Heimsins stærsta sláturhús stækkar enn

Smithfield Foods sem er stærsti framleiðandi svínakjöts í heiminum hyggst stækka sláturhús sitt í Tar Heel í Norður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum og slátra 1 milljón fleiri svínum á ári en nú.

Með þessu mun sláturhúsið anna 9,5 milljónum svína á ári en það er t.d. meira en tvöfalt það magn sem sláturhús Danish Crown í Horsens í Danmörku annar yfir árið og meira hundraðföld framleiðsla svínakjöts hér innanlands á ári.


Til þess að átta sig betur á þessum gríðarlegu afköstum má reikna þetta yfir í afköst á dag eða klst. Ef slátrað væri alla daga ársins eru dagsafköstin tæp 25 þús. svín eða meira en 1 þús. svín á klst. ef unnið er allan sólarhringinn.


back to top