Fundur um frumvarp sem fjallar um innflutning á ófrystu kjöti

Fundur með Kristjáni Þór sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í félagsheimilinu Þingborg í Hraungerðishreppi á mánudagkvöld 25 febrúar kl. 20:00. Rætt um frumvarp um innflutning á ófrystu kjöti og stöðu landbúnaðarins almennt. Fundurinn er öllum opinn.

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi  2019 verður haldinn að Gunnarsholti   mánudaginn 25. febrúar n.k. og hefst kl. 12.00 Venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar.  Kosinn formaður félagsins. Kjósa skal  9 fulltrúa í félagsráð og 3 varamenn. Einnig verða kosnir 6 fulltrúar   á aðalfund LK. þann 22.mars 2019. Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri búnaðarstofu kemur og kynnir starfsemi stofnunarinnar  Continue Reading »

Opinn fagráðsfundur – Fagfundur sauðfjárræktarinnar í Bændahöllinni 1. mars frá kl 12:30 til 17:00

Dagskrá Af vettvangi fagráðs – Gunnar Þórarinsson, form. fagráðs Úr ræktunarstarfinu – Eyþór Einarsson, RML Framtíðar áherslur í sauðfjárrækt – sýn bænda Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti Jón Gíslason, Hofi Bjarki og Sigþór Sigurðssynir, Skarðaborg Rekstur sauðfjárbúa – Eyjólfur Ingvi Bjarnason og María Svanþrúður Jónsdóttir, RML Áhrifaþættir á haustþunga lamba – Jóhannes Sveinbjörnsson, Lbhí Vanhöld lamba, burðarerfiðleikar  Continue Reading »

Afsláttur á raforkuverði til félagsmanna BSSL

Í dag var undirritaður samningur milli Orkusölunnar og Búnaðarsambands Suðurlands um afslátt á raforkuverði til félagsmanna Búnaðarsambandsins. Afslátturinn er 15% frá orkutaxta auk þess sem fyrsti mánuður samningsins er endurgjaldslaus. Fyrir bú eins og Stóra Ármót þýðir þetta nærri 150 þúsund krónur á ári. Þar sem félagsmenn Búnaðarsambandsins eru rúmlega 1200 er ljóst að um  Continue Reading »

Vigtun hjá Nautís 7. febrúar

Aberdeen Angus kálfarnir hjá Nautís eru vigtaðir hálfsmánaðarlega og eru yfirleitt að þyngjast að meðaltali um 1,5 kg á dag.  Nautkálfurinn 09 Draumur hefur mikinn vaxtarhraða og er nú flest tímabil að vaxa um og yfir 2 kg. Frá fæðingu er meðalþynging hjá honum 1716 gr á dag. Meðalþynging allra kálfa frá fæðingu er 1341  Continue Reading »

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Hann á að vera í Vestur-Skaftafellsýslu og verður haldinn á Hótel Dyrhólaey föstudaginn 12. apríl. Á aðalfundinum skal kjósa til Búnaðarþings og stjórnarmann úr Vestur-Skaftafellssýslu.

Hækkun sæðingagjalda

Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur ákveðið að hækka gjald fyrir kúasæðingar sem hefur verið óbreytt frá fyrri hluta árs 2017. Ástæður eru miklar launahækkanir, aukin kostnaður við sæði og sæðingavörur, m.a vegna kostnaðar við Sperm Vital sæði. Til að mæta því eru sæðingagjöld hækkuð um rúm 20 %. Árgjald á grip hækkar úr 2900 kr í  Continue Reading »

Hækkun á gjaldskrá fyrir klaufsnyrtingu

Á síðasta ári var mikið viðhald á klaufsnyrtibásnum auk mikils rekstrarkostnaðar á bílnum sem básinn er í. Kostnaður við þetta tvennt var nærri 2,5 milljónir króna. Óhjákvæmilegt er að hækka komugjald í 25.000,- kr og tímagjald klaufsnyrta í 10.000,- kr frá og með 20. janúar 2019

Að lokinni sæðistökuvertíð

Sæðistökuvertíð þetta árið lauk í dag 21. desember. Þetta var 51. sæðistökuvertíð Sauðfjársæðingastöðvarinnar sem hóf starfsemi sína árið 1968. Veðrið var hagstætt og því gengu flutningar á hrútasæði að mestu vel en hvassviðri við suðurströndina setti aðeins strik í reikninginn. Sæðistakan gekk óvenju illa framan af vegna lakra sæðisgæða sem við kunnum ekki skýringar á.  Continue Reading »

Landbúnaðarsýning á Selfossi 1958 og 1978

Hjá Búnaðarsambandi Suðurlands fæst nú á ný diskurinn sem inniheldur Landbúnaðarsýningarnar á Selfossi 1958 og 1978.  Diskurinn kostar 3.000 kr. og bætist sendingarkostnaður ofaná. Hægt er að panta hann á bssl@bssl.is eða hringja í 480 1800.

Haustfundir sauðfjárræktarinnar samantekt

Árlegum haustfundum Búnaðarsambandsins um sauðfjárrækt á Suðurlandi er nú nýlokið og tókust fundirnir mjög vel.  Sláturfélag Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands buðu upp á kaffi á fundunum og Fóðurblandan og Jötunn Vélar gáfu þau verðlaun sem veitt voru. Þorsteinn Ólafsson var með erindi um frjósemi og hvað eigi að gera til að ná sem bestum árangri  Continue Reading »

Haustfundir BSSL 2018 í sauðfjárrækt

Hrútafundir eða haustfundir í sauðfjárrækt fara að bresta á og þá er verður Hrútaskráin 2018 komin í hús, en í henni eru lýsingar á hrútunum skrifaðar af sauðfjárráðunautum RML. Fundirnir verða haldnir sem hér segir: Miðvikudagur 21. nóvember Icelandair Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri kl. 13:30 Miðvikudagur 21. nóvember Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum kl. 20.00 Fimmtudagur 22 .nóvember í Félagslundi Flóahrepp   Continue Reading »

Hrútaskrá 2018-2019 vefútgáfa

Hrútaskráin 2018-2019 er nú aðgengileg á heimasíðunni. Haustfundir sauðfjárræktarinnar verða í næstu viku og verður Hrútaskránni dreift þar, ritstjóri eins og undanfarin ár er Guðmundur Jóhannesson ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Nú fer líka að líða að sauðfjársæðingavertíðinni sem hefst á jólaföstunni, en útsending sæðis frá sauðfjársæðingastöðvunum hefst 1. desember n.k. og mun standa til 20. desember  Continue Reading »

Kálfar hjá Nautís komnir í einangrun

Fimmtudaginn 4. október var einangrunarhluti Nautís á Stóra Ármóti tekinn í notkun. Þeir 12 kálfar sem fæddust í haust voru færðir þar inn, 7 kvígur og 5 naut. Einangrunartíminn er 9 mánuðir og lýkur því 4. júlí 2019. Í leiðinni voru kálfarnir vigtaðir og var 0001 Vísir þyngstur eða 91 kg og hafði hann þá  Continue Reading »

Íslenskur landbúnaður 2018

Stór landbúnaðarsýning verður í Laugardalshöll dagana 12. – 14. október næstkomandi.  Þar verða tæplega 100 sýnendur og fjöldin allur af alls kyns nýjungum og fyrirlestrar verða á laugardag og sunnudag. Sýningin hefst með opnunarhófi kl. 13.00 föstudaginn 12. okt. Þann dag er opnunartími 14.00–19.00, á laugardag 13. okt. 10.00–18.00 og sunnudag 14. okt. 10.00–17.00. Miðar  Continue Reading »

Fósturvísainnlögn hjá Nautís

Í gær fimmtudaginn 20. september hófst fósturvísainnlögn með fósturvísa sem komu til landsins í byrjun ágúst. Fósturvísarnir eru 38 að tölu og eru 13 undan nauti nr 74043 Hovin Hauk, 12 undan nauti nr 74029 Horgen Eirie og svo 13 fósturvísar sem teknir voru vorið 2017 undan nauti nr 74039 eða Stóra Tígri. Í gær  Continue Reading »

Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur

Búið er að opna fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur á Bændatorginu og er umsóknafrestur til 20. október n.k.  Skilyrði fyrir styrkveitingu eru fullnægjandi skil á jarðræktarskýrslu í Jörð (jord.is).  Búið er að einfalda umsóknarferlið nokkuð frá því í fyrra og helsta breytingin er að bóndi skilar einni umsókn inn í Bændatorgið, sem er með  Continue Reading »

Fréttir frá Nautís Stóra Ármóti

Kýrin Dallilja nr 374 bar í nótt tveimur kvígukálfum sem voru nefndar 0003 Steina sem var 35 kg og 0004 Sveina sem var 29 kg. Burðurinn gekk vel og heilsast öllum vel. Kvígurnar eru undan Stóra Tígri 74039 og Letti av Nordstu 532. Fyrir eru albræður þeirra 0001 Vísir og 0002 Týr. Þá er hafin  Continue Reading »

Fyrsti Angus kálfurinn fæddur

Í morgun 30. ágúst kl 5:13 fæddist fyrsti kálfurinn úr innfluttum fósturvísum af Aberdeen Angus kyni frá Noregi í einangrunarstöð Nautís á Stóra Ármóti. Nautkálfur sem hefur hlotið nafnið Vísir og er undan Stóra Tígri 74039. Á næstu dögum munu 10 kýr bera hreinræktuðum Angus kálfum. Þá verða settir upp þeir 42 fósturvísar sem til  Continue Reading »

Réttir á Suðurlandi haustið 2018

Fyrstu réttir haustsins á Suðurlandi, verða föstudaginn 7. september, en þá verður réttað í Fossrétt á Síðu, í Vestur-Skaftafellssýslu.  Á vef Bændsblaðsins er listi yfir allar fjár- og stóðréttir haustsins, sjá bbl.is. Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í listann og því alltaf best að hafa samband við heimamenn á hverjum  Continue Reading »

back to top