Hrossabónda gert að lóga níu hrossum

Héraðsdýralæknir á Suðurlandi hefur gert hrossabónda á Suðurlandi að slátra níu hestum en bóndinn neitar.

Dýralæknirinn telur að ekki hafi verið hirt um dýrin. Hann vill að bóndinn fari að tilmælum eftirlitsmanns og láti lóga hrossunum sem allt eru fylfullar merar. María Jörgensdóttir hrossabóndi mótmælir því og segir að það kallast ekki dýravernd að slátra fylfullum merum.


back to top