Lambhrútar á sauðfjársæðingastöðvunum

Nú í haust hafa verið valdir og teknir inn á sauðfjársæðingastöðvarnar 17 lambhrútar. Þar af 15 með ARR arfgerðina og einn af þeim arfhreinn, en 2 lambhrútar með T137. Lömbin eru flest prýðilega framgengin og fengu góða dóma í lambaskoðun.  Það eru 9 kollóttir og 8 hyrndir. Ekki er mikil reynsla á stöðvunum af sæðistöku úr lambhrútum en þeir gefa minna sæði en fullþroskaðir hrútar. Á síðasta ári voru rúmlega 1000 skammtar sendir út úr Gullmola 22-902 frá Þernunesi. Á myndinni má sjá Starra frá Steinnesi sonarson Gimsteins 21-899  en hann hlaut m.a. 18,5 fyrir læri í lambaskoðun í haust. Allir nýju hrútarnir eru vistaðir í Þorleifskoti núna en framundan er djúpfrysting á sæði úr þeim.


back to top