Klónaðar kýr: HVað gerir ESB?

Mikil umræða á sér nú stað innan ESB eftir að í ljós kom að á bresku búi er að finna kú sem er dóttir klónaðrar kýr í Bandaríkjunum. Gripurinn sem heitir Dundee Paradise er undan tvöföldum „Supreme champion“ á World Dairy Expo í Wisconsin. Nú hafa yfirvöld í Bretlandi og ESB miklar áhyggjur af málinu hvað neytendur snertir en innan ESB hefur ekki verið leyft að nota afurðir klónaðra dýra til manneldis. Hins vegar hafa Bandaríkin ákveðið að leyfa að mjólk og kjöt af klónuðum sé nýtt til manneldis. Málið setur ESB í nokkurn vanda en eina aðildarlandið sem sett hefur lög um notkun klónaðra húsdýra er Danmörk.

www.dairyreporter.com


back to top