Rúmlega helmingur dauðfæddra kálfa er undan 1. kálfs kvígum

Bændasamtök Íslands hafa tekið saman nokkrar tölur úr gagnagrunni nautgriparæktarinnar fyrir árið 2008 yfir fjölda gripa, burði, sölu gripa, förgun og kálfadauða.
Við lok síðasta árs voru 75.743 nautgripir skráðir lifandi í gagnagrunni nautgriparæktarinnar og skiptust þeir þannig að kýr í mjólkurframleiðslu voru 25.798, aðrar kýr 3.081, kvígur 26.767 og naut 20.097.
Á síðasta ári gekk 6.331 gripur kaupum og sölum og 13.861 grip var fargað, þar af 7.752 mjólkurkúm.
Alls voru 27.101 burðir skráðir á árinu.  Þar af voru 8.725 eða 32,2 % burðir fyrsta kálfs kvígna.  Dauðfæddir kálfar eða kálfar sem drápust í fæðingu voru skráðir 3.665 eða 13,5 %.  Af þessum 3.665 dauðfæddu kálfum er rúmlega helmingur kálfar fyrsta kálfs kvíga og jafngildir það 23% kálfadauða hjá þeimm hópi.


back to top