Ný vefsíða Búnaðarsambands Suðurlands

Búnaðarsamband Suðurlands opnaði í morgun nýja vefsíðu sem er gjörbreytt að útliti. Nýja síðan er hönnuð af Guðmundi S. Jónsyni og Grétari Magnússyni hjá Aicon ehf. á Selfossi og keyrir á MS-SQL server með vefumsjónarkerfinu Aicon. Nýja síðan er nútímalegri í útliti og yfirbragð og öll vinnsla léttari.

Efnistök síðunnar eru mjög áþekk eldri síðu og síðunni er skipt upp í sömu flokka og áður, þ.e.:

* Fréttir
* Upplýsingar
* Starfsemi
* Nautgriparækt
* Sauðfjárrækt
* Hrossarækt
* Jarðrækt
* Stóra Ármót
* Viðskiptaþjónusta

Við bætist hins vegar öflug leitarvél þar sem hægt er að leita í fréttum og öðru efni síðunnar og verkefnavefur þar sem viðskiptavinir BSSL geta sótt skjöl og verk sem unnin eru fyrir þá eftir að hafa fengið úthlutað notandanafni og lykilorði. Meðal verkefna sem þar verða vistuð og menn geta sótt má nefna rekstrargreiningar, rekstraráætlanir, nautaval, niðurstöður afkvæmarannsókna og margt fleira.

Vefstjórar síðunnar eru Guðmundur Jóhannesson og Jóhannes Hr. Símonarson.


back to top