Egill Sigurðsson Berustöðum

Látinn er Egill Sigurðsson Berustöðum í Ásahreppi. Hann fæddist að Stokkalæk á Rangárvöllum en hóf búskap ásamt konu sinni Guðfríði Erlu Traustadóttur að Berustöðum 1979.  Egill tók virkan þátt í félagsmálum bænda og sveitastjórnarmálum. Eg­ill var í stjórn Mjólk­ur­bús Flóa­manna 2003-2005,  í stjórn MS-Auðhumlu frá 2005 til 2018, þar af sem stjórn­ar­formaður Auðhumlu frá 2007  Continue Reading »

Hækkun sæðingagjalda

Búnaðarþing og búgreinaþing kúabænda  2022 lögðu til að tekin yrði upp ein gjaldskrá og kostnaður við sæðingar jafnaður til fulls. Á síðasta ári var því unnið að því að leggja mat á sæðingakostnað á landinu með það að markmiði að allir bændur á landinu greiði sama gjald fyrir sæðinguna og að sama gjaldskrá gildi yfir  Continue Reading »

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn þriðjudaginn 5. mars að Hótel Fljótshlíð Smáratúni. Á fundinum verða tekin fyrir hefðbundin aðalfundarstörf. Þá þarf að kjósa 2 fulltrúa á Búnaðarþing sem verður 14-15. mars á Hótel Natura og um stjórnarmenn og varamenn þeirra úr Rangárvallasýslu

Sæðistökuvertíð 2023 lokið í Þorleifskoti

Útsent sæði frá Kynbótastöð ehf var í 23.270 ær og miðað við 65% nýtingu þá eru sæddar ær rúmlega 15 þúsund ær og því  líklega um eða yfir 30 þúsund ær sæddar þetta árið á landinu öllu. Efstu hrútar með útsent sæði er Birkiland í 1730 ær, Gimsteinn í 1530 ær, Fannar 1485 ær, Kátur  Continue Reading »

Styrkir vegna sauðfjársæðinga – hvati til notkunar á verndandi hrútum

Ákveðið hefur verið að greiða styrki til bænda sem nota hrúta með verndandi og/eða mögulega verndandi arfgerðir. Styrkirnir eru hugsaðir til að hvetja til notkunar á hrútum með þessar arfgerðir og þar með hvetja til innleiðingar á verndandi arfgerðum m.t.t. riðumótstöðu. Matvælaráðuneytið leggur fram fjármagn og mun ráðuneytið einnig sjá um að greiða út styrkina  Continue Reading »

Hæst stiguðu lambhrútarnir á Suðurlandi

Á meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir efstu lambhrútana á Suðurlandi í lambhrútaskoðun hjá RML. En efsti hrúturinn yfir svæðið er frá Hannesi Þór Ottesen Dísarstöðum. Hann er undan Fróða 18-880 og hlaut í heildareinkunn 91,5 stig. Á myndinni má sjá eigendur 5 efstu lambhrútana í Árnessýslu Efstu-bu-2023

Djúpfrysting á hrútasæði

Djúpfrysting á hrútasæði hófst um miðjan nóvember og að 6 sæðistökudögum liðnum höfðu náðst nærri 1900 skammtar. Sæðisgæði voru mikil og sæðið þoldi frystingu mun betur en fyrri ár. Ástæður eru m.a. nýr blöndunarvökvi sem er að reynast vel. Lambhrútarnir sem eru 17 að tölu reyndust allir góðir í sæðistöku en svo á eftir að  Continue Reading »

Vel heppnaðir hrútafundir

Vel heppnaðir hrútafundir voru haldnir 20. og 21. nóvember og mættu alls 130 manns á þá. Veitt voru verðlaun fyrir 5 efst lambhrútana í hverri sýslu og voru verðlaunaplattarnir í boði Líflands. Sláturfélagið gaf kaffiveitingarnar og eru þessum aðilum þakkað mikið vel fyrir. Eyþór Einarsson fór yfir hrútakost stöðvarinnar í Þorleifskoti og var hrútaskránni dreift  Continue Reading »

Hrútafundir

Fundir um ræktunarstarf í sauðfjárrækt, hrútakostinn á sauðfjársæðingastöðinni auk verðlaunaveitinga fyrir efstu lambhrútana í hverri sýslu verða sem hér segir Mánudaginn 20. nóvember Stracta Hótel Hellu kl 20:00 fyrir Árnes- og Rangárvallasýslur Þriðjudaginn 21. nóvember Hótel Klaustri kl 12:00 fyrir Vestur-Skaftafellssýslu Þriðjudaginn 21. nóvember Hrollaugsstaðir kl 20:00 fyrir Austur-Skaftafellssýslu Á myndinni má sjá Atlas 23-924  Continue Reading »

Hrútaskráin er komin á netið

Mánudaginn 13 nóvember tókst að koma hrútaskránni í prentun og þar með er hægt að nálgast hana á netinu.  Lýsingar og umsagnir hrúta hafa skrifað þeir Árni Brynjar Bragason, Fanney Ólöf Lárusdóttir og Eyþór Einarsson. Myndir í skránni eru eftir Höllu Eyglóu Sveinsdóttur og Anton Torfa Bergsson. Greinar í skránni eru eftir þau Eyþór Einarsson,  Continue Reading »

Haustskýrslum skal skilað fyrir 20 nóvember

Í  samræmi við 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013, er öllum umráðamönnum búfjár skylt að skila árlega rafrænni haustskýrslu í Bústofn, eigi síðar en 20. nóvember. Í haustskýrslunni skal koma fram fjöldi ásetts búfjár af hverri tegund, allt búfé í hagagöngu og á hvaða jörð eða landspildu. Einnig skal koma fram gróffóðursuppskera af hefðbundnum  Continue Reading »

Lambhrútar á sauðfjársæðingastöðvunum

Nú í haust hafa verið valdir og teknir inn á sauðfjársæðingastöðvarnar 17 lambhrútar. Þar af 15 með ARR arfgerðina og einn af þeim arfhreinn, en 2 lambhrútar með T137. Lömbin eru flest prýðilega framgengin og fengu góða dóma í lambaskoðun.  Það eru 9 kollóttir og 8 hyrndir. Ekki er mikil reynsla á stöðvunum af sæðistöku  Continue Reading »

Heilbrigður jarðvegur – betri uppskera

Þróun plöntuverndarvara – virkni og notkun

Ræktun gegn riðu

  Ræktun gegn riðu – fræðslufundur mánudagskvöldið 30. október í Þingborg kl 20:00 Fræðslufundir með Dr. Vincent Béringue og sérfræðingum frá RML, MAST, Keldum og LBHÍ. Mikið hefur áunnist á síðustu tveim árum sem tengist baráttunni við riðuveiki. Stóraukin þekking á þeim arfgerðum sem íslenska sauðkindin býr yfir m.t.t. næmi gegn riðu hefur skapað grundvöll  Continue Reading »

Dagur sauðkindarinnar á Hvolsvelli 14. október

Dýralæknir til starfa hjá Nautastöðinni

Höskuldur Jensson dýralæknir hefur verið ráðin til starfa hjá Nautastöð BÍ og mun hann einnig sinna störfum fyrir Nautís Meginverkefni Höskuldar verða gæðastýring á báðum stöðum, ráðgjöf við frjótækna og endurmenntun. Námskeiðahald fyrir bændur um frjósemi búfjár og innleiðing nýrra verkefna svo sem flutningur fósturvísa og undirbúningur fyrir kyngreiningu nautasæðis. Höskuldur hefur þegar hafið störf.  Continue Reading »

Bústjóri hjá Nautís

Fyrirtækið Nautís sem rekur einangrunarstöð fyrir Aberdeen Angus holdagripi að Stóra Ármóti Flóahreppi óskar að ráða bústjóra til að sjá um búið frá næstu áramótum Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af kúabúskap eða umhirðu nautgripa, ásamt því að hafa búfræðipróf eða sambærilega menntun Nauðsynlegt að búseta sé nærri holdanautabúinu Umsóknarfrestur er til 1. október Allar  Continue Reading »

Endurmenntun frjótækna

Síðasta haust fóru 15 íslenskir frjótæknar á endurmenntunarnámskeið hjá Viking Genetics í Álaborg í Danmörku. Námskeiðið sem stóð í rúma 3 daga var í alla staði mjög vel heppnað.  Í 2 daga var verið í sláturhúsi og farið vel yfir líffæra og lífeðlisfræði legsins. Þá var 1 dagur með frjótækni um nærliggjandi sveitir.  Í haust  Continue Reading »

Tilboð í holdagripi hjá Nautís

Þriðjudaginn 4. júlí voru tilboð í holdagripi hjá Nautís opnuð. Alls bárust tilboð frá 14 rekstraraðilum. Tilboðin í nautin voru frá lágmarksverði og upp í kr 1.550.000,- Tilboðin í kvígurnar voru frá lágmarksverði og upp í kr 750.000,- Nautin eru til afhendingar um leið og sæðistöku lýkur en kvígurnar eru til afhendingar strax

back to top