Sæddar ær frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands 2021

Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu eru 12780 ær sæddar frá stöðinni þetta haustið sem er liðlega 1000 ám fleira en í fyrra og það mesta síðan 2016. Það er samt samdráttur í sæddum ám á Suðurlandi nema í Austur-Skaftafellssýslu. Nýtingin á sæðinu miðað við útsent sæði er rétt um 65% sem er varla ásættanlegt. Það voru 11 bú sem sæddu yfir 100 ær hér á Suðurlandi. Það sem heyrist um árangur í sæðingum er misjafnt að venju. Margir láta vel af en svo eru líka dæmi að mikið hafi beitt upp en heildarfanghlutfall sést betur í haust en síðustu haust hefur fanghlutfallið hér verið 67 % í fersku sæði en breytileiki milli búa er alltaf mun meiri en milli hrúta. Myndin er af þeim Gretti og Steðja frá Ytri-Skógum.

Sæddar ær frá 2014


back to top