Sala á 11 holdagripum hjá Nautís

Hér eru upplýsingar og lýsingar á þeim 11 Angus gripum sem eru til sölu hjá Nautís ásamt tilboðsblöðum og reglum um tilboðið. Um er að ræða 4 naut sem eru að verða 14 mánaða. Þá eru einnig 7 kvígur til sölu og af þeim tvær sem eru tilkomnar með fósturvísaflutningum og eru á Stóra Ármóti. Elsta kvígan er fædd í marsbyrjun en þær yngstu í lok júlí.  Gripirnir verða afhentir að loknu útboði nema nautin sem eru í sæðistöku sem verða afhent þegar nægjanlegt magni af sæði hefur náðst úr þeim. Útboðið verður opnað 4. júlí nk. Nánari upplýsingar um gripina ásamt myndum af þeim birtast í Bændablaðinu sem kemur út 22. júní. Myndin er af Ljúfu 49 en hún er ein af kvígunum sem er  boðin til kaups.

Tilboð í Angus nautgripi júní 2023

Lýsing nauta fæddra 2022

Kvígur til sölu 2023

Tilb í naut – reglur v. útboð 2 2023


back to top