Opinn fundur um útiræktun á erfðabreyttu byggi

Í dag, þriðjudaginn 26. maí stendur Umhverfisstofnun fyrir opnum fundi  í Frægarði, fundarsal Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Fundurinn hefst kl. 13:30. Á fundinum mun fulltrúi stofnunarinnar fara yfir helstu mál er varða forsendur slíkra leyfisveitinga, en á fundinum mun fulltrúi ORF Líftækni kynna starfsemi fyrirtækisins auk þess sem fulltrúar Náttúrufræðistofnunar Íslands og Ráðgjafarnefndar um erfðabreyttar lífverur munu kynna framkomnar umsagnir um fyrirhuguð áform fyrirtækisins um útiræktun. Áhugasamir aðilar geta einnig komið skriflegum athugasemdum við umsóknina á framfæri við stofnunina. Umsagnafrestur er til 28. maí.

Útdráttur úr umsókn ORF- líftækni

Umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands


Umsögn Ráðgjafarnefndar um erfðabreyttar lífverur ásamt sérálitum


Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is.


back to top