Vorboðar – sauðburður hafinn og tjaldur kominn í tún

Vorðboðar eru sannarlega komnir í sveitina. Sigurður Hjálmarsson í Vík í Mýrdal segir að tjaldurinn sé kominn í tún og lömb farin að fæðast í fjárhúsum. Í gær sást mikið af álft austan við Vík og gæsir flugu líka yfir. Sigurður tók þessa mynd í Sólheimahjáleigu í Mýrdal í fyrradag. Hún sýnir Jóhann Braga Magnússon halda stoltan á lambadrottningunni á bænum. Jóhann Bragi er sex ára og er duglegur að hjálpa afa sínum við sauðburðinn.








Mynd: Visir.is/Sigurður Hjálmarsson



back to top