Ný ríkisstjórn er tekin við






Mynd: Árni Sæberg /mbl.is
Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum nú undir kvöld. Samfylkingin og Vinstrihreyfingin-grænt framboð mynda ríkisstjórnina sem í sitja tólf ráðherrar.
Fjórir ráðherrar eru nýir: Árni Páll Árnason, sem tekur við embætti félags- og tryggingamálaráðherra, Jón Bjarnason, sem verður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Katrín Júlíusdóttir, sem verður iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir, sem verður umhverfisráðherra.

Sunnlenski sveitadagurinn

Næsta laugardag, þann 9. maí standa Jötunn-Vélar fyrir kynningardegi um landbúnað á athafnasvæði sínu að Austurvegi 69, Selfossi. Markmiðið með SUNNLENSKA SVEITADEGINUM er að skapa jákvæða umræðu um íslenskan landbúnað og starfsemi tengda landbúnaði, búin verður til skemmtileg stemming fyrir Sunnlendinga og aðra gesti, með þátttöku sem flestra fyrirtækja og aðila sem tengjast landbúnaði hér á Suðurlandi.

SUNNLENSKI SVEITADAGURINN stendur frá kl 11:30 – 16:30

Kynningarefni vegna breytinga á mjólkursamningi

Undanfarna daga hefur fjöldi kynningarfunda vegna breytinga á búvörusamningunum verið haldinn víða um land. Kynningarefnið sem fram hefur verið lagt á fundunum má sjá hér. Fundarsókn hefur verið þokkaleg m.v. árstíma og viðhorf fundagesta almennt jákvæð.  Á því hafa verið gerðar smávægilegar breytingar, hér er aðeins gerð grein fyrir þeim atriðum sem snúa að drögum að breytingu á samningnum um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar.
 

Niðurfelling mykju

Nú á vormánuðum keypti einkahlutafélagið Skarni ehf. 20 tonna haugtank af gerðinni Samson. Dreifarinn getur hvort heldur sem er fellt niður búfjáráburð eða lagt hann á jörðina með slöngubúnaði. Um gríðarlega afkastamikið tæki er að ræða, niðurfellingarbúnaðurinn hefur 8 metra vinnslubreidd en slöngubúnaðurinn hefur 16 metra vinnslubreidd. Skarni ehf. er í eigu verktakafyrirtækisins Túnfangs ehf., Jötunn-Véla á Selfossi, sem jafnframt flutti tækið til landsins, og fjögurra búnaðarfélaga í Árnessýslu, Bf. Skeiðahrepps, Bf. Villingaholtshrepps, Bf. Hraungerðishrepps og Bf. Stokkseyrarhrepps. Eigendur Túnfangs ehf., verktakarnir Sigurður Ágústsson og Davíð Ingvason sjá alfarið um haugkeyrsluna og taka jafnframt við pöntunum í símum 894-1130 (Sigurður) og 898-9154 (Davíð). Til verksins nota þeir dráttarvél af gerðinni Fendt Vario, 360 hestöfl.

Endalok BST?

General Mills og Dannon, sem til samans ráða yfir tveimur þriðju af mjólkurvörumarkaðnum í Bandaríkjunum, hafa nú ákveðið að taka ekki við mjólk úr kúm sem meðhöndlaðar hafa verið með hormóninu BST (Bovine SomatoTropin). Hormónið hefur verið notað vestra undanfarin ár til að auka nyt kúnna, en því hefur verið haldið fram að það hafi heilsuspillandi áhrif á neytendur. Fyrirtækin segja að með þessum aðgerðum séu þau að koma til móts við kröfur neytenda.

Íslensk vara sækir á

Innflutningur mat- og drykkjarvöru hefur dregist saman um tæp 30% það sem af er þessu ári miðað við sama tíma árið 2008, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Greinilegt er því að innkaupakörfur landans eru öðruvísi samansettar nú en í fyrra þótt ekki hafi verið formlega kannað hvernig neyslumynstrið hefur breyst. Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustofu, vill ekki meina að Íslendingar hafi ástundað slíka ofneyslu á matvörum að við megum við 30% samdrætti án þess að finna fyrir því. Skýringin sé fyrst og fremst sú að við leitum nú mun meira á innanlandsmarkaðinn en áður.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin óttast heimsfaraldur

Stjórnvöld í Mexíkó segja að 81 sé látinn úr svínainfúlensu í landinu en veikin fer nú eins og eldur í sinu milli íbúa landsins. Opinberum byggingum hefur verið lokað, öllum stórum viðburðum aflýst og fólk beðið um að halda sig heima til þess að forðast sýkingu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) óttast að svínainflúensan geti orðið að heimsfaraldri og að öll ríki heims verði að vera á varðbergi.

Bændur vilja leggja sitt af mörkum

„Þetta var fínn fundur – eins og þeir gerast bestir,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra og formaður VG, eftir um tveggja tíma fund um landbúnaðar- og atvinnumál á Breiðumýri í Reykjadal í morgun. Þar mættu 40-50 manns. Þetta var fyrsti fundur VG af þremur um landbúnaðar- og atvinnumál í dag.
Steingrímur sagði að mest hafi verið rætt um landbúnaðarmál, nýju búvörusamningana og stöðuna hjá bændum. Hann sagðist ekki hafa heyrt annað en að menn hafi talið skynsamlega ráðstöfun að gera búvörusamningana. „Bændur eru svo félagslega þroskaðir og ábyrgir að þeir eru skilningsríkir á þessar aðstæður og vilja leggja sitt af mörkum,“ sagði Steingrímur.

Kölkun er víða nauðsynleg

Oft á tíðum er nauðsynlegt að kalka íslenska gróðurmold svo að sáðgresinu líði þar sem best og endist sem lengst. Jarðvegur þar sem rækta á gras gerir kröfu um sýrustig að lágmarki í kringum pH 5,3 á meðan korn og belgjurtir gera kröfu um að jarðvegurinn sé með pH 6,0 ef vel á að vera. Margar grænfóðurtegundir gera kröfu um sýrustig þarna mitt á milli, repja t.d. þrífst best þegar sýrustig er uppundir pH 6,0. Á sama hátt getur sýrustig jarðvegsins verið óheppilega hátt en sunnanlands má kalka töluvert mikið áður en við förum að hafa áhyggjur af því í hefðbundinni ræktun.

Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir

Samband garðyrkjubænda ákvað á aðalfundi á föstudag að skrifa ekki undir samning við landbúnaðarráðherra um niðurskurð á greiðslum til bænda og jafnframt um framlengingu á búvörusamningum, að því er kemur fram á fréttavefnum Suðurlandinu.is.

Mikilvægt skref til þjóðarsáttar segir landbúnaðarráðherra

Skrifað var undir breytingar á gildandi búvörusamningum um starfskilyrði sauðfjárræktar og starfskilyrði mjólkurframleiðslu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Ekki verða gerðar breytingar á aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða eins og stefnt var því ekki náðist samkomulag um þær breytingar í þessari atrennu.
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði samningana fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands, Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda skrifuðu undir samningana fyrir hönd bænda.

Á ólöglegum hraða á dráttarvél

Sá óvenjulegi atburður varð í Noregi um helgina, að umferðarlögreglan stöðvaði ungan mann, sem ók dráttarvél á 49 km hraða á vegarkafla í Froland þar sem hámarkshraðinn var 40 kílómetrar á klukkustund.

Stjórn og starfsmenn fengu klapp á bakið

Aðalfundur Auðhumlu svf. var haldinn á Hótel Selfossi föstudaginn 3. apríl sl. Full mæting fulltrúa var eða alls 81 fulltrúi með atkvæðisrétt. Miklar umræður urðu um reikninga Auðhumlusamstæðunnar og skýrslu stjórnar. Þrátt fyrir þungt rekstrarár og tap á rekstri, fengu stjórn og starfsmenn klapp á bakið fyrir sín störf enda hefur reynt mikið á við þær aðstæður sem fyrirtækjunum Auðhumlu og MS er búin um þessar mundir.

Smitsjúkdómar og varnir gegn þeim

Á aðalfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands þann 26. mars s.l. fjallaði Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma um smitsjúkdóma og varnir gegn þeim. Erindið var mjög áhugavert og þótti stjórn HS tilvalið að fleiri fengju að fræðast um þessi mál en þeir sem áttu þess kost að mæta á aðalfundinn. Hér birtist því úrdráttur úr erindinu en þeir sem áhuga hafa á að kynna sér málið betur geta kynnt sér það frekar í fundargerð aðalfundar á slóðinni www.bssl.is undir Hrossaræktarsamtök Suðurlands.

Heimavinnsla mjólkurafurða

Allnokkur áhugi virðist vera á heimavinnslu á mjólkurafurðum um þessar mundir. Af því tilefni hefur Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, atvinnu og nýsköpunarráðgjafi Bændasamtakanna stofnað opinn hóp á samskiptavefnum Facebook fyrir þá sem hafa áhuga á heimavinnslu. Markmiðið er að safna saman á einn stað upplýsingum um efnið, góðum ábendingum og ekki síst skapa lifandi umræður og gagnvirk samskipti. Þarna er hægt að leita ráða ef eitthvað er ekki að ganga upp eða ef þið viljið miðla uppfinningum ykkar og reynslu til annarra.

Vextir á lánum Lífeyrissjóðs bænda fara hækkandi

Á síðustu árum hefur opnast sá lánamöguleiki að sækja lánsfé til Lífeyrissjóðs bænda. Lífeyrissjóðurinn er einn af fáum lánveitendum sem er opinn í augnablikinu. Hámarkslán hjá þeim er 25 milljónir króna, lánstíminn er 5 til 40 ár og lánað er allt að 55% af áætluðu söluverði jarðeignar en 45% af áætluðu söluverði íbúðahúsnæðis. Lánin eru verðtryggð og bundin vísitölu neysluverðs. Vaxtakjör taka breytingum 15. hvers mánaðar og eru 0,7% hærri en meðalávöxtun í síðasta mánuði á nýjasta flokki íbúðabréfa til 30 ára í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands. Þó aldrei hærri en hæstu lögleyfðu vextir Seðlabanka Íslands og aldrei lægri en 5%. Vextir eldri lána taka sömu breytingum.

Stofnfundur Smalahundadeildar Árnessýslu

Áhugafólk um smalahunda í Árnessýslu fyrirhugar að stofna sérstka smalahundadeild  og verður stofnfundur félagsins haldinn á Hestakránni Skeiðum, þriðjudagskvöldið 7. apríl nk. kl. 20:30.

Að vonum er allt áhugafólk um smalahunda hvatt til að mæta.

Nýtt met í æviafurðum

Í lok síðasta árs sló Hrafnhetta 153 frá Hólmum í A-Landeyjum gamalt met Sneglu 231 frá Hjálmholti í æviafurðum sem var 100.736 kg. Hrafnhetta hafði um áramótin síðustu náð því að mjólka 101.118 kg á 14,2 árum eða 7.121 kg að meðaltali á ári. Hrafnhetta sem er fædd í febrúar 1992 er enn í fullu fjöri, bar 4. janúar s.l. og var í 39,9 kg dagsnyt í febrúar s.l.

Hvers virði eru einstök áburðarefni?

Sem kunnugt er hefur áburður hækkað mikið á síðustu tveimur árum. Vorið 2008 var ástæðan fyrst og fremst vegna mikilla verðhækkana á áburðarefnum á heimsmarkaði en nú í vor fyrst og fremst vegna veikrar krónu og þ.a.l. mikilla gengishækkana. Töluvert er spurt um hvers virði einstök áburðarefni eru og til að svara því geta bændur haft það sem grófa viðmiðun að köfnunarefni (N) kostar u.þ.b. 195 kr/kg, fosfór (P) kostar u.þ.b. 285 kr/kg og kalí (K) kostar u.þ.b. 130 kr/kg. Sambærilegar tölur fyrir árið 2008 á þáverandi verðlagi voru 145 kr/kg fyrir N, 260 kr/kg fyrir P og 112 kr/kg fyrir K. Hér fyrir neðan eru þessar tölur rökstuddar á eftirfarandi hátt:

Upplýsingaveita um hesthús

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur nú tekið í notkun upplýsingaveitu á vefslóðinni www.hesthus.is, en vefsíðan er rekin af átaksverkefninu Hross í hollri vist. Tilgangur þess verkefnis er að fræða hestamenn og hesthúsaeigendur um kosti og galla ólíkra lausna sem viðkoma hesthúsum og nærumhverfi hrossa.
Nú þegar eru komnar upplýsingar á síðuna um nokkrar gerðir af undirburði, m.a. glænýja afurð verkefnissins sem er kögglaður hálmur. Þegar líður á verkefnið munu koma inn á vefinn allar helstu fræðsluupplýsingar um hesthús, innréttingar og almennt um nærumhverfi hrossa.

back to top