Djúpfrysting á hrútasæði

Djúpfrysting á hrútasæði hófst um miðjan nóvember og að 6 sæðistökudögum liðnum höfðu náðst nærri 1900 skammtar. Sæðisgæði voru mikil og sæðið þoldi frystingu mun betur en fyrri ár. Ástæður eru m.a. nýr blöndunarvökvi sem er að reynast vel. Lambhrútarnir sem eru 17 að tölu reyndust allir góðir í sæðistöku en svo á eftir að koma í ljós hvernig þeir standa sig í sæðistökuvertíðinni þegar að það fer að reyna á þá.

Á myndinni má sjá Gullmolasoninn Birkiland 23-927 frá Austurhlíð  Hér er svo skrá yfir frosið sæði frá því í haust Birgðir frosið 2023


back to top