Ertu einmana kúabóndi?

Velskt mjólkurbú hefur fundið lausn á þeim vanda einstæðra kúabænda að finna sér maka. Calon Wen mjólkurbúið gefur nú einstæðum kúabændum kost á að birta mynd af sér á mjólkurfernum með það í huga að viðkomandi veki áhuga einhverra í makaleit. Myndirnar eru birtar undir slagorðinu „Fancy a Farmer“ sem þýða má „Áhuga á bónda“.
Calon Wen er lítið mjólkurbú í eigu 20 kúabænda í Wales sem framleiða lífræna mjólk.


back to top