Segir ríkið hafa farið offari gegn landeigendum og bændum

Rætt var um framkvæmd laganna um þjóðlendur utan dagskrár á Alþingi í dag að ósk Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem sagði að framkvæmd laganna væri með ólíkindum og fjármálaráðherra hafi farið offari gegn landeigendum og bændum. Sagði Björgvin, að þeirri herferð yrði að ljúka.

Yfir 250 manns sátu stofnfund Landssamtaka landeigenda á Íslandi

Rúmlega 250 manns sátu stofnfund Landssamtaka landeigenda á Íslandi sem haldinn var í dag, 25. janúar. Þar var samþykkt ályktun hljóðar á þá leið að þjóðlendulögunum verði breytt strax á þá leið að jörð með athugasemdalausu þinglýstu landamerkjabréfi verði eignarland. Auk þess að afréttir verði ekki gerðar að þjóðlendum. Guðný Sverrisdóttir, sveitastjóri Grýtubakkahrepps, var kjörin formaður samtakanna.

Ertu einmana kúabóndi?

Velskt mjólkurbú hefur fundið lausn á þeim vanda einstæðra kúabænda að finna sér maka. Calon Wen mjólkurbúið gefur nú einstæðum kúabændum kost á að birta mynd af sér á mjólkurfernum með það í huga að viðkomandi veki áhuga einhverra í makaleit.

Í dagsins önn komið á DVD

Heimildarmyndin „Í dagsins önn“ er nú komin á DVD en myndin sem áður var á þremur VHS myndböndum var uppseld. Með hliðsjón af því að notkun myndbandstækja fer nú stöðugt minnkandi var ákveðið að endurútgefa myndina á DVD. Um er að ræða 3 diska sem seldir eru saman í setti og kosta 5.000 kr.

Klónaðar kýr: HVað gerir ESB?

Mikil umræða á sér nú stað innan ESB eftir að í ljós kom að á bresku búi er að finna kú sem er dóttir klónaðrar kýr í Bandaríkjunum. Gripurinn sem heitir Dundee Paradise er undan tvöföldum „Supreme champion“ á World Dairy Expo í Wisconsin.

Nýtt Íslandsmet í mjólkurafköstum

Nú stendur yfir vinnsla á ársuppgjöri skýrsluhalds nautgriparæktarinnar og þegar er ljóst að Íslandsmet í mjólkurafköstum einstakra kúa á einu almanaksári er fallið. Nýi Íslandsmethafinn er Blúnda 468 á Helluvaði á Rangárvöllum, dóttir Káts 99012, móðurfaðir Fantur 96789 sonur Flakkara 88015. Blúnda náði þeim einstaka árangri á síðasta ári að mjólka 13.327 kg mjólkur en fyrra Íslandsmet átti Gláma 913 í Stóru-Hildisey 2 12.762 kg og var það frá árinu 2004.

back to top