Eldur kom upp í fjósi

Síðdegis í gær kom upp eldur kom í flórsköfu í fjósinu á bænum Sólheimum í Hrunamannahreppi. Þegar Jóhann Kormáksson bóndi í Sólheimum hélt út í fjós til að gefa kúnum reyndist fjósið fullt af reyk sem stafaði af eldi í flórsköfumótor.

Þegar slökkviliðið á Flúðum kom á staðinn var Jóhann búinn að slökkva eldinn og til allrar hamingju varð hvorki fólki né kúm meint af.


back to top