Aukið hagrænt gildi skotveiðihlunninda

Búnaðarsamtök Vesturlands hafa haldið úti verkefninu „Aukið hagrænt gildi skotveiðihlunninda“ frá haustinu 2005. Marmið verkefnisins er eins og felst í heiti þess að auka hagrænt gildi skotveiðihlunninda og standa um leið vörð um hagsmuni landeigenda. Ráðinn var starfsmaður í 50% starf til að vinna að verkefninu í samstarfi við Árna Snæbjörnsson hlunnindaráðunaut BÍ og Má Pétursson lögfræðing BÍ. Verkefnið er styrkt af Bændasamtökum Íslands og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Á þeim tíma sem liðin er frá því verkefnið fór af stað hafa Búnaðarsamtök Vesturlands staðið að stofnun þriggja hlunnindafélaga með landeigendum á Vesturlandi. Búið er því að fara í gegnum ákveðið mótunarstarf þar sem komin er ákveðin grundvallaruppbygging og skipulag fyrir stofnun slíkra félaga.

Búnaðarsambandi Suðurlands stendur nú til boða að fá aðstoð starfsmanns verkefnisins til að vinna að málefnum skotveiðihlunninda á Suðurlandi, hvort heldur væri að mæta á fundi eða koma að stofnun hlunnindafélags um skotveiðihlunnindi.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Jóhannes hjá Búnaðarsambandi Suðurlands sem er tengiliður BSSL við verkefnið. Síminn er 480-1809, nefang johannes@bssl.is


back to top