Tilboð í holdagripi hjá Nautís

Þriðjudaginn 4. júlí voru tilboð í holdagripi hjá Nautís opnuð. Alls bárust tilboð frá 14 rekstraraðilum. Tilboðin í nautin voru frá lágmarksverði og upp í kr 1.550.000,- Tilboðin í kvígurnar voru frá lágmarksverði og upp í kr 750.000,- Nautin eru til afhendingar um leið og sæðistöku lýkur en kvígurnar eru til afhendingar strax

Sala á 11 holdagripum hjá Nautís

Hér eru upplýsingar og lýsingar á þeim 11 Angus gripum sem eru til sölu hjá Nautís ásamt tilboðsblöðum og reglum um tilboðið. Um er að ræða 4 naut sem eru að verða 14 mánaða. Þá eru einnig 7 kvígur til sölu og af þeim tvær sem eru tilkomnar með fósturvísaflutningum og eru á Stóra Ármóti.  Continue Reading »

Burður, sæðistaka og fósturvísaskolun hjá Nautís

Burður hófst hjá Nautís 20. apríl en síðan þá hafa fæðst 15 kálfar. Nautin eru 9 og kvígurnar 6. Kálfarnir eru undan Laurens av Krogdal en nú er fyrsti kálfurinn undan Manitu av Höystad fæddur og er hann með öðru yfirbragði, stærri og háfættari. Sæðistaka er hafin og náðist sæði úr þremur af fjórum nautum  Continue Reading »

Fréttir frá Nautís Sala á holdagripum

Nú verða 4 naut og 7 kvígur boðin til kaups hjá Nautís. Kynning á þeim mun fara fram í Bændablaðinu sem kemur út 22. júní. Nautin og flestar kvígurnar eru undan Laurens av Krogdal sem gefur lágfætta en holdmikla gripi. Allir virðast gripirnir meðfærilegir með gott geðslag þó eðlilega sé einhver munur á þeim. Þeir  Continue Reading »

Möguleiki á fyrirframgreiðslu vegna kornræktar – Umsóknarfrestur til 15. júní

Þann 1. júní sl. var opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur. Um er að ræða valkvæða fyrirframgreiðslu vegna kornræktar. Þeir sem sækja um, stofna jarðræktarumsókn og skrá upplýsingar um sáningu á korni, í síðasta lagi 15. júní fá fyrirframgreiðslu. Miðast fyrirframgreiðslan að jafnaði við 25% af einingaverði á hektara jarðræktarstyrks ársins á undan. Ekki  Continue Reading »

Dómar á holdagripum hjá Nautís

Þær Ditte Clausen og Linda Margrét Gunnnarsdóttir RML komu í heimsókn til Nautís til að dæma og meta þá holdagripi sem eru í einangrun þar. Um er að ræða 5 naut og 11 kvígur en nautin og amk 7 kvígur verða boðnar til kaups fljótlega. Þær stöllur fóru til Noregs á dögunum til að læra  Continue Reading »

Stofnun kornsamlags á Suðurlandi

Búnaðarsamband Suðurlands boðar kornbændur á Suðurlandi til fundar í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi miðvikudaginn 26. apríl nk. kl. 14. Undirbúningsvinna hefur verið í höndum Orkideu sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi ásamt nokkrum kornbændum.   Á dagskrá er eftirfarandi: Stofnun kornsamlags. Farið yfir kosti starfsemi kornsamlags fyrir greinina, t.d. samræmdar gæðareglur o.fl. Stofnun undirbúningsfélags  Continue Reading »

Nýr Klaufsnyrtibás

Kynbótastöðin keypti klaufsnyrtibás frá Hydra Klov í Danmörku nú í febrúar. Gamli básinn hafði verið í notkun frá árinu 2006 og þurfti endurnýjunar við. Klaufsnyrtirinn Birkir Þrastarson fór auk þess á endurmenntunarnámskeið í Danmörku á dögunum og var dag með reyndum klaufsnyrti. Á myndinni má sjá nýja básinn og Birki Þrastarson að snyrta klaufir.

Skýrsla um eflingu kornræktar kynnt á opnum fundi 15. mars

Opinn kynningarfundur um skýrslu um eflingu kornræktar verður haldinn á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík miðvikudaginn 15. mars kl. 11. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun setja fundinn. Mikilvægi innlendrar kornræktar hefur aukist verulega í takti við aukið vægi fæðuöryggis síðustu misseri og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kemur fram að unnin verði aðgerðaáætlun um eflingu kornræktar  Continue Reading »

Hækkun sæðingagjalda

Nú um áramótin hækka sæðingagjöld á grip úr 5.100 kr/ári í 5.520 kr/grip á ári. Ástæður eru verðlagshækkanir m.a. á sæði og sæðingavörum og ekki síst launahækkanir. Bú sem er með 50 gripi borgar því 276.000 kr/ári í sæðingagjöld sem er hækkun um 21.000 kr/ári eða 3.500 kr við innheimtu sem er annan hvern mánuð.   Continue Reading »

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 8. mars

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 8. mars á Hótel Selfossi og hefst kl 11.00 Á fundinum verður kosið um 2 fulltrúa á Búnaðarþing og um stjórnarmenn úr Árnessýslu auk hefðbundinna aðalfundarstarfa

Málefni sauðfjárræktarinnar – fundir

Búgreinaþing BÍ verður haldið dagana 22-23. febrúar. Deild sauðfjárbænda mun í aðdraganda þingsins halda opna fjarfundi fyrir félagsmenn þar sem farið verður yfir ýmis málefni. 10. janúar _ Framleiðsla og sala & Framundan í félagsstarfinu. 17. janúar _ Búvörusamningar – Áherslur í endurskoðun 24. janúar _ Framgangur verkefna – Áherslur í starfinu Alli fundir hefjast  Continue Reading »

Sauðfjársæðingar 2022

Sauðfjársæðingar gengu vel til 16. desember en þá versnaði heldur betur færð og veður og sendingar misfórust. Þátttaka var prýðileg framan af en minnkaði verulega í lokin. Alls var sent út sæði í 17.000 ær og ætla má miðað við nýtingu fyrri ára að um 11.000 ær hafi verið sæddar frá stöðinni. Mest notkun var  Continue Reading »

Hrútaskráin 2022-2023 er komin á vefinn

Hrútaskráin 2022-2023 er komin vefinn.  Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingastöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson RML.  Hægt verður að nálgast Hrútaskránna á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands um miðja næstu viku, en einnig minnum við á Haustfundi Sauðfjárrækarinnar sem eru sem hér segir: Mánudagur 21. nóvember Hótel Smáratún, Fljótshlíð kl. 13:30 Mánudagur 21. nóvember Hótel Selfoss  kl.  Continue Reading »

Haustfundir BSSL í sauðfjárrækt

Búnaðarsamband Suðurlands í samstarfi við RML og Sláturfélag Suðurlands heldur loksins aftur haustfundi í sauðfjárrækt, eftir óviðráðanlegt hlé síðustu ár.  Hrútaskráin 2022 verður þá komin í hús, þar sem ráðunautar RML lýsa kostum hrútanna. Fundirnir verða eins og undanfarin ár fjórir og mun Sláturfélag Suðurlands bjóða upp á veitingar á fundunum. Eyþór Einarsson frá Ráðgjafarmiðstöð  Continue Reading »

Tækifæri í kornrækt á Íslandi

Endurmenntun LBHÍ verður með námskeið um kornrækt 19. nóvember 2022 á Hvanneyri Umræða um aukna kornrækt hér á landi verður sífellt háværari. Endurmenntun LBHÍ býður því upp á námskeið sem hentar þeim sem vilja hefja kornrækt eða bæta við sig þekkingu á kornrækt og hafa reynslu af jarðvinnslu. Um er að ræða bóklegt námskeið þar  Continue Reading »

Samtal um öryggi

Samtal um öryggi er yfirskrift bændafunda sem Bændasamtök Íslands halda um allt land og byrjar ferðin í Borgarnesi 22. ágúst og endar 26. ágúst á Flúðum kl.16.00.  Þar gefst bændum tækifæri á að ræða stöðuna í landbúnaði, komandi búvörusamninga, afkomu, horfur og annað sem brennur á bændum.  Léttur hádegisverður verður í boði á hádegisfundunum og  Continue Reading »

Sæðistöku hjá Nautís 2022 lokið

Sæðistaka úr Angus holdanautunum frá 2021 hefur staðið yfir frá því í júní.  Tvö nautanna voru góð í sæðistöku og náðust rúmlega 3000 skammtar úr þeim. Þetta eru nautin Jóakim 21403 en úr honum náðust 1600 skammtar og Jenni 21405 sem gaf 1750 skammta. Dreifing á þessu sæði er hafin. Á myndinni má sjá Jóakim  Continue Reading »

Vel heppnuð Nök ráðstefna á Selfossi

Dagana 24 júlí til 27 júlí var haldin  ráðstefna á Hótel Selfossi í félagsskap sem hefur skammstöfunina NÖK en það stendur fyrir nordisk ökonomisk kvægavl. Þessi félagsskapur varð til í Falkenberg í Svíþjóð 1948 og hefur það markmið að styrkja norrænt samstarf í nautgriparækt og var þetta 37. ráðstefnan sem haldin er. Mikið hefur verið  Continue Reading »

Verðtilboð í einstaka gripi í útboðinu hjá Nautis

Angus tilboð 5. júlí 2022 Hér er yfirlit yfir tilboð í einstaka gripi. Hver aðili má einungis fá eitt naut og eina kvígu. Tilboðshafar buðu alltaf í fleiri en einn grip og var gefinn kostur á að segja sig frá tilboðum og geta þannig fengið ódýrari gripi ef þeir óskuðu svo.

back to top