Snemma beygist krókurinn

Næstu daga verða þeir 16 Angus kálfar sem eru til á Nautís fluttir í 9 mánaða einangrun.  Til eru 6 naut og 10 kvígur. Elstu kálfarnir fæddust í lok febrúar og er því orðið tímabært að taka þá undan. Yngstu kálfarnir eru um mánaðargamlir  og munu þeir verða fluttir með mæðrum sínum í einangrunina.  Á meðfylgjandi mynd má sjá fjögurra mánaða nautkálf Jansen nr 39 sýna góða tilburði.


back to top