Hækkun sæðingagjalda

Búnaðarþing og búgreinaþing kúabænda  2022 lögðu til að tekin yrði upp ein gjaldskrá og kostnaður við sæðingar jafnaður til fulls. Á síðasta ári var því unnið að því að leggja mat á sæðingakostnað á landinu með það að markmiði að allir bændur á landinu greiði sama gjald fyrir sæðinguna og að sama gjaldskrá gildi yfir landið.  Niðurstaða rekstraraðila kúasæðinganna var að taka upp gripagjaldið sem hefur verið notað á Suðurlandi um áratugaskeið. Í lok ársins var svo reglugerð nr 348 um stuðning í nautgriparækt breytt, þannig að meira fjármagn rennur á þau svæði þar sem sæðingarnar eru dýrari vegna meiri aksturs. Þess vegna og vegna almennra verðhækkana hækka sæðingagjöld á Suðurlandi um 1.000 kr á grip á ári eða úr 5.500 kr/grip í 6.500 kr/grip. Gripagjaldið stundum nefnt áskriftargjald er fundið út frá fjölda árskúa um áramót að viðbættum 25 % fyrir kvígur. Þannig er bú með 50 árskýr að greiða af 62,5 gripum. Ársgjaldið er því 406.250 kr án vsk sem þýðir 67.708 kr á 2ja mánaða fresti og hækkun um 62.500 kr á ársgrunni eða um rúmar 5.000 kr á mánuði


back to top