Námskeiðið Vaxtarsprotar byrjar vel

Impra nýsköpunarmiðstöð hóf námskeið sitt í átaksverkefninu „Vaxtarsprotar“ þriðjudagskvöldið 6. febrúar sl. á Stóra-Ármóti. Aðsókn að námskeiðinu var afar góð en ríflega 30 nemendur mættu á þennan fyrsta fund þar sem G.Ágúst Pétursson ásamt starfsmönnum Impru kynntu nemendum þá möguleika sem í verkefninu felast og aðstoðuðu við hugmyndavinnu.

Mikill hugur var í námskeiðsgestum og margar góðar hugmyndir komu fram sem námskeiðsgestir ætla að þróa áfram í gegnum þetta átaksverkefni undir styrkri handleiðslu G. Ágústar.


Á Suðurlandi skráðu sig alls 68 manns í þetta átaksverkefni sem sýnir glöggt þá miklu grósku sem býr í sunnlenskum sveitum. Á Stóra-Ármóti var tilkynnt að nauðsynlegt sé að bæta við þriðja námskeiðinu á Suðurlandi til að geta sinnt þessum fjölda í hæfilega stórum hópum. Án þess að endanleg ákvörðun liggi fyrir er líklegt að þriðja verkefninu verði valinn staður á Hellu eða nágrenni. Námskeiðið Vaxtarsprotar verði þá haldin á Stóra-Ármóti, Hellu og á Hvolsvelli.


Fyrsti námskeiðshlutinn hefst á Hvolsvelli í kvöld, þann 8. febrúar kl. 18.

Vaxtarsprotar eru samstarfsverkefni impru og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Á Suðurlandi er átaksverkefnið auk þess í samvinnu við Búnaðarsamband Suðurlands og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.

Sjá:
Vefsíða impru


back to top