Aðalfundi Félags Sauðfjárbænda í Árnessýslu frestað

Aðalfundi Félags Sauðfjárbænda í Árnessýslu sem halda átti í kvöld, mánudagskvöld 14. febrúar í Þingborg hefur verið frestað sökum slæmrar veðurspár um óákveðinn tíma Stjórnin

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn þriðjudaginn 8. mars að Hótel Dyrhólaey. Á fundinum verður m.a tekið fyrir breytingar á lögum Búnaðarsambandsins  en þarf að laga þau að breyttum samþykktum BÍ. Þá þarf að kjósa 2 fulltrúa á Búnaðarþing sem verður um mánaðarmótin mars/apríl og um stjórnarmann/menn úr Skaftafellssýslu/m

Aðalfundur Félags Sauðfjárbænda í Árnessýslu

Aðalfundur Félags Sauðfjárbænda í Árnessýslu verður haldinn í Þingborg mánudaginn 7. mars nk kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Einnig þarf að ræða framtíð félagsins vegna breytinga á félagskerfi landbúnaðarins, hvort það eigi að leggja félagið niður eða halda því lifandi. Vill stjórn félagsins hvetja félagsmenn að mæta og taka þátt í umræðum um framtíð þess.  Continue Reading »

Sæddar ær frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands 2021

Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu eru 12780 ær sæddar frá stöðinni þetta haustið sem er liðlega 1000 ám fleira en í fyrra og það mesta síðan 2016. Það er samt samdráttur í sæddum ám á Suðurlandi nema í Austur-Skaftafellssýslu. Nýtingin á sæðinu miðað við útsent sæði er rétt um 65% sem er varla  Continue Reading »

Skipulagsbreyting hjá Kynbótastöð ehf

Um áramótin tekur í gildi nýtt svæðaskipulag fyrir frjótækna á Suðurlandi. Svæðunum fækkar úr fjórum í þrjú; Frá Lambhaga á Rangárvöllum og austur að Lækjarbakka í Mýrdalshreppi. Bæir í Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og hluti af Rangárþingi ytra. Hermann Árnason Hvolsvelli. Pantanir í síma 871-1410 og farsími 894-7149 Frá Selalæk á Rangárvöllum vestur að Þjórsá. Neðri  Continue Reading »

Sæðistökuvertíð lokið

Í dag lauk 63 sæðistökuvertíð á Sauðfjársæðingastöðinni. Að flestu leyti gekk hún vel og færð og veður seinni hlutann mjög gott. Alls var sent út sæði í tæplega 20 þúsund ær sem er meira en í fyrra en þá var útsent sæði í rúmlega 18 þúsund ær. Gríðar mikil ásókn var í hrútinn Viðar 17-844  Continue Reading »

Námskeið í sauðfjársæðingum á Stóra Ármóti

Námskeið í sauðfjársæðingum verður haldið að Stóra Ármóti fimmtudaginn 2. desember frá kl 13:00 til 18:00. Þorsteinn Ólafsson dýralæknir er kennari á námskeiðinu sem er haldið á vegum Endurmenntunardeildar LbhÍ og skráning fer  fram á heimasíðu. Það er kjörið fyrir þá sæðingamenn að mæta sem vilja fríska upp á kunnáttu sína.

Hrútaskrá 2021-2022 komin á vefinn

Hrútaskráin 2021-2022 er komin vefinn.  Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingastöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson RML.  Hægt verður að nálgast Hrútaskránna á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands um miðja næstu viku. Hér má nálgast Hrútaskrá 2021-2022

Engir hrútafundir

Sökum mikils smitálags af völdum kórónuveirunnar  var ákveðið að halda ekki hina árlegu kynningarfundi um hrútakost stöðvarinnar ásamt erindi um ræktunarstarfið og verðlaunaveitingu fyrir hæst stiguðustu hrútlömbin í haust.  Ráðunautar RML munu verða með kynningu á hrútunum í vefútgáfu. Hrútaskráin kemur út í næstu viku og verður hægt að nálgast hana hjá Búnaðarsambandinu að Austurvegi  Continue Reading »

Skil á haustskýrslum í síðasta lagi 20. nóvember

Skila þarf haustskýrslu í Bústofni eigi síðar en 20. nóvember 2021. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur opnað fyrir skráningar á haustskýrslum fyrir árið 2021 í Bústofni. Í samræmi við 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013, er öllum umráðamönnum búfjár skylt að skila árlega rafrænni haustskýrslu í Bústofni, eigi síðar en 20. nóvember. Í haustskýrslunni skal koma fram  Continue Reading »

Af sauðfjársæðingum

Það líður að sauðfjársæðingum og í vikunni komu allir nýjir hrútar á stöðina í Laugardælum, en djúpfrysting mun hefjast fljótlega í nóvember. Að venju er mikið af álitlegum nýjum hrútum sem eru teknir á stöð að undangenginni afkvæmarannsókn. Í vor voru hinsvegar teknir inn eldri hrútar sem hafa sýnt sig í að vera góðir ærfeður  Continue Reading »

Sauðfjársæðingarnámskeið á Stóra Ármóti 2. desember

Sauðfjársæðingarnámskeið verður á Stóra Ármóti 2. desember næstkomandi. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um sæðingar, hvernig best er að standa að þeim, hvenær rétti sæðingartíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin. Kennd er meðferð sæðis, verklag við sæðingar í fjárhúsum kennt og rætt um smitvarnir. Námskeið fyrir sauðfjárbændur og alla sem hafa  Continue Reading »

Rúningsnámskeið á Hesti í Borgarfirði helgina 13.-14. nóv.

Rúningsnámskeið verður haldið á Hesti í Borgarfirði helgina 13.-14. nóv. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra vélrúning sauðfjár eða endurmennta sig í góðri líkamsbeitingu og réttum handbrögðum við rúning. Námskeiðið er verklegt og fá nemendur að æfa rétt handbrögð með aðstoð kennara. Kennari á námskeiðinu er Jón Ottesen bóndi á Grímarsstöðum í Borgarfirði. Örfá  Continue Reading »

Búnaðarsamband Suðurlands er þátttakandi í KOMPÁS þekkingarsamfélaginu

Við hjá BSSL erum stoltir þátttakendur í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu. KOMPÁS er öflugur samstarfsvettvangur fjölda fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga, háskóla, stéttarfélaga, fræðsluaðila og fleiri um miðlun og gerð hagnýtrar þekkingar. Með samstarfinu er búið að byggja upp verkfærakistu atvinnulífs og skóla. Verkfærakista sem fer sífellt stækkandi og inniheldur nú yfir 3.200 skjöl, reiknivélar, eyðublöð, gátlista, verkferla, handbækur  Continue Reading »

Snemma beygist krókurinn

Næstu daga verða þeir 16 Angus kálfar sem eru til á Nautís fluttir í 9 mánaða einangrun.  Til eru 6 naut og 10 kvígur. Elstu kálfarnir fæddust í lok febrúar og er því orðið tímabært að taka þá undan. Yngstu kálfarnir eru um mánaðargamlir  og munu þeir verða fluttir með mæðrum sínum í einangrunina.  Á  Continue Reading »

Umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur 2021

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna ræktunar á árinu 2021 í Afurð (www.afurd.is), greiðslukerfi landbúnaðarins (sjá Umsóknir). Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. október n.k.

Kynbótastöðin kaupir rafbíl

Kynbótastöðin hefur keypt rafbíl til að nota í sæðingum. Tesla Y fjórhjóladrifinn jepplingur með allt að 507 km drægni. Bílinn verður staðsettur á Hvolsvelli og mun Hermann Árnason og afleysingamenn nota bílinn. Hleðslustöð með sér notkunarmæli verður sett upp. Það verður fróðlegt að sjá rekstrarkostnað rafbílsins borið saman við sparneytnu jepplingana sem hafa komið út  Continue Reading »

Samræmingarnámskeið í lambadómum á Stóra Ármóti

Nú styttist í að hauststörfin hjá RML í lambadómum hefjist en í dag 30. ágúst er lömbum og fé smalað saman á Stóra Ármóti og lambadómarar og mælingamenn mæta þar á samræmingarnámskeið en ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi þess. Ekki er ástæða til að ætla annað en að lömb komi vel undan  Continue Reading »

Allar Angus kvígurnar hjá Nautís bornar

Um helgina bar síðasta Angus kvígan fædd 2019 og átti hún fallegt naut. Þá hafa 16 lifandi kálfar fæðst frá því í febrúar á þessu ári. Af þeim eru 13 undan Jens av Grani, 6 naut og 7 kvígur. Þá er að auki 3 kvígur undan Emil av Lillebakken sem fæddust í vor þannig að  Continue Reading »

Angus nautið Emmi 20401 óseldur

Þann 10 ágúst voru tilboðin í  Angus nautin opnuð.  Tilboð barst frá 2 bændum  og tóku þeir nautin Erp 20402 og Eðal 20403. Nautið Emmi 20401 er því óselt. Tilboðsfrestur í hann hefur verið framlengdur til 24. ágúst. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 30. ágúst kl 11:00. Möguleiki er á að senda inn tilboð á tölvupósti  Continue Reading »

back to top