Vel heppnaðir hrútafundir

Vel heppnaðir hrútafundir voru haldnir 20. og 21. nóvember og mættu alls 130 manns á þá. Veitt voru verðlaun fyrir 5 efst lambhrútana í hverri sýslu og voru verðlaunaplattarnir í boði Líflands. Sláturfélagið gaf kaffiveitingarnar og eru þessum aðilum þakkað mikið vel fyrir. Eyþór Einarsson fór yfir hrútakost stöðvarinnar í Þorleifskoti og var hrútaskránni dreift um leið. Þá ræddi Sveinn Sigurmundsson um sauðfjársæðingar, Fanney Ólöf fór yfir efstu lambhrútana í hverri sýslu og Eyþór fjallaði að lokum um ýmis atriði í sauðfjárræktinni ásamt því að útskýra ræktunaráætlun næstu ára sem miðar að því að innleiða ARR arfgerðina ásamt fleiri mögulega verndandi arfgerðum.


back to top