Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn í Hótel Fljótshlíð Smáratúni  þriðjudaginn 5. mars.  Fram kom að staða Búnaðarsambandsins og dótturfyrirtækja þess er góð og var í heild rekstrarafgangur upp á rúmar 24 milljónir sem skapast m.a af góðum rekstri dótturfyrirtækja og sterkri eiginfjárstöðu. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti forstöðumaður Lands og Skóga, Ágúst Sigurðsson erindi um hið nýstofnaða fyrirtæki og helstu markmið þess sem er að vernda og bæta gróður landsins. Björgvin Harðarson fór yfir það helsta sem undirbúningshópur um stofnun kornsamlags á Suðurlandi hefur lagt til en það er m.a. að endurvekja Kornræktarfélag Suðurlands sem er til en hefur verið óvirkt. Í framhaldi af því var þessi tillaga samþykkt.

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Fljótshlíð 5. mars 2024 hvetur Búnaðarsamband Suðurlands og stjórn þess til að styðja við endurvakningu Kornræktarfélags Suðurlands og halda utan um félagið.


back to top