Mjólkurframleiðsla dýr á Íslandi

Kostnaður við rekstur kúabúa á Íslandi er mjög mikill og mun meiri en hjá bændum í nágrannalöndunum. Þetta segir Runólfur Sigursveinsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands.
Runólfur segir að full ástæða sé til að lækka kostnað við mjólkurframleiðslu hér á landi. Afurðaverðið sé hærra hér en í Danmörku. Íslenskir bændur fái rúmar 47 krónur fyrir mjólkurlítrann en danskir kollegar þeirra 21 krónu minna.
Runólfur kennir innfluttum fóðurblöndum um mikinn framleiðslukostnað hér m.a. vegna flutningskostnaðar sem kúabændur annars staðar þurfi ekki að greiða. Þá leggi ríkið skatt á fóðrið. Og ekki bæti úr skák að hafi kúabúin keypt mikið af dýrum tækjum.
Og Runólfur segir að aukin samnýting á tækjakosti og meiri verktaka í búrekstri ættu að geta gert mjólkurframleiðsluna ódýrari.


back to top