Háskólafélag Suðurlands

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands vinnur nú að stofnun Háskólafélags Suðurlands sem hugsað er sem ígildi háskólaumhverfis á svæðinu. Atvinnuþróunarfélagið hefur gert samning við Primordia -ráðgjöf ehf.um að kanna möguleika á að koma þessu Háskólafélagi af stað. Verkefnið tekur mið af Vaxtarsamningi Suðurlands og ákvæði hans um uppbyggingu klasa á Suðurlandi í tengslum við háskólastarfsemi.
Yfilýst markmið Háskólafélagsins eru m.a:


  • Að auka hlutfall Sunnlendinga með háskólamenntun.
  • Að skapa og samhæfa nýsköpunarumhverfi Suðurlands með því að búa í haginn fyrir rannsókna- og þróunarstarf á markvissan hátt.
  • Að auka búsetugæði á Suðurlandi.

Starfsmenn Primordia ehf., Sveinn Aðalsteinsson og Valdís Steingrímsdóttir vinna nú að því að kynna verkefnið fyrir sveitarstjórnum, stofnunum og fyrirtækjum á Suðurlandi. Í dag kynntu þau verkefnið fyrir starfsmönnum Landbúnaðarstofnunar og Búnaðarmiðstöðvarinnar.

Sjá:
www.primordia.is
www.sudur.is


back to top