Nýr markavörður í Árnessýslu

Á fundi Héraðsnefndar Árnesinga sem haldinn var að Laugarvatni 12. maí sl. var samþykkt að Loftur Þorsteinsson í Haukholtum verði skipaður markavörður austan vatna – þ.e. austan Ölfusár, Sogs og Hvítár, í stað Arnórs heitins Karlssonar sem lést í vetur. Verkefni markavarðar eru skilgreind í afréttarlögum nr.6/1986 og í reglugerð um mörk og markaskrár nr. 200/1998.Markavörður annast skráningu og birtingu búfjármarka og stendur að útgáfu markaskrár í samvinnu við Bændasamtök Íslands. Ný markaskrá fer í vinnslu og undirbúning árið 2011 og kemur út 2012.


back to top