Sektir vegna mikillar mjólkurframleiðslu

Danir eru í annarri aðstöðu en við um þessar mundir hvað varðar framleiðslu mjólkur. All útlit er fyrir að þeir fari vel fram yfir landskvótann og verði því að borga sektir til ESB. Tveim mánuðum fyrir lok kvótaársins var framleiðslan 29 milljónum lítra meiri en kvótinn en venjulega dregur úr framleiðslunni í lok kvótaársins. Þannig er því spáð að umframframleiðslan verði 15-20 milljónir lítra. Sektirnar eru háar eða um 25 kr á lítra sem þýðir að alls verða Danir líklega að reiða fram 375-500 milljónir kr. í sameiginlega sjóði ESB.


back to top