Fréttir frá Nautís Sala á holdagripum

Nú verða 4 naut og 7 kvígur boðin til kaups hjá Nautís. Kynning á þeim mun fara fram í Bændablaðinu sem kemur út 22. júní. Nautin og flestar kvígurnar eru undan Laurens av Krogdal sem gefur lágfætta en holdmikla gripi. Allir virðast gripirnir meðfærilegir með gott geðslag þó eðlilega sé einhver munur á þeim. Þeir hafa verið metnir af ráðunautum RML sem nýlega fóru til Noregs að læra að meta holdagripi.

Myndin er af Laka 22403


back to top