi hjá Nautís sem boðnir eru til kaups. Tilboðin verða opnuð 5. júlí. Það eru 7 naut og 5 kvígur sem eru til sölu og þar af eru 2 kvígurnar kálffullar og bera í nóvember. Allar upplýsingar um gripina  Continue Reading »

Sala á 12 Angus gripum hjá Nautís

Hér eru upplýsingar og lýsingar á þeim 12 Angus gripum sem eru til sölu hjá Nautís. Um er að ræða 7 naut það yngsta verður ársgamalt í lok ágúst en sá elsti er orðinn 19 mánaða. Þá eru einnig 5 kvígur til sölu og af þeim tvær sem eru kelfdar og bera í byrjun nóvember.  Continue Reading »

Erindi á aðalfundi Nautís 23. maí 2022

Aðalfundur Nautís verður mánudaginn 23. maí og hefst kl 10:00 með hefðbundnum aðalfundarstörfum. Erindum sem hefjast klukkan 12.00 verður streymt og má nálgast hlekkinn hér https://fb.me/e/7DDyb58cD Hvetjum við alla áhugasama um að fylgjast með áhugaverðum erindum, sem verða í þessari röð: Svein Eberhardt Ostmöe Höystad. Holdanautabúskapur í Noregi Kristian Heggelund ræktunarsérfræðingur hjá Tyr. Ræktunarstarf holdagripa í  Continue Reading »

Aðalfundur Nautís 23. maí

Aðalfundur Nautís verður mánudaginn 23. maí og hefst kl 10:00 með stuttri heimsókn í einangrunarstöðina Dagskrá; Stutt heimsókn í einangrunarstöðina Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr samþykkta Nautís Erindi Svein Eberhardt Ostmöe Höystad. Holdanautabúskapur í Noregi Kristian Heggelund ræktunarsérfræðingur hjá Tyr. Ræktunarstarf holdagripa í Noregi Jón Örn Ólafsson Nýjabæ. Ræktunarstarf í Nýjabæ Erindin hefjast kl 12:00 og  Continue Reading »

Fréttir frá Nautís

Það eru fæddir 15 kálfar í einangrunarstöðinni nú á útmánuðum og í vor. Þar af 6 naut og 9 kvígur. Burður hefur gengið vel og áberandi hvað holdakýrnar skila kálfunum fljótt frá sér.  Fyrstu 3 kálfarnir komu úr fósturvísum sem voru framleiddir á búinu og eru þeir kálfar undan Jens av Grani. Þá hafa fæðst  Continue Reading »

Félag kúabænda á Suðurlandi boðar til opins fundar í Hvolnum Hvolsvelli þann 27.apríl kl 13.

Gestir fundarins verða frá Bændasamtökum Íslands: Gunnar Þorgeirsson formaður, Vigdís Häsler framkvæmdastjóri, Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður kúabændadeildar og aðrir stjórnarmenn BÍ og BÍ kúabændur. Efni fundarins er starf Bændasamtaka Íslands í þágu bænda í nýju félagskerfi, auk þess sem fulltrúar BÍ standa fyrir svörum við því sem brennur á bændum er snýr að þeirra starfi.  Continue Reading »

Plæginganámskeið Stóra Ármóti 3. maí

Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands verður með verklegt námskeið í plægingum á Stóra-Ármóti, þriðjudaginn 3. maí kl. 14-17. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vinna við jarðrækt hverskonar og vilja bæta plægingartækni og læra að stilla saman plóg og dráttarvél. Á námskeiðinu læra þátttakendur að stilla saman dráttarvél og plóg. Auk þess er  Continue Reading »

Fagfundur sauðfjárræktarinnar 2022

Fagráð í sauðfjárrækt í samstarfi við BÍ, RML og LbhÍ boða til Fagfundar sauðfjárræktarinnar 2022 sem haldinn verður fimmtudaginn 7. apríl á Hvanneyri og verður sendur út í beinu streymi. Daginn fyrir fagfundinn verður haldinn rafrænn fundur um Alþjóðlegar rannsóknir tengdar riðu og og útrýmingu hennar á Íslandi, miðvikudaginn 6. apríl. Fundurinn er öllum opinn.  Continue Reading »

Girðingatjón í vetur

Komið hefur í ljós að á einhverjum bæjum varð nokkuð tjón á girðingum í vetur í miklu roki og ísingaveðri en skv lögum getur Bjargráðasjóður veitt mönnum styrki vegna slíkra tjóna. Hversu hár styrkur er og hvernig þetta er útfært er í höndum stjórnar sjóðsins á hverjum tíma. Fyrir tveimur árum þegar svipuð tjón komu  Continue Reading »

back to top