Sæðistöku hjá Nautís 2022 lokið

Sæðistaka úr Angus holdanautunum frá 2021 hefur staðið yfir frá því í júní.  Tvö nautanna voru góð í sæðistöku og náðust rúmlega 3000 skammtar úr þeim. Þetta eru nautin Jóakim 21403 en úr honum náðust 1600 skammtar og Jenni 21405 sem gaf 1750 skammta. Dreifing á þessu sæði er hafin. Á myndinni má sjá Jóakim  Continue Reading »

Vel heppnuð Nök ráðstefna á Selfossi

Dagana 24 júlí til 27 júlí var haldin  ráðstefna á Hótel Selfossi í félagsskap sem hefur skammstöfunina NÖK en það stendur fyrir nordisk ökonomisk kvægavl. Þessi félagsskapur varð til í Falkenberg í Svíþjóð 1948 og hefur það markmið að styrkja norrænt samstarf í nautgriparækt og var þetta 37. ráðstefnan sem haldin er. Mikið hefur verið  Continue Reading »

Verðtilboð í einstaka gripi í útboðinu hjá Nautis

Angus tilboð 5. júlí 2022 Hér er yfirlit yfir tilboð í einstaka gripi. Hver aðili má einungis fá eitt naut og eina kvígu. Tilboðshafar buðu alltaf í fleiri en einn grip og var gefinn kostur á að segja sig frá tilboðum og geta þannig fengið ódýrari gripi ef þeir óskuðu svo.

Tilboð í Angus gripi hjá Nautís opnuð

Í morgun þriðjudaginn 5. júlí voru opnuð tilboð í þá 12 gripi hjá Nautís sem boðnir voru til kaups.  Alls bárust 18 tilboð. Allir gripirnir seldust og var meðalverð á nautunum 1.435 þúsund krónur, meðalverð á kálffullu kvígunum var 1.227 þúsund og ársgömlu kvígurnar seldust á 653 þúsund að meðaltali. Sæðistaka úr nautunum hefst í  Continue Reading »

Síðasti dagur til að skila inn tilboði í Angus gripi hjá Nautís

Í dag miðvikudaginn 29. júní er síðasti dagur til að póstleggja tilboð í þá Aberdeen Angus gripi hjá Nautís sem boðnir eru til kaups. Tilboðin verða opnuð 5. júlí. Það eru 7 naut og 5 kvígur sem eru til sölu og þar af eru 2 kvígurnar kálffullar og bera í nóvember. Allar upplýsingar um gripina  Continue Reading »

Sala á 12 Angus gripum hjá Nautís

Hér eru upplýsingar og lýsingar á þeim 12 Angus gripum sem eru til sölu hjá Nautís. Um er að ræða 7 naut það yngsta verður ársgamalt í lok ágúst en sá elsti er orðinn 19 mánaða. Þá eru einnig 5 kvígur til sölu og af þeim tvær sem eru kelfdar og bera í byrjun nóvember.  Continue Reading »

Erindi á aðalfundi Nautís 23. maí 2022

Aðalfundur Nautís verður mánudaginn 23. maí og hefst kl 10:00 með hefðbundnum aðalfundarstörfum. Erindum sem hefjast klukkan 12.00 verður streymt og má nálgast hlekkinn hér https://fb.me/e/7DDyb58cD Hvetjum við alla áhugasama um að fylgjast með áhugaverðum erindum, sem verða í þessari röð: Svein Eberhardt Ostmöe Höystad. Holdanautabúskapur í Noregi Kristian Heggelund ræktunarsérfræðingur hjá Tyr. Ræktunarstarf holdagripa í  Continue Reading »

Aðalfundur Nautís 23. maí

Aðalfundur Nautís verður mánudaginn 23. maí og hefst kl 10:00 með stuttri heimsókn í einangrunarstöðina Dagskrá; Stutt heimsókn í einangrunarstöðina Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr samþykkta Nautís Erindi Svein Eberhardt Ostmöe Höystad. Holdanautabúskapur í Noregi Kristian Heggelund ræktunarsérfræðingur hjá Tyr. Ræktunarstarf holdagripa í Noregi Jón Örn Ólafsson Nýjabæ. Ræktunarstarf í Nýjabæ Erindin hefjast kl 12:00 og  Continue Reading »

Fréttir frá Nautís

Það eru fæddir 15 kálfar í einangrunarstöðinni nú á útmánuðum og í vor. Þar af 6 naut og 9 kvígur. Burður hefur gengið vel og áberandi hvað holdakýrnar skila kálfunum fljótt frá sér.  Fyrstu 3 kálfarnir komu úr fósturvísum sem voru framleiddir á búinu og eru þeir kálfar undan Jens av Grani. Þá hafa fæðst  Continue Reading »

Félag kúabænda á Suðurlandi boðar til opins fundar í Hvolnum Hvolsvelli þann 27.apríl kl 13.

Gestir fundarins verða frá Bændasamtökum Íslands: Gunnar Þorgeirsson formaður, Vigdís Häsler framkvæmdastjóri, Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður kúabændadeildar og aðrir stjórnarmenn BÍ og BÍ kúabændur. Efni fundarins er starf Bændasamtaka Íslands í þágu bænda í nýju félagskerfi, auk þess sem fulltrúar BÍ standa fyrir svörum við því sem brennur á bændum er snýr að þeirra starfi.  Continue Reading »

Plæginganámskeið Stóra Ármóti 3. maí

Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands verður með verklegt námskeið í plægingum á Stóra-Ármóti, þriðjudaginn 3. maí kl. 14-17. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vinna við jarðrækt hverskonar og vilja bæta plægingartækni og læra að stilla saman plóg og dráttarvél. Á námskeiðinu læra þátttakendur að stilla saman dráttarvél og plóg. Auk þess er  Continue Reading »

Fagfundur sauðfjárræktarinnar 2022

Fagráð í sauðfjárrækt í samstarfi við BÍ, RML og LbhÍ boða til Fagfundar sauðfjárræktarinnar 2022 sem haldinn verður fimmtudaginn 7. apríl á Hvanneyri og verður sendur út í beinu streymi. Daginn fyrir fagfundinn verður haldinn rafrænn fundur um Alþjóðlegar rannsóknir tengdar riðu og og útrýmingu hennar á Íslandi, miðvikudaginn 6. apríl. Fundurinn er öllum opinn.  Continue Reading »

Girðingatjón í vetur

Komið hefur í ljós að á einhverjum bæjum varð nokkuð tjón á girðingum í vetur í miklu roki og ísingaveðri en skv lögum getur Bjargráðasjóður veitt mönnum styrki vegna slíkra tjóna. Hversu hár styrkur er og hvernig þetta er útfært er í höndum stjórnar sjóðsins á hverjum tíma. Fyrir tveimur árum þegar svipuð tjón komu  Continue Reading »

Þrjú námskeið framundan á Stóra-Ármóti

Á næstunni verða haldin þrjú námskeið á Stóra-Ármóti, er þetta samstarfsverkefni Endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands og Búnaðarsambands Suðurlands.  Námskeiðin sem um ræðir eru, Beiðslisgreining og frjósemi sem haldið verður 20. apríl frá kl. 10-17, kennari þar er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir. Þá verða námskeiðin Plæging og áburðardreifing, 12.apríl kl. 9-16 og verklegt plægingarnámskeið 3. maí frá kl.  Continue Reading »

Tillögur frá Aðalfundi BSSL

Meðfylgjandi tillögur komu fram á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands en auk þessarar tillagna var samþykkt tillaga um fæðuöryggi sem áður er búið að birta á heimasíðu BSSL.

Fóðrun sauðfjár

Námskeið um fóðrun sauðfjár á mismunandi tímabilum og aldursskeiðum, verður haldið á Hvanneyri 9. apríl n.k. Kennari á námskeiðinu er Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og er námskeiðið haldið að hluta til hjá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) á Hvanneyri auk þess sem farið er í fjárhús LbhÍ á Hesti þar sem fóðrun mismunandi hópa er skoðuð og rædd.  Continue Reading »

Hækkun á gjaldi fyrir klaufsnyrtingu

Á síðasta ári var mikið viðhald á klaufsnyrtibásnum auk mikils rekstrarkostnaðar á bílnum sem básinn er í.  Fyrirsjáanlegt er að kaupa verður nýjan klaufsnyrtibás sem kostar 6 milljónir. Því er að ráði að hækka komugjald í 35.000,- kr og tímagjald klaufsnyrta í 12.000,- kr frá og með 1.mars 2022

Tillaga um fæðuöryggi samþykkt á aðalfundi BSSl

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Dyrhólaey þann 8.3. 2022 skorar á ríkisstjórn í samráði við Bændasamtök Íslands að hraða gerð Fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland með sérstakri áherslu á áhættu vegna átaka sem nú ríkja í Evrópu.  Í framhaldi verði strax sett upp aðgerðaráætlun sem taki til aukinnar framleiðslu og sjálfbærni íslenskrar matvælaframleiðslu og aðfanga vegna  Continue Reading »

Aðalfundur BSSL

Aðalfundur Búnaðarsambandsins sá 114. var haldinn 8. mars á Hótel Dyrhólaey. Á fundinn mættu um 40 manns og þar flutti formaður Bændasamtakanna Gunnar Þorgeirsson ávarp. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var lögð fram tillaga um breytingar á lögum Búnaðarsambandsins sem var samþykkt.  Félagsmenn í Búnaðarsambandi Austur Skaftafellssýslu gengu í sambandið og er því fagnað og þeir boðnir  Continue Reading »

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2022

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2022 verður haldinn að Gunnarsholti (Frægarði) mánudaginn 28.febrúar n.k. Fundurinn hefst kl. 11:30 með léttum hádegisverði í mötuneyti Landgræðslunar. Formleg fundardagskrá hefst svo kl 12:00 í Frægarði.     Venjuleg aðalfundarstörf Búnaðarsamband Suðurlands veitir viðurkenningar fyrir afurðahæsta sunnlenska kúabúið, afurðahæstu kúna og þyngsta nautið árið 2021.  Guðmundur Jóhannesson mun segja frá erfðamengisúrvalinu.  Runólfur Sigursveinsson fer  Continue Reading »

back to top