Samræmingarnámskeið í lambadómum á Stóra Ármóti

Nú styttist í að hauststörfin hjá RML í lambadómum hefjist en í dag 30. ágúst er lömbum og fé smalað saman á Stóra Ármóti og lambadómarar og mælingamenn mæta þar á samræmingarnámskeið en ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi þess.

Ekki er ástæða til að ætla annað en að lömb komi vel undan sumri þrátt fyrir kalt vor. Hægt er að panta lambadóma á heimasíðu RML


back to top