Afurðahæsta kýrin á Suðurlandi 2023

Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi fyrir skömmu veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2023. Það var Droplaug 875 í Dalbæ í Flóa sem mjólkaði 13.999 kg með 3,14 % prótein og 3,51% fitu. Droplaug er undan nautinu Dropa 10077 frá Fossi í Hrunamannahreppi en gaf m.a. háfættar kýr með góða júgur og spenagerð. Hæsta dagsnyt Droplaugar voru 55,1 kg. Á myndinni má sjá Bryndísi Evu Óskarsdóttur í Dalbæ veita verðlaunum viðtöku


back to top