Bændur græða landið

„Bændur græða landið” er samstarfsverkefni Landgræðslu ríkisins og bænda um uppgræðslu heimalanda. Landgræðslan auglýsir nú eftir umsóknum bænda um þátttöku í verkefninu . Þátttakendur í verkefninu fá fjárhagslegan stuðning við uppgræðslu sinna heimalanda og ráðgjöf um hvernig best verði staðið að viðkomandi uppgræðsluverkefni.

Þátttökuskilyrði eru að:
-fyrirhugað uppgræðslusvæði sé lítt gróið eða ógróið
-beitarálag sé hóflegt að mati Landgræðslunnar.


Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður verkefnisins Sigþrúður Jónsdóttir héraðsfulltrúi landgræðslunnar í Árnessýslu í sími 488-3047, netfang: sigthrudur@land.is 

Einnig má nálgast frekari upplýsingar sem og umsóknareyðublöð með því að smella hér eða hjá öðrum hérðaðsfulltrúum á héraðssetrum Landgræðslunnar.


Umsóknarfrestur er til 22. mars n.k.

Landgræðsla ríkisins


back to top