Afurðahæsta kúabúið 2023

Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2023. Það var kúabúið Stóru Mörk 1 sem er í eigu Aðalbjargar Rúnar Ásgeirsdóttur og Eyvindar Ágústssonar. Afurðirnar voru 8.903 kg eftir árskú og var það jafnframt mestar afurðir yfir landið.  Þessi frábæri árangur næst m.a. með frábæru og einsleitu fóðri, góðri bústjórn og góðum gripum . Á myndinni má sjá þau Aðalbjörgu og Eyvind veita Huppustyttunni viðtöku


back to top