Búum vel

Erindi sem fjalla um heilsu og vinnuvernd bænda. Fundur haldinn mánudaginn 15. apríl kl. 20.00 í Félagsheimilinu Brautarholti, Skeiðum. Dagskrá: Guðmundur Hallgrímsson:                     verkefnið „Búum vel“. Pétur Skarphéðinsson, læknir:              fjallar um vinnuumhverfi bænda. Hugrún Vignisdóttir, sálfræðingur.      þunglyndi og kvíði, byrjunareinkenni og hvað er til varnar. Kvenfélögin bjóða upp á veitingar í hléi. Hvetjum alla til  Continue Reading »

Draumur kominn yfir 400 kg

Aberdeen Angus kálfarnir í einangrunarstöðinni á Stóra Ármóti þroskast vel. Í dag 4. apríl fór  nautkálfurinn Draumur  í 402 kg þyngd en hann verður 7 mánaða um miðjan mánuðinn. Hann hefur þyngst um 1760 gr á dag frá fæðingu.  Næstur í þunga er Vísir með 383 kg og þyngsta kvígan er Birna sem er 323  Continue Reading »

Fræðslu og kynningarfundir um heyverkun

Fyrirhugaðir eru fræðslu og kynningarfundir um heyverkun undir yfirskriftinni Gætir þú náð meiri gæðum í heyin ? Það er Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir Dýralæknamiðstöðinni Hellu sem stendur fyrir fundunum en ásamt honum mun Henk Van Bergen bóndi og sérfræðingur í heyverkun verða með erindi. Fundirnir verða sem hér segir; Hótel Varmahlíð, Skagafirði þriðjudaginn 2. apríl  Continue Reading »

Afsláttur á raforkuverði til félagsmanna BSSL

Eins og fram hefur komið undirrituðu Búnaðarsamband Suðurlands og Orkusalan samning um 15% afslátt til félagsmanna BSSL frá raforkuverði nú í lok janúar. Til að virkja kjörin þarf að hafa samband við Orkusöluna í síma 4221000 eða senda póst á orkusalan@orkusalan.is  og taka fram að viðkomandi sé félagsmaður í Búnaðarsambandi Suðurlands. Einnig er hægt að  Continue Reading »

BÆNDAHÁTÍÐ Á HÓTEL ÖRK

Bændahátíð á Hótel Örk hefst kl. 20.00 – miðapantanir neðst á síðunni   Skemmtiatriði:  Sólmundur Hólm Tónlistaratriði Hjörtur Benediktsson fer með gamanmál Ballhljómsveitin Allt í einu Þriggja rétta máltíð á Hótel Örk Matseðill Forréttur Léttsteiktur humar á salatbeði, marineraðir tómatar og sítrónusósa Aðalréttur Hægeldaður lambahryggvöðvi, kartöfluterrine, bakað rótargrænmeti og jurtasósa Eftirréttur Skyrostakaka, bláber, hafrar og sítrónusorbet Veislustjóri er Guðrún Hafsteinsdóttir,  Continue Reading »

Ársfundur BÍ 15. mars – ráðstefna og bændahátíð

Ársfundur Bændasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Örk í Hveragerði föstudaginn 15. mars nk. Í kjölfar fundarins verður haldin ráðstefna þar sem meðal annars verður fjallað um sérstöðu íslensks landbúnaðar, smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi, lífræna ræktun og nýsköpun til sveita. Um kvöldið verður haldin bændahátíð þar sem íslenskar búvörur verða í öndvegi og dansað fram á  Continue Reading »

Viðurkenningar BSSL á aðalfundi FKS

Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi sem var haldinn í Gunnarsholti 25. febrúar veitti Búnaðarsambandið eftirtöldum aðilum viðurkenningar fyrir góðan árangur í nautgriparækt árið 2018 Fyrir afurðamesta búið í verðefnum fengu Guðrún og Garðar Hólmi í Austur Landeyjum Huppustyttuna. Afurðir búsins voru 8.192 kg mjólkur og 624 kg MFP Fyrir Afurðahæstu kúna fengu Sigurður og  Continue Reading »

Fundur um frumvarp sem fjallar um innflutning á ófrystu kjöti

Fundur með Kristjáni Þór sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í félagsheimilinu Þingborg í Hraungerðishreppi á mánudagkvöld 25 febrúar kl. 20:00. Rætt um frumvarp um innflutning á ófrystu kjöti og stöðu landbúnaðarins almennt. Fundurinn er öllum opinn.

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi  2019 verður haldinn að Gunnarsholti   mánudaginn 25. febrúar n.k. og hefst kl. 12.00 Venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar.  Kosinn formaður félagsins. Kjósa skal  9 fulltrúa í félagsráð og 3 varamenn. Einnig verða kosnir 6 fulltrúar   á aðalfund LK. þann 22.mars 2019. Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri búnaðarstofu kemur og kynnir starfsemi stofnunarinnar  Continue Reading »

Opinn fagráðsfundur – Fagfundur sauðfjárræktarinnar í Bændahöllinni 1. mars frá kl 12:30 til 17:00

Dagskrá Af vettvangi fagráðs – Gunnar Þórarinsson, form. fagráðs Úr ræktunarstarfinu – Eyþór Einarsson, RML Framtíðar áherslur í sauðfjárrækt – sýn bænda Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti Jón Gíslason, Hofi Bjarki og Sigþór Sigurðssynir, Skarðaborg Rekstur sauðfjárbúa – Eyjólfur Ingvi Bjarnason og María Svanþrúður Jónsdóttir, RML Áhrifaþættir á haustþunga lamba – Jóhannes Sveinbjörnsson, Lbhí Vanhöld lamba, burðarerfiðleikar  Continue Reading »

Afsláttur á raforkuverði til félagsmanna BSSL

Í dag var undirritaður samningur milli Orkusölunnar og Búnaðarsambands Suðurlands um afslátt á raforkuverði til félagsmanna Búnaðarsambandsins. Afslátturinn er 15% frá orkutaxta auk þess sem fyrsti mánuður samningsins er endurgjaldslaus. Fyrir bú eins og Stóra Ármót þýðir þetta nærri 150 þúsund krónur á ári. Þar sem félagsmenn Búnaðarsambandsins eru rúmlega 1200 er ljóst að um  Continue Reading »

Vigtun hjá Nautís 7. febrúar

Aberdeen Angus kálfarnir hjá Nautís eru vigtaðir hálfsmánaðarlega og eru yfirleitt að þyngjast að meðaltali um 1,5 kg á dag.  Nautkálfurinn 09 Draumur hefur mikinn vaxtarhraða og er nú flest tímabil að vaxa um og yfir 2 kg. Frá fæðingu er meðalþynging hjá honum 1716 gr á dag. Meðalþynging allra kálfa frá fæðingu er 1341  Continue Reading »

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Hann á að vera í Vestur-Skaftafellsýslu og verður haldinn á Hótel Dyrhólaey föstudaginn 12. apríl. Á aðalfundinum skal kjósa til Búnaðarþings og stjórnarmann úr Vestur-Skaftafellssýslu.

Hækkun á gjaldskrá fyrir klaufsnyrtingu

Á síðasta ári var mikið viðhald á klaufsnyrtibásnum auk mikils rekstrarkostnaðar á bílnum sem básinn er í. Kostnaður við þetta tvennt var nærri 2,5 milljónir króna. Óhjákvæmilegt er að hækka komugjald í 25.000,- kr og tímagjald klaufsnyrta í 10.000,- kr frá og með 20. janúar 2019

Að lokinni sæðistökuvertíð

Sæðistökuvertíð þetta árið lauk í dag 21. desember. Þetta var 51. sæðistökuvertíð Sauðfjársæðingastöðvarinnar sem hóf starfsemi sína árið 1968. Veðrið var hagstætt og því gengu flutningar á hrútasæði að mestu vel en hvassviðri við suðurströndina setti aðeins strik í reikninginn. Sæðistakan gekk óvenju illa framan af vegna lakra sæðisgæða sem við kunnum ekki skýringar á.  Continue Reading »

Landbúnaðarsýning á Selfossi 1958 og 1978

Hjá Búnaðarsambandi Suðurlands fæst nú á ný diskurinn sem inniheldur Landbúnaðarsýningarnar á Selfossi 1958 og 1978.  Diskurinn kostar 3.000 kr. og bætist sendingarkostnaður ofaná. Hægt er að panta hann á bssl@bssl.is eða hringja í 480 1800.

Haustfundir sauðfjárræktarinnar samantekt

Árlegum haustfundum Búnaðarsambandsins um sauðfjárrækt á Suðurlandi er nú nýlokið og tókust fundirnir mjög vel.  Sláturfélag Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands buðu upp á kaffi á fundunum og Fóðurblandan og Jötunn Vélar gáfu þau verðlaun sem veitt voru. Þorsteinn Ólafsson var með erindi um frjósemi og hvað eigi að gera til að ná sem bestum árangri  Continue Reading »

Haustfundir BSSL 2018 í sauðfjárrækt

Hrútafundir eða haustfundir í sauðfjárrækt fara að bresta á og þá er verður Hrútaskráin 2018 komin í hús, en í henni eru lýsingar á hrútunum skrifaðar af sauðfjárráðunautum RML. Fundirnir verða haldnir sem hér segir: Miðvikudagur 21. nóvember Icelandair Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri kl. 13:30 Miðvikudagur 21. nóvember Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum kl. 20.00 Fimmtudagur 22 .nóvember í Félagslundi Flóahrepp   Continue Reading »

Hrútaskrá 2018-2019 vefútgáfa

Hrútaskráin 2018-2019 er nú aðgengileg á heimasíðunni. Haustfundir sauðfjárræktarinnar verða í næstu viku og verður Hrútaskránni dreift þar, ritstjóri eins og undanfarin ár er Guðmundur Jóhannesson ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Nú fer líka að líða að sauðfjársæðingavertíðinni sem hefst á jólaföstunni, en útsending sæðis frá sauðfjársæðingastöðvunum hefst 1. desember n.k. og mun standa til 20. desember  Continue Reading »

Kálfar hjá Nautís komnir í einangrun

Fimmtudaginn 4. október var einangrunarhluti Nautís á Stóra Ármóti tekinn í notkun. Þeir 12 kálfar sem fæddust í haust voru færðir þar inn, 7 kvígur og 5 naut. Einangrunartíminn er 9 mánuðir og lýkur því 4. júlí 2019. Í leiðinni voru kálfarnir vigtaðir og var 0001 Vísir þyngstur eða 91 kg og hafði hann þá  Continue Reading »

back to top