Bóndi dæmdur í 30 daga fangelsi

Frændur okkar Danir fara engum silkihönskum um bændur sem uppvísir verða að vanrækslu í búskapnum. Dómsvöld þar í landi hafa svipt 44 ára gamlan bónda frá Mors leyfi til að halda húsdýr og jafnframt dæmt hann í 30 daga fangelsi fyrir vanrækslu. Hann missir auk þess réttinn til að vinna með dýr yfirleitt.Bóndinn hefur verið undir eftirliti lögreglu síðar árið 2004 eða frá því að fyrst kom fram að aðbúnaður nautgripa hans var ekki fullnægjandi. Frá þeim tíma hefur hann fengið fleiri dóma fyrir vanrækslu og því er dómurinn nú svo harður sem raun ber vitni.


back to top