Guðni nýr formaður Framsóknarflokksins

Jón Sigurðsson tilkynnti á blaðamannafundi í morgun um afsögn sína sem formaður Framsóknarflokksins og að varaformaðurinn, Guðni Ágústsson, þingmaður Sunnlendinga tæki við formennsku.

Um ástæður afsagnarinnar sagði Jón að hann teldi nauðsynlegt að formaður flokksins hefði aðgengi að ræðustól Alþingis en Jón náði ekki kjöri sem kunnugt er. Jón vildi heldur ekki gera lítið úr ábyrgð sinni sem formaður flokksins í síðustu Alþingiskosningum.


back to top