Alþjóða heilbrigðisstofnunin óttast heimsfaraldur

Stjórnvöld í Mexíkó segja að 81 sé látinn úr svínainfúlensu í landinu en veikin fer nú eins og eldur í sinu milli íbúa landsins. Opinberum byggingum hefur verið lokað, öllum stórum viðburðum aflýst og fólk beðið um að halda sig heima til þess að forðast sýkingu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) óttast að svínainflúensan geti orðið að heimsfaraldri og að öll ríki heims verði að vera á varðbergi.
Einhverjir hafa veikst úr svínainflúensu í Kansas í Bandaríkjunum en enginn hefur látist úr veikinni, að því er fram kemur á vef BBC.
Enn og aftur leiðir þetta hugann að því hversu gæfusamir við Íslendingar erum hvað framleiðslu matvæla og matvælaöryggi við erum þar sem slíkir faraldrar hafa ekki komið upp hérlendis. Hins vegar er ljóst að landið er mjög viðkvæmt og því full ástæða til þess að vera mjög á varðbergi hvað innflutning matvæla snertir.


back to top