Hveragerði þarf að greiða bónda 13,5 milljónir í bætur
Hveragerðisbær þarf að greiða ábúanda á Krossi í Ölfusi, 13,5 milljónir króna í skaðabætur fyrir að missa beitarréttindi á Eyktarsvæðinu svokallaða, samkvæmt úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta, og auk þess 1,5 milljónir í málskostnað.
Viljayfirlýsing um hestamennsku við FSu
S.l. miðvikudag, 9. maí, undirrituðu þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Aldís Hafsteinsdóttir, formaður skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands, og Haraldur Þórarinsson,formaður Landssambands hestamannafélaga viljayfirlýsingu þess efnis að FSu taki að sér það hlutverk að þróa fjölþætt námsframboð á sviði hestamennsku á framhaldsskólastigi og að þau munu beita sér fyrir sérstökum stuðningi við þetta verkefni.
Hrossabónda gert að lóga níu hrossum
Héraðsdýralæknir á Suðurlandi hefur gert hrossabónda á Suðurlandi að slátra níu hestum en bóndinn neitar.
Samið um reiðhöll í Hrunamannahreppi
Samningur um byggingu reiðhallar á Flúðum í Hrunamannahreppi var undirritaður á tröppum Ráðhúss Árborgar í gærkvöld. Um er að ræða 1100 fermetra skemmu sem byggð verður á Lambatanga í Hrunamannahreppi. Það er hestamannafélagið Smári sem byggir reiðhöllina og fær til þess 15 milljóna króna styrk úr reiðhallasjóði landbúnaðarráðuneytisins en gert er ráð fyrir að byggingarkostnaður nemi 30 milljónum.
Sæðingagöldin lækka
Á síðasta aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands var ákveðið að lækka sæðingagjöld á hverja kú úr kr. 800 í kr. 500 hjá mjólkurframleiðendum. Nú hefur jafnframt verið ákveðið að framvegis verða sæðingagjöldin innheimt fjórum sinnum á ári, þ.e. í mars, júní, september og desember.
Dauðfædd lömb
Í síðasta Bændablaði sem út kom í maíbyrjun var fjallað um rannsóknaverkefni sem ætlað er að leita orsaka lambadauða. Leitað er sérstaklega eftir því að fá til rannsóknar lömb, sem deyja frá því 1-2 vikum fyrir tal og fram til 1-2ja daga aldurs þ.e. dauðfædd lömb og veikburða.
Kálfur með sex fætur
Í Nebraska í BNA fæddist óvanalegur kálfur á dögunum. Kálfurinn, sem er af Angus-kyni, er með sex fætur auk þess að vera tvíkynja, það er bæði með kynfæri nauts og kvígu.
DV býr til úlfalda
Í helgarblaði DV var því slegið upp með nokkrum látum að leifar af sýklalyfjum hefðu „ítrekað“ fundist í íslenskum landbúnaðarafurðum, einkum kjöti og mjólk. Þegar betur er rýnt í fréttina virðist ekki mikill fótur fyrir þessari fullyrðingu.
Uppbygging Gaddstaðaflata í sjónmáli
Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skrifuðu sl. föstudag undir viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um 80 milljóna kr. stuðning við uppbyggingu fyrir hestaíþróttaaðstöðu á Gaddstaðaflötum við Hellu.
Sveppur í korni drepur ær í Þverárhlíð í Borgarfirði
Töluverðar búsifjar urðu á bænum Sigmundarstöðum í Þverárhlíð þar sem sveppur í íslensku þurrkuðu byggi er talinn hafa drepið tíu ær, allar með lömbum og tvær til viðbótar hafa veikst. Veikin líkist Hvanneyrarveikinni, sem margir bændur kannast við, en er ekki sú sama.
Getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér
Hér á landi ríkir stefnuleysi í málefnum er varða erfðabreyttar lífverur og útbreiðslu þeirra segir í Morgunblaðinu í dag. Engin löggjöf, líkt og sett hefur verið á öllum Norðurlöndum og í velflestum Evrópuríkjum, er um merkingar á erfðabreyttu fóðri og matvælum né um meðferð og útbreiðslu þeirra í náttúrunni. Engu að síður hafa þegar verið leyfðar sleppingar erfðabreyttra lyfjaplantna út í umhverfið hér á landi og áform um frekari sleppingar eru á döfinni. Erfðabreytt matvæli eru flutt inn og seld hér ómerkt sem og erfðabreytt fóður í miklum mæli selt bændum og notað í flestar greinar búfjárræktar.
Kaupþing hækkar verðtryggða vexti
Vextir á verðtryggðum innlánum og útlánum Kaupþings hækkuðu um mánaðamótin um allt allt að 0,5 prósentur. Þannig hækka breytilegir kjörvextir verðtryggðra skuldabréfalána um 0,5 prósentur úr 7,5% í 8%. Vextir á íbúðalánum Kaupþings breytast ekki og eru eftir sem áður 4,95%.
Mörg hitamet slegin undanfarna daga
Mjög hlýtt hefur verið á landinu undanfarna daga og t.d. mældist 22,6°C hiti í Ásbyrgi kl. 15.00 í gær samkvæmt sjálfvirkum mæli og hámarkshitinn klukkutímann á undan var 23°C. Þetta virðist vera hitamet hér á landi í apríl en eldra metið var 21,8°C á Sauðanesi 18. apríl 2003, að því er kemur fram á bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings.
Kynbótasýningar á vegum Búnaðarsambands Suðurlands
Senn líður að kynbótasýningum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og ekki seinna vænna en að kynna hvar og hvenær tekið verður við skráningum. Að þessu sinni verður engin sýning í Kópavogi en sú sýning færist í Hafnarfjörðinn. Að öðru leyti er fyrirkomulag sýninganna svipað og í fyrra. Sýningin á Gaddstaðaflötum verður þó sennilega færri daga en venjulega þar sem þar verða tvö dómaragengi að störfum í einu. Sýningarnar verða sem hér segir:
Sjálfbærar náttúrunytjar á Dyrhólaey fá vottun
Ábúendur í Dyrhólahverfi í Mýrdal hafa hlotið vottun til staðfestingar á sjálfbærum landnytjum í Dyrhólaey. Annarsvegar er um að ræða vottun samkvæmt alþjóðlegum reglum um lífræna framleiðslu til söfnunar á villtum heilsuplöntum. Hinsvegar eru vottaðar nytjar á æðarvarpi til söfnunar á dún samkvæmt reglum Túns um sjálfbærar náttúrunytjar. Vottorð þessu til staðfestingar voru nýlega afhent ábúendum.
Viðurkenningar fyrir miklar afurðir
Á aðlafundi Búnaðarsambands Suðurlands s.l. föstudag voru afhentar viðurkenningar fyrir miklar afurðir í nautgriparæktinni. Sex afurðahæstu búin á árinu 2006 hlutu viðurkenningu ásamt því sem veittar voru viðurkenningar fyrir þrjár afurðahæstu kýrnar og sérstök viðurkenning fyrir glæsilegt Íslandsmet fyrir afurðir á einu og sama almanaksárinu. Viðurkenningu hlutu:
Alls bárust 95 tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á kjöti
Alls bárust 95 tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á kjöti skv. 2. kafla tollskrár frá Evrópubandalaginu fyrir tímabilið mars – desember 2007 samkvæmt tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu. Um endurtekið útboð var um að ræða þar sem öllum tilboðum var hafnað síðast.
Lífsval stefnir á hátt í fjögurra milljón lítra framleiðslu
Eins og við sögðum frá fyrir skömmu stefnir fasteignafélagið Lífsval að því að koma á fót stærsta kúabúi landsins á jörðinni Flatey á Mýrum en þar með verður félagið með framleiðslugetu upp á hátt á fjórðu milljón mjólkurlítra á ári. Fasteignafélagið hefur undanfarið rekið tvö kúabú, eitt á Skriðufelli við Jökulsárhlíð og annað á Ytrafelli í Eyjafirði. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvarps hyggst félagið halda mjólkurframleiðslu þar áfram, en samanlögð framleiðslugeta búanna tveggja er um sex til sjö hundruð þúsund mjólkurlítrar á ári.
Nýr upplýsingabæklingur um íslenskan landbúnað
Bændasamtökin hafa tekið saman upplýsingabækling um íslenskan landbúnað. Heiti hans, „Sveit og borg – saman í starfi“, vísar til þess mikilvæga sambands sem er á milli dreifbýlis og þéttbýlis.
Stærsta kúabú landsins í undirbúningi
Stefnt er að því að stærsta kúabú landsins muni rísa á jörðinni Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu síðar á þessu ári. Þegar búið hefur náð fullri stærð verða þar um 500 mjólkurkýr, með framleiðslugetu á hátt á þremur miljónum mjólkurlítra árlega.