Jarðarverð hækkaði umtalsvert í fyrra

Á s.l. ári hækkaði jarðarverð í Bretlandi um 15% og á síðustu þremur árum hefur hækkunin numið 50%. Spáð er áframhaldandi hækkun á þessu ári.

Mun fleiri jarðir voru til í Bretlandi á síðasta ári en árið áður en þrátt fyrir aukið framboð hækkaði verðið. Alls gegnu 73 þús. ha. kaupum og sölum þar í fyrra. Því er þó spáð að framboð á landi fari minnkandi til lengri tíma litið. Ástæða verðhækkunarinnar er einkum aukin eftirspurn frístundabænda og erlendra aðila.
Þrátt fyrir þessa hækkun í fyrra er verðið þó ekki nema um 20% yfir jarðarverði í Bretlandi um síðasta áratug.


back to top