Fjöldi frábærra hrossa á Ræktun 2009

Fjöldi frábærra hrossa mun koma fram á stórsýningunni Ræktun 2009 sem fram fer í Ölfushöllinni föstudaginn 24.apríl n.k. Mörg frábær hrossaræktarbú hafa tilkynnt þátttöku sína en þau sem nú þegar hafa skráð sig eru:
Dalland
Fet
Litli-Moshvoll
Kaldbakur
Ingólfshvoll
Þjórsárbakki

Fleiri bú eru væntanleg og verða þau kynnt þegar þau verða klár.


Margir frábærir afkvæmahópar hafa tilkynnt þátttöku sína en þau sem nú þegar hafa verið skráð eru:
Pyttla frá Flekkudal (afkvæmi)
Elding frá Hóli (afkvæmi)
Vár frá Skjálg (afkvæmi)
Kjarni frá Þjóðólfshaga (afkvæmi)


Fleiri afkvæmahópar eru væntanleg og verða þau kynnt þegar þau verða klár.


Auk þessa þá koma fram stóðhestar og hryssur sem einstaklingar, þannig að það er ljóst að um mikla veislu verður að ræða.


back to top