2. fundur 2009 – haldinn 26. mars

Fundurinn var haldinn á Selfossi í fundarsal Búnaðarsambandsins. Guðbjörg Jónsdóttir formaður var í veikindaleyfi. Egill Sigurðsson gegnir formennnsku á meðan. Aðrir á fundinum voru Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson, Gunnar Eiríksson, Helgi Eggertsson varamaður og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri. Þá voru mættir á fundinn Arnór Eggertsson löggiltur endurskoðandi, Ólafur Þór Þórarinsson og Ólafur Kristjánsson skoðunarmaður.

1. Farið yfir reikninga Búnaðarsambandsins og fyrirtækja þess .
Á árinu var tap 15.7 mkr. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir 203 milljónum króna.  Eigið fé í árslok nemur 182 milljónum króna og lækkaði á árinu um 15.4 milljónir króna.  Rekstrartekjur nema 213 milljónum króna, rekstrargjöld 217 milljónum króna og fjármunagjöld nema 13.9 milljónum.  Heildareignir Búnaðarsambandsins og Stóra Ármóts nema 233 milljónum króna.

2. Aðalfundur Búnaðarsambandsins .
Umræður um skipulag fundarins.

3. Kynnt samkomulag milli samningarnefndar Búnaðarsambandanna og Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Ekki gerð athugasemd við samkomulagið.

4. Kynnt fundarherferð BÍ fyrir alþingiskosningar með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna.  Fyrirhugað er að fundurinn fyrir  Suðurkjördæmi  verði á Selfossi 16. apríl.

5. Beiðni um tillögur um landnot og landnýtingu frá nefnd sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti á fót 2008 að beiðni búnaðarþings.
Sveini falið  að svara bréfinu.

Fundi slitið
Guðni Einarsson
fundarritari


back to top